14.7.14

Döðlugottið level 3

Það er komin svo mikil pressa á mig með döðlugottið frá mínum nánustu að ég sé fram á að ég komist ekki upp með það um helgar að sleppa því að baka þessa dásemd !
Eins og ég sagði frá í seinustu færslu var stefnan sett á að gera hana enn meira djúsí en Marsútgáfuna um daginn, fyrir eðalmatarboð í vændum um helgina ásamt fleira gúrmi.

Ég hafði lofað því fyrr á árinu að baka bláa Hello Kitty handa kærasta Helen vinkonu minnar, honum Gísla.. betur þekktur sem Ofurgísli og einn massaðasti maður landsins. Slíkt loforð var því ekki annað hægt en að standast, enda er ég manneskja minna orða.
Ég bað þó um boð í grill í skiptum fyrir bláu Kitty og létum við slag standa um helgina.
Matarperranum í mér var svo sannarlega skemmt enda svo ótrúlega gaman að koma saman í góðra vinahópi, elda góðan mat, njóta og hafa gaman.

Í þetta skipti fékk ég aðstoðarmann með mér í þetta mission og kom Ástan mín til mín og bakaði með mér döðlugott og bláa OFUR Kitty !
Takk fyrir hjálpina elskuleg :*Við í gírnum !

Á laugardagskvöldinu hittumst við vinkonuhópurinn og uppáhalds ræktardurgarnir mínir (Ásta, Helen og Ísa) ásamt Ofurgíslanum sem mundaði pizzunar eins og hann hefði ekki gert annað með góðri aðstoð frá frúnni sinni og mér.
Enduðum með eitt girnilegasta og massaðasta matarboð sem sögur fara af, 7 grillaðar pizzur, Kitty og döðlugott.. whatacombo!
Ótrúlega ljúft og gott kvöld sem mér þykir ekkert smá vænt um <3
Við þurfum klárlega að hafa þetta reglulegt thing hjá okkur.Uppskriftinni af þessari döðlugott snilld deili ég að sjálfsögðu með ykkur hér.
Hún inniheldur sem sagt Mars og Milky Way, en þau súkkulaði eru bæði með svona geimnöfn þannig hér með fær þetta döðlugott heitið:

 
GALAXY DÖÐLUGOTT
 • 600 g döðlur saxaðar smátt
 • 250 g smjör
 • 120 g púðursykur
 • 5-6 bollar rice crispies
 • 600 g Nóa konsúm súkkulaði (fínt að miða við 400 g, ef þú vilt ekki of þykkt lag ofan á)
 • lítil Mars stykki söxuð smátt
 • stór Milky Way stykki söxuð smátt

 1. Smellti döðlunum, smjörinu og púðursykrinum saman í pott (ekki mjög háan hita).
  Bræddi þetta saman þangað til að þetta var orðið eins og karamella.
 2. Tók þetta svo af hitanum og leyfði að standa í smá stund áður en ég blandaði Marsinu, Milky Way og Rice Krispies við (gott að hræra hvern bolla í einu, svo þetta fari ekki allt út um allt)
 3. Þegar ég hafði hrært þessu saman setti ég þetta í bökunarform og leyfði að standa í smá.
 4. Súkkulaðið bræddi ég yfir vatnsbaði og hellti svo yfir blönduna og dreifði yfir með sleif.
 5. Að lokum þarf að smella þessu í frystinn og leyfa því að vera þar þangað til súkkulaðið er orðið hart.
Svo er bara að taka úr frystinum skera í bita og njóta  í botn.
Marsið gerir þennan gúrmei karamellukeim af döðlugottinu og Milky Wayið enn meira !! :)

Þeir sem fengu smakk af dýrðinni sögðu þetta toppa Marsdöðlugottið og gott betur, svo þetta verður klárlega gert oftar.
Svo luma ég á fleiri spennandi uppskriftum sem ég ætla deila með ykkur í vikunni..
Stelpan er onfire þessa dagana.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

3 ummæli:

 1. omy omy ! ég sem mikill aðdáandi rice crispies kaka og döðlugotts þá verð ég að prófa þessa uppskrift næstu helgi :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Þú verður !!!
   Og svo segja mér hvernig smakkast, er spennt að heyra :D
   kv.Ale :*

   Eyða
 2. Væri rosa til í að sjá uppskrift af Hello Kitty kökunni líka! Lengi búin að crave-a að prófa að gera hana :)

  Kv. Guðrún

  SvaraEyða