15.6.14

bloggfrestunaráráttan mikla

Ég var að fara klukka mig út úr vinnunni á þessu fínasta sunnudagskvöldi en hugsaði svo með sjálfri mér....
,,Ungfrú Alexandra Sif Nikulásdóttir nú setur þú enda á þessa frestunaráráttu þína að blogga "
Þannig hér sit ég enn við skjáinn, byrjuð að rita niður í eitt stykki færslu,veit í rauninni ekki um hvað ég er að fara skrifa þar sem ég er með valkvíða á háu stigi og er mikiðmikiðmikið brainstorming í gangi haha :)

Það er sjaldan sem ég sit á rassinum og hef ekkert fyrir stafni og er alveg ótrúlega gaman hversu mikið er að gera hjá
Betri Árangri, þrátt fyrir að sumarið er sá tími sem flestir hætta að mæta í ræktina og svo er nóg að gera í förðunum þar sem útskriftir, brúðkaup og annað er í hámarki.. byrjaði klukkan sex í gærmorgun að farða !
Er komin með góðar myndir sem ég get sett saman í blogg og tekið fram hvaða vörur ég er að nota.. spennandi.

En játs það sem er svona helst í fréttum er hvað ég er ánægð að fá hana
Katrínu aftur á fullt í vinnuna og á æfingar með mér.
Höfðum ekki mætt saman í ár vegna þess að hún var búin að vera ólétt, en höfum nú verið að mæta ásamt Magga og það er ekkert gefið eftir enda stöðugt hægt að vinna að skrokkabætingum !



Sameinaðar á ný <3

Við erum líka búnar að vera OFUR duglegar að pósta inn allskonar shjeikum, uppskriftum og þekkingu á facebookið hjá Betri Árangri, þar sem við erum með endalaust af hugmyndum sem við erum að koma í verk, matarhugmyndum í mataralbúm og þekkingu sem við viljum deila með þeim sem hafa áhuga á.
Hægt er að fylgjast með því öllu saman HÉR.

Og svo er ég líka dugleg að pósta inn reglulega matarhugmyndum í mataralbúmið mitt á likesíðunni minni, ásamt makeupmyndum og allskonar visku HÉR
Mæli með því að fylgjast með þar líka því að mig langar til að setja margt í blogg, en það er svo auðvelt að smella inn spontaneous myndum og smá texta t.d. í gegnum instagram, á veginn eða í albúm.
Er til að mynda nýlega búin að setja inn snilldar uppskrift af tortillapizzu (nýjasta uppáhalds), Amino Energy sumardrykki, flatkökukombó og fleira skemmtilegt.
Tjékk it out !

Er að hugsa að fá mér kvöldmat og setja stefnuna á markmiðablogg, förðunarblogg og ekki láta svona langan tíma líða á milli blogga (þetta er markmið mitt fyrir bloggið haha).. Væri helst til í að smella þessu öllu í eina færslu núna, en þá yrði ég líka fram á miðnætti.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli