28.1.15

Ef þú hugsar ekki vel um líkamann þinn, hugsar hann ekki vel um þig


Ég kann svo virkilega að meta það hvað mínum nánustu er annt um mig.
Ungfrú sú sem ætlar að sigra heimin á það til að vera nokkrum skrefum á undan sjálfri sér og er því mikilvægt að einhver sé þarna til að draga mig aftur á jörðina.

Til að taka dæmi um hversu ofvirk ég er þá fór ég út úr húsi klukkan 5:40 í gær.. smellti mér á æfingu og fór þaðan í vinnuna og vann samfleytt í 12 tíma við tölvuna.. ef ég kemst í gírinn við æfingaplön og slíkt þá er ég óstöðvandi.

Lét það svo sannarlega ekki nægja og kom heim eftir vinnudaginn og eldaði mat til að eiga inn í vikuna og setti dót í töskur fyrir átök dagsins í dag sem byrjuðu á ofurtíma hjá Villa í Fitnessboxi klukkan 6:10 í morgunsárið.
Það sem ég elska að byrja daginn svona vel og er að fíla þennan nýja morgunlífsstíl minn, fittar vel fyrir þessa A manneskju sem ég er.

Efir vinnudaginn í dag var mér samt skipað af ungfrú Bess að taka létta lögn sem var svo sannarlega veðskulduð og ljúf, en ég verð að viðurkenna að hún endist ekkert of lengi þar sem ég var strax farin að hugleiða þessa færslu haha..


Ég rakst einmitt á þetta kvót á Pinterest um daginn... það á svo fáranlega vel við mig.
Ég þarf eiginlega að læra að geta skilið eftir sum verkefni ókláruð.

Fyrir utan fjölskylduna þá eru vinkonur mínar alltaf til staðar til að draga mig aftur á jörðina.
Rósa vinkona er ein af þeim sem er alltaf til staðar og minnir mig á að hugsa vel um mig, algjört must að hafa eina svona fallega Rós í lífinu sínu.

Hún er búin að tékka á mér nokkrum sinnum til þess að bjóða mér í svokallaða LPG meðferð sem er í boði í Blue Lagoon Spa þar sem hún vinnur sem snyrtifræðingur en ég hef hingað til ekki gefið mér tíma til þess að mæta.

Þessa vikuna eftir öll átök janúarmánuðar ákvað ég að láta slag standa.. þar sem að líkaminn er smá lúin eftir glerharðar æfingar og mikla setu við tölvuskjáinn sem framkallar vöðvabólgu fyrir allan peninginn.
Ég las nefnilega að tækið ætti að vinna vel á vöðvabólgu sem og appelsínuð ásamt því að stinna húðina og örva blóðflæðið.





Maður á einungis þennan eina líkama og því eins gott að hugsa vel um hann !
Það er eitt stk góð lexía sem ég lærði eftir seinasta ár og ætla gera mitt besta þetta árið til að forðast að lenda í slíkum aðstæðum aftur.
Ég hef hingað til ekki fengið svæsið magakast síðan í júlí á seinasta ári og ætla að halda því þannig... 7,9,13.

-
Hvað líkamann varðar þá eru nokkrir hlutir sem ég hef sem ég geri reglulega til að halda honum í skefjum samhliða æfingunum:
Svo eru aðrir hlutir samhliða fyrir sálina sem ég set stefnuna á að blogga um seinna ef áhugi er fyrir.

  • *Vikulega mæti ég á Kírópraktorstofu Íslands til þess að hnykkja mig og halda mér uppréttri, það er mjög auðvelt með mikilli tölvuvinnu að vera hokin.
  • *Ég reyni að skrúbba mig sirka annan hvorn dag til að halda blóðflæðinu í húðinni og halda henni stinnri.. leyfi upplýsingum um þurrburstun að fylgja fyrir neðan fyrir forvitna.
  • *Rúlla mig og teygji eftir hverja einustu æfingu, til að viðhalda því sem ég geri fyrir ofan.
  • *Er alltaf með vatnsbrúsa við hendina og drekk reglulega volgt sítrónuvatn á morgnana
  • *Borða mjög hollan mat og passa mig að borða vel og reglulega yfir daginn... er eins og klukka hvað það varðar.
  • *1 msk af hörfræolíu á morgnana til að smyrja skrokkinn og það gerir líka gott fyrir magan minn.
  • *Svo má ekki gleyma hvíldinni sem er oft vanmetin.
  • Það að sofa nógu vel og reglulega skiptir gífurlega miklu máli(má bæta mig í þessum lið).

Til að taka þetta skrefinu lengra þessa vikuna og tríta mig smá pantaði ég mér í LPG meðferðina á mánudeginum, mæti til kíró á morgun og fer svo í nudd á föstudaginn sem mér var eiginlega skipað að mæta í af ungfrú Bess þar sem að ég á það innilega skilið og hef ekki leyft mér slíkt í nánast ár... hún er með heragan á mér.Það sem ég hlakka til að fara til kíró á morgun og nudd á föstudaginn.. mæti ný manneskja inn í helgina.
Það má eiginlega segja að LPG meðferðin sé svona þurrburstun tekin á level 10 og maður á að sjá mun eftir einungis nokkur skipti.
Það var svolítið mikið gott að fá þarna hálftíma fyrir sig og labba vel endurnærð og blóðflæðið á fullu eftir tíman.. væri spennandi að prufa oftar, set stefnuna á það í framtíðinni.
**Þær sem hafa áhuga á að prufa LPG meðferðina geta fengið 20% afslátt með því að taka fram þegar þær bóka að þær fylgjast með blogginu mínu
<3


Til að svara svo spurningunni um þurrburstun leyfi ég punktum um hana að fylgja:
TIl að byrja með þarftu svona bursta eins og þennan hér.
Sjálf keypti ég minn í Body Shop á sirka 3000 krónur.




  • *Mér finnst best að gera þetta eftir æfingu fyrir sturtu, þá kemst þetta líka í rútínu.
  • *Ég legg alltaf mesta áherslu á rassinn, lærin og kviðinn.
  • *Alltaf að bursta í áttina að hjartanu og nota hringlaga hreyfingar.
  • *Eftir burstunina hoppa ég svo í sturtuna og gusa á mig köldu vatni, það örvar blóðrásina enn frekar.
  • *Að sturtu lokinni ber ég svo á mig uppáhalds body lotionið mitt frá Bath and Body Works, Pink Chiffon og nudda vel inn í húðina.
Vonandi gat ég gefið einhverjum góð tips og minnt allavega eina manneskju á setja sjálfa sig í fyrsta sæti ;)

Þangað til næst

LOVE ALE <3


25.1.15

Ræktarplaylistinn minn vol #3

Áður en ég ræði ræktarplaylistann minn enn frekar þá langaði mig til að svara þeirri spurningu sem ég hef fengið senda frá nokkrum.
JÁ klattarnir mínir eru ofurhollir.. þar sem þeir innihalda engan sykur nema bara sykurinn úr ávöxtunum og ekkert hveiti.
Grunnurinn er líka allt betri kostir :)
Það er samt með þá eins og annað hollt og óhollt reyndar líka að best er að borða þá í hófi, þess vegna mæli ég með að skipta í fjóra bita og er þá einn klatti flott millimál.
Ef þú varst ekki búin að skoða uppskriftina þá er beinn tengill á hana HÉR.





Og yfir í annað...
Þegar maður mætir nánast daglega í ræktina (alltaf hinn mikilvægi hvíldardagur inn á milli, jafnvel tveir).. 
Þá er mjög mikilvægt að vera með puttan á púlsinum hvað playlistan varðar.
Ég meika ekki að hlusta á tónlist þegar ég er að einbeita mér í vinnunni eða þegar ég er að einbeita mér í lyftingunum, en hlusta oft á útvarpið úr og í vinnu, stundum eru lögin þar bara orðin svo þreytt eftir ofspilun.
Þess vegna finnst mér svo geggjað að taka smá brennslu með tónlistina í botni eftir æfingu áður en ég sest fyrir framan tölvuskjáinn næstu tímana að vinna...
Er eins og versti lúði að dilla mér og syngja með inn í mér :D

Mig langar því að deila með ykkur uppáhalds @ the moment.
Fyrri playlistar eru á blogginu mínu, VOL #1 & VOL #2
Ef þú ýtir á nafnið á laginu kemur það upp á Youtube.

1. L D R U & Yahtzel // The Only one
Finnst þetta eitthvað svo glaðlegt og skemmtilegt

2. Yahtzel // High with me
Svipaður fílingur í þessu og laginu að ofan, enda sami artistinn.


Það sem ég elska þetta lag, það er bara eitthvað við taktinn.
Var einmitt í spilun þegar ég labbaði inn á sviðið þegar ég keppti seinast.

Byrjar hægt en svo eykst hraðinn.. frekar nettað !


7. Mob Tactics // The Answer
Þetta er snilld í endan í brennslunni til að klára sig alveg.

8. Ariana Grande feat. Weeknd // Love me harder
Veit ekki hvernig í ósköpunum en ég get dillað mér við þetta á skíðavélini

9. Parra For Curva feat. Anna Naklab // Wicked Game
Upprunlega lagið er bara drullugott.. en það er eitthvað við þetta beat sem ég er að digga.


10. Boy & Bear // Feeding line ( FDVM edit)
Stundum heilla bara beatin í lögunum mig..


12. Le Youth // Cool (Ben Pearce remix)
Hef sett þetta áður.. það sem ég elska þetta lag.. langar helst að vera ein niðri í bæ á dansgólfinu, í mínum eigin heimi að djamma þegar ég heyri þetta haha.. góð lýsing !

Mjög fjölbreyttur tónlistarsmekkur, en vonandi gefur þetta einhverjum smá ábót í rætkarplaylista safnið þeirra og pepp inn í vikuna !

Svo er ég alltaf að safna gúrmei lögum í playlist, svona meira kósý sem hægt er að fylgjast með á Youtube HÉR.

ENJOY!
Þangað til næst
LOVE ALE
<3
22.1.15

Endurbætt útgáfa af Alehafraklöttum


ALEHAFRKLATTAR <3




Gott má alltaf gera betur eru orð að sönnu :D
Eftir vikulegan bakstur af klöttunum mínum síðan ég keppti í nóvember, þá hef ég betrumbætt þessa snilld !
Held það hafi án djóks ekki liðið einn dagur sem ég fékk mér ekki eitt stykki og óvart þrjú stykki í gleðinni.. svo mikið uppáhalds.

Gömlu uppskriftina finnur þú HÉR.
Tók sem sagt út vanillusýrópið, fékk fljótt ógeð af því.. 
Meika oft ekki mikið svona gervisykursdóterí.. og svo dróg ég úr eggjunum en bætti þess í stað meiri banana sem gerir besta bragðið, ásamt náttúrlega kanilnum sem ég nota í ofurmiklu magni.
Með því að setja kókosmjölið kemur svona extra tocuh á heildrútkomuna..
kv matarperrinn

Hér kemur því uppfærð útgáfa af þessari dýrð.
Þetta eru hlutirnir sem þú þarft í baksturinn:

250 gr bananar
1 heilt egg
1 eggjahvíta
130 gr hafrar
70 gr Rúsínur eða döðlur
1 msk gróft kókosmjöl
Hreinn kanill eftir smekk

Ég stappa banana niður með svona stappara sem er notaður fyrir kartöflumús, hræri þá svo saman við eggið og hvítuna með gaffli.. til að vera snögg.
Blanda svo höfrunum vel saman og smelli svo restinni við og malla við.
Stundum er gott að leyfa þessu að standa í smá og setja svo í eldfast mót með bökunarpappír undir (þannig kemur þú í veg fyrir að þetta festist við).
Baka með blástri og hita uppi og niðri í 180° í ca. 15-20 mín, fylgist vel með og tékka status, má ekki vera of hart en samt smá svona mýkt og chrunchie on the side.

Tek þetta út og leyfi þeim að kólna áður en ég sker þetta niður í fjóra bita.
Baka oft þrjár svona uppskriftir á sunnudegi og á þá bara út vikuna í frystinum.
Tek út deginum áður og geymi alltaf í kæli.




Mæli með að prufa þetta gúrm.

Þangað til næst
Ykkar einlægi hafraklattaperri
LOVE ALE 
<3
19.1.15

Halló þú grái mánudagur


Það má alveg segja að síðastliðin vika hafi verið tekin með trompi, var alveg úrvinda í gær eftir átökin !
Þar af leiðandi var fyrsta bugun morgunins tekin út í morgun og ákvað ég að sofa lengur og mæta seinna á æfingu... algjört must að kunna að hlusta á líkamann.
Þetta veður var ekki að vinna með því að maður væri til í að hoppa ferskur framúr hehe

Er farið að langa að fara sofa klukkan níu eða tíu á kvöldin...
 ( Já þú last rétt, er farin að sækja um á Elliheimili Grund kannski bara!? ).
En hvað sem því líður þá er ný og skemmtileg vika framundan með fullt af spennandi verkefnum til að takast á við.



Þessi gíraffi veit hvað hann syngur !

Ætlaði að fara svekkja mig á því að vera haugur.. en heyyyy ég er bara mannleg og keyrði þennan dag í gang á jákvæðninni.. ég er orðin svona óþolandi jákvæða manneskjan þessa dagana.
Hér á árum áður reyndi ég örugglega að finna allt neikvætt við hluti en nú er sagan önnur.

Finnst einmitt fyndið að Katrín kallar mig alltaf Pollýönnu útaf ég sé alltaf það jákvæða í öllu.. með því er hún að vitna í barnabækurnar um Pollýönnu.
Það vill einmitt til að það var með uppáhalds bókunum mínum þegar ég var lítil en ég viðurkenni að ég er alveg búin að gleyma söguþræðinum.
Þess vegna kippti ég henni með mér úr seinustu heimsókn til mömmu og set stefnuna á að byrja á henni í kvöld.
Er komin á koddan og tilbúin til lesturs !

Framan á henni stendur að þetta sé bókin um stelpuna sem kom öllum í gott skap.. það er svo sannarlega skemmtilegt og hrós sem mér þykir vænt um.



Eins og ég sagði frá í seinasta bloggi þá var stefnan myndataka fyrir Perform.is og Amino Energy..
Fór í hana seinasta fimmtudag og var auglýsingin reddí daginn eftir.
Hallmar auglýsingagúru og snillingur með meiru var með yfirhendina á henni og ég verð að segja að fyrir mér er hún flottari en allar á undan..
Er ofurspennt fyrir því að hún fari í loftið !



Mynd frá tökunni :)

Um helgina tók ég mig svo til og bakaði eitthvað annað en elsku hafraklattana mína, ekki það að ég bakaði þá reyndar líka.. 1 á dag kemur lífinu í lag.. :)
Og meðan ég man þá er sefnan að setja inn uppfærða útgáfu af þeim í vikunni hér á bloggið.. er aðeins búin að fínpússa uppskriftina eftir að hafa bakað þá svona oft.

Það var annars góð ástæða fyrir bakstursmissioni helgarinnar þar sem ein af mínum uppáhalds varð 1 árs núna um daginn og hélt upp á það í gær.
Engin önnur en ungfrú Birta Bess.
Að sjálfsögðu var ég ólm að leggja mína hönd fram, enda ekki oft tilefni til baksturs..
Í stað þess að gefa henni bol sem hún kannski passar í 5 mín, fannst mér miklu meiri snilld að geta bakað afmæliskökuna sjálfa, þar sem miss Katrín Eva Bess er ekki eins mikill gúrmari og undirrituð.
Þemað var Mína Mús og var ég að sjálfösgðu búin að vinna smá heimavinnu og finna hugmyndir á Pinterest og Google fyrr í vikunni.

Fékk svo mömmu krútt til að joina mig í missionið og gerðum við úr þessu hið fínasta laugardagskvöld ásamt gúrmei kvöldverði.
Ef að ég ætti lítið kríli værum ég og mamma stórhættulegar saman í bakstrinum þar sem við elskum að baka.. það væru kökuafgangar í matinn næstu tvö árin eftir á.. haha



Hefði viljað eiga svartan matarlit í Mínu Mús, en mér fannst hún takast alveg þokkalega vel miðað við að ég skar hana út sjálf, gerði upphleypta slaufu og fríhendis í þokkabót.
Múffurnar voru í svona mini formum með súkkulaðibragði og ég bætti við hvítu Toblerone til að gera þær meira djúsí.

Útkoman varð þessi og vakti að sjálfsögðu mikla lukku í veislunni.
Svo ótrúlega gaman að geta glatt aðra
<3


Birta&Bella Bess ásamt mér í afmælinu..
Katrín feilaði samt að kaupa alveg eins kjól á mig fyrir myndatökuna, setur smá strik í reikninginn... djók.
En vá þessi mynd fær mig til að brosa !

Ég held ég þurfi að setja stefnuna á setja upp mitt eigið BABY BUISNESS þar gúrma ég fram dýrindis barnaafmælisveislur og svo myndi ég líka innrétta barnaherbergi.. ég held ég yrði ofur í þessu tvennu.
Leyfi þá innra barninu í mér að njóta sín :D

Smá brot af bakstrinum.. þarf að prufa mig áfram með fleiri fígúrur.





Elska allt sem viðkemur því að dúlla sér og gera með höndunum og því að hugsa út hvernig framkvæma á verkið.. ofpælarinn mikli !
Rakst einmitt í eitt gott kvót sem ég póstaði á Instagram um daginn sem mér finnst alveg magnað þar sem ég gat hakað við allt þetta.



EN ég hafði í rauninni ekki mikið að segja.. mér finnst bara svo gaman að blogga og halda mér við efnið þannig.
Ætla setja inn uppfærða klattauppskrift í vikunni og langar að setja saman nýjan ræktarplaylist er komin með svo mörg gúrmei lög í pokahornið.
Þannig um að gera að fylgjast með..!

Eigðu ljúfa og góða viku
Þangað til næst

LOVE ALE
<3
14.1.15

Smá status og pælingar á þessum fína miðvikudegi


Það sem tímanum flýgur..
Finnst þessi mánuður nánast á enda komin.
Okei..
Ég er kannski aðeins að fara fram úr mér, hann er einungis rétt hálfnaður.
Þetta er svona þegar maður vinnur á túrbóspeed og er búin að græja æfingaplön fyrir komandi vikur, þá er dagsetningin á æfingaplönunum komin yfir í febrúar (hvert plan er fjórar vikur) sem gerir það að verkum að ég hálf ringluð í þessum dagsetningum.

Svo er ég reyndar búin að gera svo mikið á þessu ári að ég verð bara að segja að ég er nokkuð stolt af sjálfri mér..
Kósýgallanum hefur verið lagt á hilluna og nú nýti ég kvöldin til að gera eitthvað skemmtilegt.

Bauð meðal annars minni krúttlegu mömmu í bíó og langþráð Culiacan deit.. það sem það gladdi hana.. svo gaman!
Framvegis fastur liður að bjóða mömmu í eitthvað gúrm.

Fyrrverandi ungfrú kósý er því búin að fara tvisvar í bíó á árinu og það eru bara liðnar tvær vikur af árinu.. þetta er met !


Mamma sæta glöðust á deitinu okkar 
<3


Mikið til í þessu, mæli með því að stíga út fyrir þægindaramman :)

Og yfir úr einu í annað eins og mér einni er lagið hehe..


Eftir langan tíma í peppun ákvað ég að skella inn myndbandi á Instagram af uppáhalds rassaæfingunni minni þessa dagana.
Það kom mér virkilega á óvart hversu mikil áhorf og komment hún fékk, komment sem meðal annars hvöttu mig til að pósta inn meira af slíku efni.
Mér þótti ekkert smá vænt um það enda er svo lítið sem þarf til að gleðja mig.
Ég mun að sjálfsögðu taka þessi komment til mín og gera þetta að reglulegum lið !
Er nú þegar búin að koma með tvær BOOTAY workouts inn, fáum ekki leið á því að móta enn frekari rass.

HÉR má finna fyrsta myndbandið, mín uppáhalds.

HÉR má finna myndband númer tvö af systrabootay snilld.

Svo er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á likesíðunni minni & Instagram.

Rassaæfingar eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana og fannst mér einstaklega mikið pepp að sjá fyrir og eftir mynd af einum flottasta rassi sem ég veit.
Bikini PRO miss Tawna Eubanks skartar drauma skottinu !




Fyrri myndin af henni er frá því 2010 og seinni 2014.. VÁVÍVÁVA

Líkt og í þjálfuninni hjá Betri Árangri, þá fylgjumst við Katrín með okkar bætingum með því að mæla okkur og taka myndir reglulega.
Smelltum í eitt stk mælingu seinasta föstudag til að tékka stöðuna á forminu, ekki það að við metum það alltaf fyrst og fremst út frá því sem við sjáum.
Mælingarnar nýtum við svo sem viðmið, enda eigum við mælingarnar mínar alveg frá því ég labbaði inn um dyrnar hjá henni fyrst árið 2010... mér finnst það alveg magnað.


Þrátt fyrir að keppa upp á sviði í bikniinu einu klæða finnst mér þessi myndataka og mæling alltaf jafn mikið challenge.. tala nú ekki um eftir mesta sukkmánuð ársins.
Þær komu mér þó virkilega á óvart, ég er OFUR sátt með góðar og jákvæðar bætingar og mun nú hafa það bakvið eyrað hvort ég setji stefnuna á mótið um páskana... er enn óviss.

Þangað til er alveg nóg að gera hér á bæ..
Á morgun er t.d. myndataka fyrir
Perform.is og Amino Energy næsta verkefni á dagskrá.. spennandi !
Alveg komin tími á slíka uppfærslu þar sem ég er um 8 kg massaðri á seinustu mynd og með dekkra hár.

Fyrri myndin frá því 2011, þegar Amino kom fyrst á markaðinn.
Sú seinni frá árinu 2013.
Ég er mjög spennt að sjá hvernig sú nýjasta verður :)







Eitt af mörgum spennandi verkefnum sem ég er með í pokahorninu.
Lífið er ljúft og skemmtilegt þessa dagana.
Hlakka til að deila frekari snilld með ykkur.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3
11.1.15

My dream house hugleiðingar

Þegar ég get ekki sofnað á kvöldin er snilld að eiga snjallsíma og flétta í gegnum hin ýmsu forrit sem eru í uppáhaldi.
Hvað ég gerði fyrir komu hans, það veit ég ekki!?!..
Þessir blessuðu snjallsímar hafa gjörsamlega umbreytt heiminum, en það er reyndar ekki ástæðan fyrir þessari færslu.

Það sem ég
eeelska að flétta í gegnum Pinterest eða finna ræktarmotivation og æfingamyndbönd á Instagram fyrir svefnin.. vakna þannig vel tilbúin í slaginn haha.
Systir mín er alltaf að hlægja af mér því þegar hún vaknar eru alltaf pins á Pinterest sem ég er búin að senda á hana eða tagga hana í eitthvað á Instagram.

Hér áður fyrr pinnaði grimmt föt, gúrmei mat og kvót, en nú heillar mest allt sem viðkemur því að eiga heimili... ekki það að fötin heilla alltaf hehe..
Leyfi huganum að reyka og dreymi stóra drauma um
MY dream house <3
( Íbúð reyndar, en hver hengir sig á slík smáatriði ).

Fyrsta sem ég ætla að eignast þegar sá draumur verður að veruleika er
NÝTT RÚM.
Ég og Ísa fengum að passa húsið hennar Katrínar eða Bessastaði eins og við köllum það, meðan hún og restin af Bess family naut áramótanna í Eyjum..
Við vorum eiginlega ekkert á því að fara skila því til baka eftir að hafa tekið 13 tíma kærkominn svefn þar eitt skiptið haha..
VÁ hvað það var einstaklega gott og ljúft !



Ég og Ísa í nýárskúrinu okkar :D

Þess vegna er
Tempur rúm þar efst á innkaupalistanum fyrir íbúðina.
Þyrfti ekki neitt annað nema það og
KitchenAidið og þá er ég all set í lífið, svona næstum.

Það halda eflaust allir að allt væri bleikt, en ótrúlegt en satt þá fengi mögulega einungis einn veggur að vera þannig og þá í drauma makeup/fataherberginu mínu.
Já eða ef ég myndi einhvern tíman eignast stelpu á lífsleiðinni, þá væri það náttúrlega must að mínu mati :)
Allir bleikir hlutir væru inni í makeupfataherberginu, nema náttúrlega KitchenAidið sem verður bæði eldhússkraut og hrærivél heimilisins..
Það sem heillar mig mest er flottur viður, hvítt, svart og gull og bjart og opið rými.


Ef ég fæ einhvera flugu í hausinn þá verð ég bara húkt og get ekki hætt að láta mig dreyma... var alveg veik að skoða öll blöð um helgina því það eru útsölur allstaðar.
Myndir segja langmest þannig hér eru nokkrir dagdraumar í boði mín :)



Það er eitthvað við stjörnur sem heilla mig.. hversu rómantískt bað


Þarf klárlega svona hillur þar sem skórnir mínir eru allir í bunka inni í skáp, á gólfinu og undir rúminu haha 


Þarf eitthvað svona fínt makeupborð með alvöru spegil.


Finnst þetta herbergi ekki svo falleg hvað þá rúmið en þessar stjörnur í loftinu eru að heilla.


Fíla hvað allt er bjart og svolítið töff hérna


Finnst þetta svo fyndið.. mun setja svona upp í þvottahúsinu mínu hehe


Well hello.. what a beautiful closet this is !
En held að hann eigi bara heima í draumum mínum til frambúðar, nema ég gerist stjarna í Hollywood.. þetta er svona týpískur þannig skápur.

Ef þig langar að fylgjast með mér á Pinterest þá getur þú gert það HÉR.
Set stefnuna á smá keppnishugleiðingablogg, tala um myndböndin sem ég er búin að vera pósta inn á likesíðuna og fleira spennandi í vikunni.

Þangað til næst

LOVE ALE <3

8.1.15

Amen fyrir rútínu

AMEN og HALLELUJAH fyrir heila viku af engum hátíðum !

Ég saknaði þess svo mikið mikið mikið að hafa góða rútínu.
Desember með vinnu heima og tilheyrandi jólastússi var ekki að vinna með henni.
Mér líður eins og nýrri manneskju og vikan er ekki einu sinni á enda komin, held samt að mér muni líða eins og lest hafi keyrt yfir mig þegar hún er liðin eftir grjótaðar æfingar í þessari viku en ég tek þeirri tilfinningu fagnandi haha

Í tilefni þess að höfuðstöðvar
Betri Árangurs fluttu úr Grafarholtinu, nánar tiltekið úr næstu götu við mig, yfir í Hafnafjörðinn.. fannst mér ég þurfa að breyta til og nýta daginn betur, til að njóta meira með mínum nánustu og sjálfri mér almennt.
Hefur verið á dagskrá lengi, en þetta var gott spark í rassinn til þess að láta það verða að veruleika :)

Því ákvað ég að hagræða deginum aðeins betur og er búin að vera prufukeyra æfingar klukkan 6 á morgnana.
Það þýðir rise klukkan 5:20 eða 5:30.. fer allt eftir hversu lengi snoozið teygist sjáið til ;)

Þvílík og önnur eins SNILLD.. þarna er ég komin með tvo auka tíma í sólahringinn og á þá allt kvöldið eftir þegar ég klukka mig út úr vinnunni seinnipartinn.

Þetta krefst alveg smá aga og skipulags til að allt gangi smurt fyrir sig, smella öllu í tösku fyrir svefnin og svo framvegis... líður helst eins og ég sé að flytja að heiman á morgnana miðað við farangurinn.
En maður aðlagar sig bara aðstæðum og út úr þessu er svo góður ávinningur sem gerir þetta allt þess virði :)



Fyrsti dagurinn var tekinn með trompi.. hafraklattar fyrir vikuna, nesti og allt að gerast.

Aðeins of ljúft að fara heim eftir vinnu og dunda sér, horfa á mynd, hafa tíma til að hitta vini eða annað í þeim dúr... þarf að finna mér eitthvern spennandi þátt til að fylgjast með.
Hér áður fyrr var ég kannski að komast loksins á æfingar klukkan sex um kvöldið og því að klára seint, borða kvöldmatinn seint og varla að nenna að koma mér í sturtu vegna þreytu. Íhugaði marg oft að fá svona manneskju eins og gamla fólkið til að sturta mig..
Ég finn einnig gífurlegan mun á mér yfir daginn, ferskari til að takast á við mission dagsins.
Er spennt að halda þessari rútínu áfram (smá ofurjákvæðni í gangi en það má)

Er meðal annars búin að mæta á æfingar með Aldísinni minni og LOKSINS þorði ég á Fitnessbox æfingu sem er búið að vera eitthvað sem ég ætlaði að gera eftir mót... fékk hana Auði mína með og er stefnan sett á að fara aftur næsta föstudag.
Þeir hjá box.is eru einmitt með svona frvíku í gangi núna.
Tókum OFUR VEL á því og að sjálfsögðu voru bleiku boxhanskarnir sem miss Tampa græjaði fyrir mig með í för.. grjóthart !


Klikkum ekki á bleiku !



Já ég er eitthvað ofurpeppuð fyrir því sem koma skal... var það svo innilega ekki í desember hvað æfingar varðar en jákvæða hugarfarið er að skila sér ! ;)



Þangað til næst
LOVE ALE <3
4.1.15

Fyrsta blogg ársins.. kveðjum 2014 og bjóðum 2015 velkomið

Já kæru lesendur þá er það fyrsta bloggfærsla ársins...!

Kominn 
4.janúar og árið er svona að sjatna inn og leggst bara þokkalega vel í mig..
Ég er meira segja búin að afreka ýmislegt sem ég setti mér fyrir sem markmið á þessu ári... hversu magnað haha :)
Ég get því ekki sagt að ég sitji auðum höndum þessa dagana, enda má eiginlega segja að skráningar hjá okkur í
Betri Árangri hafi sprungið núna um helgina, það er alveg greinilegt að það að koma sér í form sé ofarlega sem markmið hjá mörgum.. sem er ekkert nema jákvætt <3

Ég verð viðurenna að ég er nokkuð fegin að 2014 er komið og farið.. hef sjaldan upplifað jafn krefjandi, erfitt og lærdómsríkt ár, nema kannski einu sinni áður.
Lít samt engan vegin á það sem ókost þar sem ég lærði ýmislegt á líkama og sál og mæti því sterkari til leiks inn í áframhaldandi tíma svo gerðist alveg margt annað ánægjulegt og skemmtilegt sem má ekki gleyma.
Ég vil trúa að allt gerist fyrir ástæðu og hafi þurft að læra þessa hluti til að takast á við við það sem framundan er og býð því 2015 svo sannarlega velkomið.

Ekki það að þetta er engin ný byrjun þannig séð, lífið heldur bara áfram, en maður getur litið á hvert ár sem einskonar verkefni eða yfirlit fyrir ákveðið tímabil og gert betur.
Og ég ætla sko að gera það, hef góða tilfinningu og er spennt með jákvæðnina að vopni :D



Ég ætla ekkert að fara dýpra í 2014 hugleiðingar, heldur frekar taka saman nokkrar skemmtilegar myndir frá hápunktum 2014 og skrifa undir þær.. lífið er svo langtum skemmtilegra í máli og myndum.
(Ég átti erfitt með að velja úr, gæti örugglega sett saman bók)


Betri Árangur hannaði í samstarfi við Sollu hjá Culiacan FIT réttina sem fást nú hjá þeim.
Þar af leiðandi mátti og má einstaka sinnum finna undirritaða á strætóskýlum borgarinnar.. einstaklega skemmtilegt verkefni sem ég er stolt að eiga þátt í :)


Fór til Boston í febrúar og hitti þar Pabba og kærustuna hans sem voru búin að vera á Florída.. verlsaði þar úr mér allt vit, en mætti veik heim og jafnaði mig seint eftir það.
Samt sem áður alltaf gaman að fara til Boston til þess að versla, skoða um og fá sér burrito.


Fór til Florida, nánar tiltekið sunny Tampa eftir páskana til hennar Olinu yndislegu sem bjargaði mögulega lífi mínu með slíku trítí sem ég er sko ævinlega þakklát fyrir <3
Þrátt fyrir að hafa verið að vinna inn á milli, þá skemmti ég mér svo sótrúlega vel og naut í botn... það vel að round two var tekið í lok sumars og er Tampa klárlega einn af mínum uppáhalds stöðum.



Í byrjun ágúst var ferðinni heitið til Tampa á ný þar sem ég átti ljúfar og skemmtilegar stundir, þess á meðal fyrstu frívkikuna mína í 4 ár.. til hamingju ég!
Þær verða allavega tvær á þessu ári haha :)


Eignaðist "litla systir" þar sem að ég er nú smá hluti af fjölskyldunni þá finnst mér oft eins og börnin hennar Katrínar séu hluti af minni fjölskyldu.
Birta Bess fékk litli naggurinn að heita
<3


Ein besta skyndiákvörðun ársins var að smella mér til Eyja þrátt fyrir að hafa verið á spítala og allt vegna magakastanna minna, nennti ekki lengur að leyfa þessu að stjórna lífi mínu og hef sjaldan upplifað jafn skemmtilega helgi.

Átti önnur skemmtileg dólgadjömm (það telst víst til tíðinda þegar maður djammar sjaldan)





Katrín mætti með mér á okkar fyrsta djamm saman þrátt fyrir 4 ára vinskap, átti ofurgott afmælisdjamm, upplifði skemmtilegustu taxaferð lífs míns með litlu systir á heimleið úr bænum og svona er áfram hægt að telja.. er spennt fyrir meiri dólg sem bætir og kætir.

Ræktaði líkama og sál ansi mikið þetta árið með þessari elsku hérna.
Hlakka til að gera meira af því á nýju ári <3


Ég er ævinlega þakklát fyrir það hversu nánar við systurnar erum.
Við ákváðum eftir miklar hugleiðingar að fá okkur sameiginlegt og krúttað systratattoo sem mér þykir OFUR vænt um.




Það má alveg segja að ég hafi bakað yfir mig þetta árið og því ófáar Hello Kitty kökurnar, döðlugott og hafrakökur sem ég bjó til, tala nú ekki um Sörurnar fyrir jólin.
 Að sjálfsögðu verður engin breyting á þessu á nýju ári ef ég þekki mig rétt... stefnan sett á að baka meiri snilld í bleiku KithcenAid.


Játs sá stóri og langþráði draumur rættist á árinu að ég gerðist stoltur KitchenAid eigandi.


Þau voru ófá deitin á Austurlandarhraðlestina með þessum.. sakna þess :*


Ég fór aftur á svið eftir árspásu og keppti í módelfitness, flokki sem ég hafði ekki keppt í frá 2011, þess á milli var ég að keppa í fitness (flokkur sem krefst meiri vöðvamassa).
Stór skref tekin og mikill lærdómur sem hampaði mér 3.sætinu í mínum hæðarflokki.
Virkilega ljúf tilfinning og stór persónulegur sigur í hjartanu :)


Enda þetta á þessari mynd þrátt fyrir að þær gætu verið endalaust fleiri því ég elska að taka myndir og eiga til minningar.
Eitt það stærsta sem ég gerði á seinasta ári var forsíðuviðtalið mitt í Lífinu sem fylgir Fréttablaðinu, þar deildi ég alþjóð ýmsu um sjálfa mig.
Var með hjartað í buxunum þegar ég hljóp niður að sækja blaðið í póstkassann en er virkilega sátt og stolt með mitt.

Það sem stendur einnig upp úr á seinasta ári er mikil gleði yfir því hvað facebook síðan mín, bloggið mitt og Instagram hafa dafnað.
Þá ber helst að nefna mataralbúmið mitt sem ég deili ýmisskonar hollustu í bland við óhollustu (must fyrir sálina líka hehe).
Og er ég svo innilega þakklát fyrir það hversu mikil virkni er á þessum miðlum og hversu margar eru að fylgjast með mér.
TAKK ómetanlega frá mínu hjarta <3
Set stefnuna á enn meiri snilld á komandi ári sem ég deili með ykkur að sjálfsögðu.

 Ég er farin að blogga yfir mig en mig langar svo að loka þessari færslu með mínum þremur efstu markmiðum fyrir komandi ár.
Erfitt að velja bara þrjú sem standa upp úr af öllum þeim sem ég hef skrifað aftast í dagbókina mína.
Ég þurfti mikið að leggja höfuðið í bleyti og er enn að bæta við listann og það voru ófá kommentin í leiknum mínum sem voru hvatning fyrir mig.
Leikurinn er í fullum gangi á likesíðunni minni HÉR.
(ekki gleyma að taka þátt, drögum á morgun)

1. KAUPA MÉR ÍBÚÐ
Þetta er alveg efst á mínum lista í lífinu og set ég stefnuna á að tækla þetta mikla og stóra verkefni fyrir lok ársins 2015.
Eftir að ég flutti aftur í foreldrahús eftir sambandsslit hef ég lifað in the comfort zone en núna er tími til að þroskast og ég þarf líka mitt eigið eldhús fyrir elsku KitchenAidið mitt.

2.EKKI GLEYMA AÐ ELSKA SJÁLFA MIG // VERA JÁKVÆÐ
Ég er alveg minn stærsti gagnrýnandi og gleymi oft að sinna sjálfri mér og elska sjálfa mig, þess vegna er þetta og mun alltaf vera mitt kombó fyrir sálina..
Með jákvæðnina frammi fyrir sér er allt hægt !

3. GERA MEIRA MEÐ FJÖLSKYLDU OG VINUM OG STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMAN
Ég er svo þakklát fyrir fólkið í kringum mig og langar til að eiga fleiri skemmtilegri stundir með því.. það er ekki gott að vera of mikið heima í kósýfíling..
Þess vegna segi ég þetta með að stíga út fyrir þægindaramman og klæða mig upp og gera hluti.. hana nú ! haha :D

Læt þetta gott heita í bili.. þangað til næst.
YKKAR EINLÆG
LOVE ALE <3