26.10.16

New in frá Wodbúð og afsláttarkóði


Eitt af því sem peppar mig áfram á æfingar er nýr æfingarfatnaður. Það er bara einfaldlega þannig að það er miklu skemmtilegra að taka æfingar í fínum fötum eða réttar sagt fötum sem að manni líður vel í. En ég geri það fyrst og fremst fyrir sjálfa mig og mína sál en ekki aðra.
Ég var einmitt að bæta við buxum í safnið sem mig er búið að langa í síðan í ágúst. Þær heita Cirkus og eru frá merkinu Aimn og fást í Wodbúð.


Ég er mjög "picky" þegar það kemur að æfingabuxum eins og flestar stelpur. Ég klæðist ekki æfingabuxum nema þær séu highwaist og ekki með teygju sem þrengir að í síðuna. Þá vil ég einnig að buxurnar séu þægilegar í notkun og að það sjáist ekki í gegnum þær. Þess vegna er ég mjög hrifin af bæði Aimn og icaniwill buxunum sem fást hjá Wodbúð þar sem að þær standast mínar kröfur og ekki skemmir að þær eru til í virkilega flottum litasamsetningum. Ég á það meira segja til að nota þær sem leggings dagsdaglega við síða boli og hvíta high tops sneakers.
Þá eru karlmanns fatnaðurinn hjá þeim ekki síðri og í miklu uppáhaldi hjá kærastanum mínum.
Viðurkenni að mig langar samt alltaf í fleiri þó svo að safnið mitt sé mjög gott.


Buxurnar hef ég bæði fengið að gjöf og keypt mér sjálf

Í tilefni þess að ég er mikill aðdáandi ætlar Wodbúð að veita ykkur 15% afslátt af öllum fatnaði út 30.október. Mæli með að skoða úrvalið á wodbud.is . Pöntunin þarf að fara fram á netinu svo að þú getur nýtt þér kóðann og eru þeir svo með fría heimsendingu á vörunni.

Afsláttarkóðinn er alesif 

Njóttu vel
Ale Sif 

0 ummæli:

Skrifa ummæli