29.5.14

úr einu í annað, shjeikar og meira til

Gleðilegan frídag góðu hálsar !! :)

Við Katrín þekkjum ekki alveg þessa frídaga í miðri viku,vorum að klára vinnudaginn og sitjum hér ferskar á elskulegu skrifstofunni okkar.. sem er btw orðin það kósý að ég gæti hreinlega bara flutt inn .. loveit.
Eina sem mig vantar hingað núna er sturta eða jafnvel bara uppblásin sundlaug (sturtan nefnilega aðeins meira vesen að græja ) og þá þyrfti væri ég bara með fínasta heimili hérna.

Erum svo myndarlegar með eintóma hollustu í skápunum, tjaaa fyrir utan sitthvoran nammipokan sem ég ungfrú matardagbók með meiru gaf leyfi fyrir að eiga í skápunum.
EN bara í algjörri neyð þegar við værum í algjörri vinnubugun og þyrftum að fá eitthvað sætt, við erum sem betur fer mannlegar líka.

Svo er hingað kominn eggjagræja til að harðsjóða egg og svala harðsoðnu eggjafettishinu mínu, ég bara verð að fá mér egg á dag svo gott !
Í seinustu viku bættist við Crosstrainer, dýna og fleira spennandi við allt það sem við vorum með fyrir.
Ætlum að koma öllu betur fyrir og birta svona myndir þegar þetta er orðið fullbúið hjá okkur.. gott að hafa svona kósývinnustað hinu megin við götuna frá heimilinu.


Eggjagræjan mikla, algjör snilld, mæli með því að eiga svona :)

Svo er ég alveg óð í tryllitækinu mínu og græja shjeika hægri vinstri sem við ætlum að vera duglegar að deila reglulega á facebook síðunni hjá Betri Árangri og facebook síðunni minni.

Settum inn tvo í vikunni, annan sem höfðar meira fyrir strákana og hinn fyrir okkur stelpurnar.
Ég er á fullu að skoða uppskriftir á netinu og prufa mig áfram.
Það er alveg ótrúlega mikið hægt að gera, en það sem mér finnst mikilvægt að spá í líka er hvað þú ert að setja í shjeikana.
Það er nefnilega ekkert mál að setja hinar ýmsu kræsingar ofan í og þetta lúkkar mjög lítið og hollt, en ef allt er lagt saman mjög hátt í hitaeiningum.
Þess vegna tökum við fram hitaeiningar og hvenær sé best að fá sér viðkomandi shjeik yfir daginn.



Bulkshjeik ala M.Bess, grjóthart!

Maggi rennur oft við á skrifstofunni og biður um einn hitaeiningaríkan þar sem markmiðið er að bæta sig fyrir komandi tíma.
Ég og Katrín erum öllu vanar þegar kemur að bulki eftir bulktímabilið mitt sem hún hafði yfirhendina á og ætlum því að vera duglegar í að halda Magga við efnið.
Ekki leiðinlegt mission :D


Bananashjeik fyrir okkur stelpurnar.

STAY TUNED ;)

Á milli þess sem ég vinn, græja shjeika og rækta líkama og sál í ræktinni er ég farðandi stelpur hægri vinstri þessa dagana, þar sem að útskrifir eru núna á hverju strái.
Fékk eina sæta til mín í gær og var svo ótrúlega ánægð með útkomuna að mig langaði svo til að deila með hér.
Íhugaði jafnvel að ég gæti reglulega fengið að deila slíkum myndum með ykkur og þá taka fram hvaða liti og vörur ég er að nota.
Ungfrú brainstorming þessa dagana haha :)



Dagný Rut stúdína !

Svo vil ég fara sjá meira af þessari gulu hér á klakanum.
Er svo spennt og peppuð fyrir sumrinu, vil sund, línó,
MIKIÐ af ís og gleðigleði.


Annars læt ég þetta gott heita í bili.
Allar hugmyndir um blogg vel þegnar, finnst svo gaman að fá svona ábendingar og sjá komment undir bloggin þegar ég lít við.

Eigðu góðan frídag og komandi helgi.
Þangað til næst
LOVE ALE
<3

8 ummæli:

  1. Ísabella29/5/14 20:42

    Það væri GEGGJAÐ að sjá förðunarblogg, t.d. uppáhalds förðunarvörur dagsdaglega og líka þegar þú ferð aðeins fínna. Mér myndi líka langa að sjá kannski gróf æfingaprógröm (þá hvaða daga þú ert að taka hvað) og alls kyns svoleiðis :) annars ELSKA ég bloggið þitt og bíð alltaf spennt eftir nýrri færslu!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæ Ísabella takkkkk svo mikið fyrir kommentið.
      Skal endilega taka þetta til mín og græja í komandi bloggum.
      Þykir ekkert smá vænt um svona falleg orð :*

      Eyða
  2. Má ég ekki leigja hjá þér skrifstofupláss!?

    SvaraEyða
    Svör
    1. JOINAÐU okkur SUNNI MINN <3

      Eyða
  3. Elska nýjar færslur frá þér!! Væri gaman að fá blogg um markmiðasetningu,hvernig maður setur sér markmið og fl. :) Væri líka gaman að sjá uppáhalds lögin þín í ræktinni,uppáhalds kviðæfingarnar þínar eða rassaæfingar :D

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæææ takk svo mikið fyrir að kommenta og kannski ég hendi bara í eitt stk blogg með eitthverju af þessu innan skamms stay tuned og takk fyrir hugmyndirnar <3

      Eyða
  4. Keep this up! Finnst gaman að lesa bloggið þitt, endilega vertu dugleg að henda inn millimáls tipsum og skemmtilegum uppskriftum, svo er alltaf gaman að skoða myndir :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Æjjj takk svo mikið Jónína mín.. skal vera dugleg að græja það :D smelli einni uppskrift í kvöld

      Eyða