21.5.14

Bara gleði hér á bæ


Ég lenti í svo skemmtilegu atviki um daginn, sem gladdi mig svo mikiðmikiðmikið !
Ég var í ræktinni (kemur á óvart) haha.. að mála mig í búningsklefanum, þegar það kemur upp að mér stelpa og hrósar mér fyrir bloggsíðuna mína.
Hún segir mér um hversu mikil hvatning sé í henni og að hún og allar vinkonur hennar hafi svo gaman að fylgjast með bæði blogginu og likesíðunni.
VÁ hvað mér þótti innilega vænt um þetta hrós og það hvetur mig til þess að standa mig áfram og deila með ykkur því sem ég kann og læri jafnóðum:)

Og það ætla ég svo sannarlega að halda áfram að gera.
Var einmitt að koma mér í það loksins að prufa Nutribulletið mitt, gerði það fyrir helgi og síðan þá er ég óstöðvandi, finnst ekkert smá gaman að prufa mig áfram og fá allir í kringum mig að njóta góðs af haha..

Til þess að vera ofurpro í þessu fjárfestum ég og Katrín í fleiri bragðtegundum af Torani sykurlaususýrópi upp á skrifstofu, fyrir átti ég Vanillubragð.
Við völdum okkur Salted Caramel, White Chocolate og Chocolate Macmadamian nut.
Já ég elska allt súkkulaði og karamellutengt !
Ég var eins og lítill krakki að opna sendinguna þegar hún kom í morgun og smakkaði öll brögðin (sem eru btw öll gúrmei get ekki gert á milli)..
Næst á dagskrá verður peanutbutter :)


Við höfum líka þessa fínu eldhúsaðstöðu á skrifstofunni og núna erum við loksins sameinðar á ný, ég komin frá útlöndum og Katrín mætt eftir barneignarfrí.
Því var nauðsyn að gera þetta svolítið meira homie og var ferðinni því heitið í Krónuna og Perform.is til að búa okkur undir komandi vinnutímabil.


Ungfrú fullkomnunarárátta að senda Katrínu snapchat eftir að ég var búin að koma öllu fyrir  haha..

Þannig ég hef enga afsökun til að smella ekki inn nokkrum uppskriftum eftir smá útlandalægð..
Stay tuned !

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Vei en gaman að heyra! Ég bara vaaaarð að hrósa þér! :) Ein spurning, hvar get ég keypt þetta sýróp? Það er alveg næst á dagskrá hjá mér!!

    Kv. Kristjana (stelpan í búningsklefanum haha)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Víjjjjjj gaman að þú kommentar <3
      Ég er algjör plebbi að setja ekki tengil á þetta sýróp.. smelli honum með hér
      http://kaffitar.is/kaffi/vorur/sirop/sykurlaus_sirop_torani

      Sjáumst í Laugum :D

      Eyða