25.6.14

Mission completed og meira til

Undur og stórmerki gerast enn !! ÓJÁ

Í  markmiðablogginu mínu hérna um daginn nefndi ég hversu mikill haugur ég væri gagnvart öllu sem tengist bílnum mínum.
Ég varð svo peppuð eftir skrifin að ég bara
VARÐ að standast markmið júnímánuðar og viti menn.. ég undirrituð fór með bílinn minn í alþrif og fyllti á tankinn í fyrsta skipti frá því ég keypti hann.


Þetta afrek þurfti vissulega að taka mynd af því annars hefði ekki nokkuð sála trúað mér (sérstaklega ekki hann faðir minn, enda fékk hann myndina sérsenda í smsi).
Ég neita því ekki að það vottar fyrir smá stolti hérna megin OG ég vil meina að með þessu hafi ég tekið eitt stórt skref í áttina að því að fullorðnast meira haha..

Hvað sem því líður þá ætlaði ég eiginlega að gera förðunarblogg sem ég er búin að huga að í smá tíma, en ég held ég þurfi eiginlega að bíða með það því að þegar ég byrja að skrifa er stundum no turning back, alltaf svo miklar pælingar í gangi !!
Förðunarbloggið mætir í staðin FERSKT í lok vikunnar.. verð að vera duglegri að setja inn styttri færslur :)

Mér finnst oft gleymast í öllum fitnesshugleiðingum og mótarundirbúningi að njóta þess að vera til og hafa gaman með vinum og þeim sem standa manni næst.
Síðan ég ákvað að taka mér pásu eftir mótið í nóvember, er ég einmitt búin að vera gera það og er það er alveg virkilega dýrmætt :)
Þegar markmiðið er að stefna á eitthvað mót er hugurinn alltaf þar inn á milli og oft vill maður ekki skemma fyrir árangrinum og ég er svo ofurfókúseruð og vill alltaf mæta sterkari til leiks á hvert einasta mót sem ég tek mér fyrir hendur.
Stundum hugsa ég að það sé alveg óþarfi að stíga upp á sviðið, frekar bara að vera í formi allan ársins hring og halda áfram að kenna öðrum.. en ég viðurkenni að tilfinningin við að stíga upp á sviðið er svolítið mikið skemmtileg, þannig ég mun klárlega gera það í náinni framtíð.
Ég held ég geti fullvissað mig samt um það að stefnan verður þá sett á bikiniflokk þar sem að ég er varla helmingurinn af því sem ég var fyrir bara hálfu ári síðan og er eiginlega í andlegu sjokki þegar ég ber saman myndir af mér frá því fyrir ári síðan og núna.





Í fyrra



Núna er aðeins minni þykkt í höndunum og svona.
En maður lítur bara á jákvæðu hliðarnar í öllu og ég hef allavega prufað að vera massaðri líka...
Er ekki frá því að ég fíli mig betur svona nettari OG það gefur mér meiri valkosti á því að klæða mig því að stundum voru hendurnar hálf trukkalegar haha :D


Í tilefni þess að ég var að tala um að njóta, þá var þessi helgi svo sannarlega ljúf og klárlega ein af þeim sem mun sitja í minningunni leeeengi..
Byrjaði föstudaginn á að baka dýrindis döðlugott eftir að uppskriftin var búin að poppa upp svona 10 x í newsfeedinu mínu og nánast segja mér að baka sig.
Deildi þessu einmitt svo á likesíðunni minni HÉR, en uppskriftinni deildi ég frá www.gigjas.com kom mér á óvart hversu einfalt það er að græja þetta!




Núna þarf ég bara að mastera hvaða súkkulaði er best ontop !
Og svo langar mig að prufa að pimpa þessa útgáfu aðeins meira upp.. svo STAY TUNED.
Ég slefa eiginlega bara við hugsunina um að baka þessa dýrð meira djúsí haha

Á laugardaginn var svo tilefni til þess að djamma, þar sem ein af okkar bestustu kom heim frá USA eftir 3 mánuða dvöl þar á Florida.
Ástan okkar <3


 
Við stelpurnar byrjuðum kvöldið saman áður en leið okkar lá niður í bæ á Sushi Samba og þaðan á djammið og joinaði yngsta systir okkar Ísu þangað, enda aldrei dottið í djammdólgin saman...
VÁ sko þetta kvöld var alveg geeeeðveikt og fyllti vel á gleðibankann !!
Ég og Viktoría yngsta systir mín enduðum kvöldið á því að versla okkur flatkökur, hnetubar og annað misgáfulegt í 10/11 ásamt því að deila taxa með stelpum sem voru með okkur í grunnskóla og deildum með okkur snúllum (orð yfir snúð).
Ég get ekki annað en hlegið við að hugsa til baka, þetta var svo fyndið og steikt.

Þetta verður endurtekið bráðlega !! :D




TAKK SVO MIKIÐ elsku stelpur <3


Annars er ég heldur betur svekkt út í vinkonu mína, þessa gulu á himnum ofan.. hvar er hún?!
Ég þrái sól og gaman !!
Það er bara orðið þannig að maður fær ekki slíkt nema hoppa eitthvert erlendis.
Vill einhver bjóða mér með sér til útlanda takk?? :)






Annars er fulltfullt framundan..
Læt þetta gott heita :D

Þangað til næst
LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli