5.6.14

Ræktarplaylistinn @the moment !!

Ég hreinilega elska tónlist !!
Veit fátt betra en að blasta henni í bílnum ein með sjálfri mér, eða jafnvel hinum hlutanum mínum (síamssystir minni) og syngja hástöfum eins og brjálæðingur!! :)

Ég myndi segja að smekkurinn minn sé mjög fjölbreyttur og oft er það svona lag og lag sem heillar mig, ekki eitthver ein týpa af tónlist.
Fer í raun allt eftir hvernig fíling ég er í.
Ég fæ svo reglulega æði fyrir einu lagi sem ég get spilað endalaust, þangað til að nýtt lag tekur við að sjálfsögðu, þá fer það á repeat í staðinn hehe..

Mér finnst líka svo gaman að spá í textum og kann þá yfirleitt utanaf.
Það er líka svo fyndið hvernig maður getur tengt lög við tilfinningar, lög sem maður elskaði á einhverju tímabili,tengjast við það sem maður upplifði á þeim tíma.
Jebbs ég er smá tónlistarlúði ef svo má að orði komast!
Og ætla því að deila með ykkur ræktarplaylistanum mínum þessa stundina.
Hann er breytilegur eftir því hvernig fíling ég er í og stundum dúkka gömul lög upp á yfirborðið þegar þau hafa fengið smá hvíld haha :)

Ætla bara henda inn nokkrum klassískum með þessu nýja.
Ef þig langar að hlusta á lagið getur þú ýtt á nafnið á laginu, þá færðu tengil á lagið á youtube.


Þetta lag er algjör klassík hjá mér, hlusta bara á það þegar ég vil spretta á brettinu og kalla ég þetta hlaupalagið mitt !

2. MOSS // GUSGUS
Veit ekki af hverju en þetta dúkkaði upp á playlistanum mínum um daginn og þetta lag lætur mig bara langa til að djamma og dansa haha..

Þetta lag er ofur á stígvélinni, þetta er svona eitt af þessum pepp lögum !!
Vildi óska þess að það væri lengra :)

Það er bara geggjað að smella þessu á seinustu mínúturnar í brennslu, ég gleymi mér stundum og er langtum lengur en ég ætlaði mér til að klára að hlusta haha

Þetta dólaglag er svo mikil snilld þegar maður dettur í zone í brennslunni haha

Þetta lag er bara svo kúl eins og nafnið segir ;) .. get alveg gleymt mér í fíling við það.

Eitt af þessum fílings lögum !

Eitt af þessum fílings lögum, sem mig langar helst bara að syngja með í ræktinni.

Kemur mér alltaf í gott skap, það er eitthvað svo hresst en samt svo nett í leiðinni.

10. JANÚAR REMIX 2012 // DJ ÓLI GEIR
OK svolítið langsótt en ég elska einn bútin úr þessu remixi þegar ég tek brennslu.
Byrjar á sirka 34 mín og endar í kringum 37:30.. haha

Þetta lag er bara svo eitthvað, fíla það

Þetta lag er bara svo nett :)

Þetta er gott peppunarlag !

Geggjað að hlaupa við þetta, byrjar rólega en magnast svo alltaf meira upp.

Nettuð útgáfa af flottu lagi

Læt þetta gott heita í bili, þarf sko að eiga eitthvað inni ef ég geri þetta reglulega ! :)
Vonandi nýtist þetta fyrir ykkur hina ræktardurgana haha

Ykkar einlægi ræktardurgur og tónlistarnölli með meiru
ALE
<3

2 ummæli:

  1. Úúú ekki leiðinlegt að fá ný lög á ræktar playlistann, takk fyrir þetta ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Það var nú lítið Jónína, reikna með að þú takir á því með lögin í botni :D dugnaðarforkur !!

      Eyða