6.7.14

Tími til kominn á smá bloggfærslu

Það hefur verið eitthver óttalegur dólgur í mér síðustu vikuna og ég hef lítið verið peppuð fyrir að smella í eitt stykki gúrmei blogg eins og mér einni er lagið.

Það er eitthver lífsbugun í gangi, þar sem sumarið sem ég reiknaði með hefur nefnilega ekki enn komið og sit ég því með sárt ennið eins og flestir íslendingar sem þurftu að fara út í úlpu núna síðustu daga.. hvað er að frétta!?!
Þetta er bara eins og fínasti októbermánuður hér í júlí.. þvílík gleði.

Það kemst því fátt annað að þessa dagana en útlandakreiv á háu stigi í slökun fyrir komandi átök vetursins, en það er smá trikkí að fá partner in crime í þetta mission.
Þegar maður er komin á þennan aldur og flestir með börn, kærasta eða eiginmenn í kringum mann.
Ég reyndi einmitt að lokka Láru vinkonu mína memm, en við framlengdum "sumarið" í fyrra og fórum til Krítar í byrjun september, eitt það ljúfasta sem ég hef upplifað.. fyrir utan USA væntanlega, slæ hendinni aldrei á móti því.


Elafonisi á Krít í fyrra.. HEAVEN <3

Ég er svo fyndin !
Af því að ég er að tala um að kreiva eitthvað, þá kreiva ég reyndar eitt annað líka sem ég get ekki hætt að hugsa um.. stundum fær maður svona flugu í hausinn og þá þarf hún helst að framkvæmast í gær.
Við stelpurnar elskum lagið Hideaway með Kiesza og ein gellan þar sem er að dansa er í svo nettum rauðum Reebok skóm.. I WANT og líka svarta.
Ætlaði að panta mér á netinu og þá er bara hægt að panta til USA..vesen.


Ég veit ekki alveg við hvað ég ætla nota þá en þeir eru bara eitthvað svo kúl :D
Rauður er svo klassískur litur.. maður getur eflaust sett saman eitthvað nett outfit við.

Keypti mér einmitt að ég held fullkomna rauða naglalakkið á dögunum, mér er ekki treystandi í búðir til að kaupa einn hlut því þeir enda alltaf um tíu talsins.. fór að kaupa krem fyrir tattoo sem ég fékk mér um daginn og tala nánar um fyrir neða,n en endaði með tvö naglalökk, naglaþjöl og ég veit ekki hvað.
Er mjög spennt að prufa þetta rauða lakk, hef bara ekki komið mér í það.
Það er sem sagt í nýju línunni frá OPI og heitir
Coca Cola red.


Með tattooið annars..
Maður fær alltaf einstaka sinnum hugmynd af einhverju tattooi sem manni langar í en svo læt ég aldrei verða af því.
Er með tvö sem ég fékk mér fyrir mörgum árum, frekar lítil og pen, en mér þykir óendanlega vænt um þau, því þau standa fyrir ákveðnu fyrir mig í lífinu, eins cheesy og það hljómar !
Við systurnar höfum lengi talað um að fá okkur svona lítið og krúttað systratattoo en aldrei eitthvað fundið neitt sem okkur líkaði fyrr en um daginn þegar ég var að fletta á
Pinterest, við ákváðum að láta slag standa og fengum tíma viku seinna hjá henni Ólafíu á Reykjavík Ink og erum því allar með sitthvort hjartað.
Ég valdi hinsvegar að fá aðeins minna en þær tvær.



Finnst svo ómetanlegt að eiga þessar tvær að og þykir ekkert smá vænt um hversu nánar við erum, þar sem það er oft ekki algengt hvað systikini varðar.
Við erum eins ólíkar og hugsast getur og rífumst því eins og hundur og köttur en elskum hvort aðra samt í döðlur haha
<3

Eins og ég sagði frá í seinasta bloggi ætlaði ég að gera pimpaða útgáfu af Döðlugotti sem er svoleiðis búin að slá rækilega í gegn.. fór inn á bleikt.is og fólkið sem hefur smakkað ekki búið að tala um annað, fékk alveg 10 í einkunn.
Langar að prufa eitthverja aðra pimpin útgáfu og henda í hafraklatta og fleira spennandi þegar ég hef tíma til og deila með á likesíðunni minni.

Svo er líka fullt skemmtilegt og spennandi framundan.
Vona að þið sem lesið séuð ekki búnar að gefast upp á mér.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli