9.7.14

frí, lúxusvandamál og tónlist

Mikið er tilvalið að koma með smá færslu svona í tilefni dagsins og svona því ég er bara on fiiiiire í dag.
Er að fara detta í vinnuzone round two !

Svo fyndið hvernig vikurnar geta verið mismunandi hjá manni.
Veit ekki hvað er með mig þessa vikuna en ég er alveg ofvirk, kem svo miklu í verk að ég er að eeeeelska það
<3
Þurfti án gríns að rífa mig með herkjum frá tölvuskjánnum og vinnunni áðan svona til að fá tilbreytingu í daginn og smá útrás..
Var innilega ekki að tíma því, en það er alltaf jafn ljúft þegar maður mætir og tekur hressilega á því, svo er líka það jákvæða að ég hitti fólk en er ekki með augun límd við tölvuskjáinn .. já eða rassinn við sætið !! haha :)


Eftir alla þessa sólarlöngun í seinustu fór ég að huga að sumarfríi í allri gleðinni.. og þá í alvörunni fríi !!
Sem sagt ekki taka vinnuna með mér í fríið mitt eins og ég hef gert síðan ég byrjaði hjá Betri Árangri fyrir fjórum árum og alltaf er sama niðurstaðan...
Ég tími ekki að skilja við alla kúnnana í tvær vikur, þrátt ég viti að þær verði í góðum höndum hjá Katrínu.. mér bara þykir svo vænt um þjálfunina og það verður skrítið að hafa ekki neitt fyrir stafni..
En ég er að peppa upp í mig kæruleysið og hver veit nema ég verði flippkisi og lengi "sumarið" hjá mér.


Þarf svona kút og hjartagleraugu í það mission það er KLÁRT :D

Ég er annars búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég þarf að fara að gifta mig..
Alltof mikið sem ég kreiva sem maður fær yfirleitt í brúðargjöf.. þannig þetta væri frábær lausn á þessum lúxusvandamálum mínum.
Ég sem sagt þrááái safapressu helst í gær, eftir að ég smakkaði safa í kaffiteríunni í Laugum get ég ekki hugsað um annað, eitt uppáhalds núna !Safinn ber heitið Gleðisafi (þess vegna er ég svona glöð og dugleg.. djók)
En hann sem sagt inniheldur appelsínu, sítrónu og grænt epli.. c-vítamínbomba ! :)

Gæti græjað mér hann alla daga og svo er náttúrlega hægt að gera fjöldan allan af ýmisskonar söfum, held ég myndi ekki eiga erfitt með að prufa mig áfram.. ungfrú matgæðingur með meiru.Svo náttúrlega er ég óð í að baka en á bara handþeytara.. hvað er það!? 
Því er þráin fyrir bleikri Kitchen aid er alltaf til staðar..


WELL HELLO there BEAUTIFUL!

Er einmitt að fara detta í bakstur fyrir svaðalegt matarboð sem mun eiga sér stað næstkomandi laugardag.
Spennan er rafmögnuð, þar verða nokkrir ofurræktardurgar samankomnir í grillaða pizzu og gúrm ala Ale, þetta verður eitthvað !

Stefnan er að prufukeyra nýja útgáfu af döðlugotti og sömuleiðis nýja útgáfu af Hello Kitty kökunni frægu...
Að sjálfsögðu verður þetta allt skjalfest og deilt með ykkur kæru lesendur mínir.

Þannig stay tuned, ég er ofurspennt að detta í þessu bakstursmission víjj :)

Annars er ég að spá í að smella mér í vinnugírinn og fara yfir eins og nokkrar matardagbækur og mögulega græja örfá æfingaplön í leiðinni.. újé

Annars eitt enn..
Ákvað um daginn að setja saman playlist á
youtube sem ég hlusta stundum á í vinnunni, með þeim lögum sem ég fíla at the moment, þar sem ég er oft að pósta lögum á facebook og er tónlistarlover með meiru.
Það er mjög mimsunandi hvað ég hlusta á í vinnunni, ræktinni og á djamminu.. allar gerðir sem komast að, en í vinnunni finnst mér langbest að hafa svona þægilega og kósý tónlist í undirspili.
Get reyndar ekki alltaf hlustað á tónlist þegar ég þarf að einbeita mér geðveikt mikið því ég fer bara óvart að syngja með lögunum og held engri einbeitingu ! haha
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á, þá deili ég playlistanum með HÉR .
Er alltaf að bæta við hann :)

Allavega þangað til næst
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

 1. Haha ert svo mikið krútt ! :)
  Átt skilið frí, en ekki allt of langt frí því við (ég) þurfum á þér að halda <3

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahaha ég er meira lúði held ég, en ég held ég geti topps viku án vinnu.. kv sú sem heldur að hún sé ómissandi

   Eyða