17.6.14

Að setja sér markmið

Er eitthvað sem ég tala mikið um hér á blogginu !
Tel mig nú samt ekki vera neinn snilling í því, en mér finnst það góð leið til að hvetja sjálfa mig áfram og hafa eitthvað til að stefna að :)
Ef ég hef ekki eitthvað fyrir stefnu verð ég hálf eirðarlaus, en svo er líka mikilvægt að hafa ekki of mikið fyrir stafni og gleyma því að njóta líka, það vill stundum gleymast í allri gleðinni.

Fékk ábendingu um að skrifa markmiðablogg og er mikið búin að velta því fyrir mér hvernig ég get komið orðum að því og hvað það gerir fyrir mig að setja mér markmið án þess að virka líka sem versta nörd, en það verður að hafa það! hehehe
Svo er náttúrlega mismunandi hvað hentar hverjum og einum.

Þannig hér kemur þetta.. ykkar einlæg að opna sig..

Það er í rauninni einn staður where the
magic happens !!
Jább... í lúðalegu dagbókinni minni & skipulags bókinni minni.
Hef einhvern tíman nefnt þetta hér áður, ef það væri ekki fyrir þessar tvær þá myndi ég gleyma helminginum af því sem ég plana.



Hvar skal byrja....

Fyrir nokkrum árum upplifði ég þannig tíma að ég var frekar lost með hvað ég vildi gera með framtíðina, komin með ógeð af því að vera í skólanum og ég veit ekki hvað..
Ég ákváð að ég þyrfti nú að fara taka einhverja almennilega stefnu í lífinu og íhuga hvað ég vildi gera með framtíðina, tíminn er svo lúmskt fljótur að líða.

Ég fór út í búð og keypti mér eitt stk dagbók, hysjaði upp um mig buxurnar og setti allt á fullt og hef í rauninni ekki stoppað síðan þá og þess vegna varð þetta bara eitt af því sem ég geri alltaf ár hvert til að skipuleggja mig og skrá mín markmið.

Frá því þá hef ég verið formaður nemendaráðs í menntaskólanum mínum, verslunarstjóri í Make Up Store, keppt á ýmsum fitnessmótum með nokkuð góðum árangri, útskrifast sem einkaþjálfari, útskrifast sem stúdent og svo mikið mikið meira :D
Og tala nú ekki um að ég er stöðugt að læra að verða betri útgáfa af sjálfri mér að innan sem utan, en það er markmið sem ég mun ávallt hafa í lífinu.

En áfram með markmiðasetninguna..

Í upphafi hvers árs skrái ég markmið fyrir árið (
langtímamarkmið) aftast í dagbókina mína (eins gott að ég týni henni ekki) það yrði mögulega social suicide.
Sem sagt bara markmið um allt sem mig langar til að gera á komandi ári.. t.d:
*Hvað mig langar að bæta varðandi formið mitt
*Hvað mig langar að gera varðandi vinnuna og lærdóm
*Hvaða mót mig langar að stefna að og svo framvegis...

Svo finnst mér stundum gaman að setja mér markmið hvern mánuð fyrir sig (skammtímamarkmið) sem eru mjög mismunandi og mishlægileg.
Mér finnst svo gott að skrá þau niður og geta svo krotað yfir þau ef þeim er náð, þetta er stundum ekkert merkilegt, eitt markmið júnímánuðar er t.d. að fara LOKSINS með bílinn minn í þrif, þegar kemur að því að sinna bílnum mínum er ég með frestunaráráttu á MJÖG háu stigi og algjör haugur..

Ég er svo alltaf að brainstorma þannig ég skrifa stundum niður ef ég fæ góðar hugmyndir með þjálfunina, síðuna, bloggið og svona, þannig þær gleymist ekki.

Í dagbókina mína skrái ég svo niður ef ég er með bókanir í förðun, ef ég þarf að panta tíma hjá lækni, hvort ég þurfi að fara í búðina og svona því ég er alveg hræðileg í að gleyma svona hlutum.

Eins og heimurinn er orðin tæknivæddur þá finnst mér LANGbest að skrifa þetta því þannig man ég hlutina betur.
Þegar ég er að læra undir próf finnst mér það líka mesta snilldin, held ég muni aldrei geta tamið mér það að skrá eitthvað svona niður í tölvu eða símann.

Eina sem mér finnst gaman að gera í tölvunni og símanum er að nota desktopið sem pepp.. og bendi ég oft á það í þjálfuninni.
Að setja þá mynd af einhverju tengt því formi sem þig langar til að vera í, bikini, mynd af einhverjum flottum líkama eða slíkt.. þannig ertu stöðugt að minna þig á það sem þú ætlar að stefna að.
Vonandi nýtist þetta eitthverjum til þess að setja sér markmið fyrir framtíðina.
Og ekki gleyma að gera þetta fyrir þig og engan annan.
Virkar allavega fyrir leppalúðan mig :)

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli