25.5.14

Elskum árangur

Það er ekkert skemmtilegra og snertir hjartað jafn mikið en að fá að eiga þátt í bætingum sem eru ekki einunigs á líkamanum heldur á andlegu hliðinni líka.
Þessir tveir þættir spila og fylgja mjög náið saman ! :)

Minnir mig á eitt kvót fast á todolistanum mínum í vinnunni sem lýsir þessu vel:

-       You can hit the gym every day for the rest of your life, but unless you work out your mind, you wont get very far-

Þegar markmiðið er að komast í form er því gífurlega mikilvægt að huga að bættri andlegri líðan líka og setja sjálfa sig í fyrsta sæti, til þess að ná sem lengst.
Svo eru náttúrlega aðrir hlutir sem spila með eins og það að hugsa þetta sem lífsstílbreytingu ekki sem skammtímalausn, þannig verður mun auðveldara að viðhalda öllum árangri eftir að honum er náð.

Þegar ég tala um svona breytingar hef ég oft tekið systir mína sem dæmi þar sem ég er
SVO INNILEGA stolt af þessari elsku og ég skef ekki af því !

Það gladdi mig svo mikið að sjá mynd sem hún póstaði inn ásamt texta á facebook, sem hún svo gaf mér leyfi til að birta í þessu bloggi
<3


OK í fyrsta lagi er ekki vön að pósta svona en stundum þarf maður að peppa sjálfan sig! Og ég er ekki að sýna sixarann því hann er enn falinn en gleðin mín er fólgin í því að sjá litla mittið mitt vera að koma aftur hægt og rólega  @fitsuccessiceland #self#motivation #get #in #shape #fitlife #loveit #best#feeling #ever 

//@fitsuccesiceland er instagramið hjá Betri Árangri sem við erum með í vinnslu, endilega fylgið okkur :)

Loksins ákvað hún eftir að ég var búin að vera leiðinlegur tuðari og biluð plata, að huga að bættri andlegri líðan og hugsa þetta frekar sem lífsstíl, frekar en að reyna uppskera árangur helst í gær með mjöög hreinu mataræði.
Síðan í desember hefur hún því unnið að slíkum bætingum hægt og rólega mér til mikillar ánægju.
Enda leynir árangurinn sér svo sannarlega ekki, tæplega 10 kg farin og hellingur af ummálinu.. still going strong að sjálfsögðu.
Það er líka bara allt annað að sjá hana, hvernig henni líður og formið ! :D

Eins og ég sagði þá er ég svo stolt af henni og splæsti því í eitt væmið komment og fékk krúttlegt svar til baka þar sem hún þakkar mér fyrir að eiga þátt í þessum bætingum á sjálfri sér (hægt að lesa f. neðan ef ýtt er á myndina).



Málið er samt að hvort sem þetta sé systir mín eða einhver í þjálfuninni þá leggjum við bara línurnar, en erfiðið er svo í þeirra höndum.
Þetta sýnir svo og sannar það að góðir hlutir gerast hægt og það þarf ekki allt að gerast í gær.

Oft heldur fólk að þetta þurfi að vera bara gífurlega hreinn matur en þetta snýst bara um hollan og góðan mat og velja betri kosti.
Fékk leyfi til að birta eins og einn dag hjá henni í mataræðinu.

Dagur í mataræðinu hjá Ísabel:
Morgunmatur: Skál af Kornfleksi m/1 msk rúsínur og fjörmjólk út á
Millimál: Grænt epli
Hádegismatur: Tvær flatkökur m/harðsoðnu eggi og kotasælu, 1 skyr.is m/bökuðum eplum.
Millimál: Frosinn Hámark m/dass af Torani Sýrópi út á
Pre workout: Tvær ferskar döðlur m/sitthvorri teskeiðinni af hnetusmjöri og 1 bananaskífa á hvora.
Kvöldmatur: Kjúklingabringa, eggjanúðlur og steikt grænmeti.
Ef hungur sækjir að um kvöld: 1 skeið hreint prótein út í vatn

Hlakka til að sjá enn meiri árangur hjá henni og þeim sem eru í þjálfun hjá okkur. Vonandi var þetta hvatning fyrir þig til að lesa og sjá hollan lífsstíl í öðru ljósi.
Þangað til næst
LOVE ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli