1.11.16

Möndlusmjör ala Linda


Eitt besta sem ég veit er að fá mér heimagert möndlusmjör ofan á Ale hafraklatta. Klattinn verður dísætur og má helst líkja honum við hollari útgáfu af snúð.Seinasta árið hefur yndislega vinkona mín séð mér fyrir möndlusmjöri svo það sé ekki skortur á heimilinu. Hún líka kom mér á þetta blessaða smjör og það var bara ekki aftur snúið eftir það. 
Við settum því upp skiptidíl.. hún gerði möndlusmjör fyrir mig og ég bakaði "original" Ale hafraklatta fyrir hana í staðinn.

Mig langaði svo til þess að prufa að gera smjörið sjálf þannig að ég keypti mér matvinnsluvél og hef verið að gera möndlusmjör reglulega og deila á Snapchat. Ég fæ stundum fyrirspurnir um smjörið og því tilvalið að setja það í færslu þar sem ég er byrjuð að blogga á nýjan leik.

Það sem þú þarft:
-Poka af möndlum
-Bökunarpappír
-Matvinnsuvél eða blender 
-Smá salt gerir gæfumun

Aðferð:
Möndlurnar eru settar á ofnskúffu með bökunarpappír undir. Best er að baka þær í sirka 8 mín (gott að stilla klukkuna) á 180 gráðum. Þá tekur þú þær úr ofninum og lætur þær standa í sirka 5 mín áður en þú setur þær í blender eða matvinnsluvél. Það þarf að leyfa vélinni að vinna möndlurnar í smá tímá tíma til þess að þær að smjöri. 
Mér finnst einstaklega gott að setja dass af saltflögum út á til þess að gera möndlusmjörið extra djúsí.
Gott er að láta það standa örlitla stund áður en að það er sett í krukku og ekki setja lokið á strax, heldur leyfðu því að kólna.Njóttu vel,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli