15.5.14

Home sweet home

Ójá það er svolítið svoleiðis.
Hér er ég loksins MÆTT !! :)

Long time no blogging haha..

Ég tók ákvörðun um að sleppa því að blogga meðan ég var úti og pósta einungis einstaka sinnum inn myndum á Instagram eða likesíðuna.. svo að fólk vissi nú að ég væri á lífi haha..
Ekki það að ég eeeelska að skrifa hingað inn, en ég vildi nýta tímann í að njóta eins og ég gat á milli þess sem ég vann í tölvunni.

Er ekki smá must að koma með smá ferðaupdeit !?!

Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja, þar sem að ég átti svo virkilega ljúfar og góðar stundir :)
Þetta var svo innilega kærkomið "frí" fyrir ofvirkan einstakling eins og mig.
Fannst fyndnast af öllu komment frá Katrínu á eina myndina mína:

,,
Takk svo mikiđ fyrir litluna okkar Ólína mín... váv þú býrđ yfir miklum töfrum !
Ađ slaka Ale Bess niđur... ENGUM hefur tekist þađ fyrr !!
"

Ofurkrúttlegt komment en jafnframt orð að sönnu.

Ég var í rauninni ekki að fara þarna til þess að versla, leika mér eða eitthvað slíkt, heldur fyrst og fremst bara prufa eitthvað nýtt eða annað umhverfi.
Er svo einstaklega heppin 
að vinnan mín býður upp á það að ég er ekki föst á einum stað.
Þannig um að gera að nýta sér það og það á besta stað í heiminum Bandaríkjunum :D

Fyrstu dagana sem ég mætti var nú ekki besta veðrið og þessi gula í feluleik, sem var pínu svekk því ég var semí mætt til að hitta hana.. en hún kom loksins og ég naut hennar í botn.. enda hata ég það ekkert að liggja í sólbaði.


Meðan aðrir sátu heima í snakkskálinni og horfðu á Eurovision fékk ég mér ávexti og tanaði..
Hversju ljúft !?!

Það var allavega mikið hlegið, sungið,verslað, dottið í dólg eitt laugardagskvöldið, borðað hollan mat, slappað af, unnið, ræktað líkamann, ræktað sálina, borðað gúrmei mat, Ben and Jerrys ísmökkunarkvöld (OMG salted caramel ég dey), dansað, flippkisaferðir í Walmart,verslað meira, burrito annan hvorn dag, hlegið ennþá meira, tanað og svona gæti ég áfram talið.. svo gaman :D
Leyfi bara myndum að fylgja, þær segja mest til um alla gleðina.
Set myndirnar inn litlar en ef þú ýtir á þær getur þú séð þær stærri.


Tók smá í hjartað að síams var ekki með í för og svona snöpp sem fengu hjartað til að taka auka slag :(


Ben and Jerrys smökkunarkvöldið... Salted caramel koddu til Íslands !!


Ég og Olina á leið í partý (fyrstu helgina btw, þannig tanið var ekki komið í gott stand haha)


I sure love my burrito, þessi var jafnstór og hausinn minn!! haha

Er til burrito anonymous??


Uppáhalds morgunverðarkombóið, játs hversu gott gerist þetta bara.
Hér erum við að tala um low fat jógúrt með jarðaberja og hvítu súkkulaðibragði <3
kv.the foodpervert


Fór í naglalakkshimnaríki, voru 5 svona hillur til viðbótar


Fer sko ekkert til Bandaríkjanna nema fara á Cheesecake..!


Olina svo mikið yndi, falleg að innan sem utan.. týnda systir mín haha.
Auðvitað þurfti hún að eignast Ale minjagrip og það kom ekki annað til greina ein eitthvað bleikt og kisulegt.
Fékk ballerínu Hello Kitty <3


Tvær ferskar á Hello Kitty náttfötunum eftir djamm kvöldsins.. loveit.Ein af flippkisaferðum okkar í WalMart.. karfan hans Árna til að mastera það að vera köttur haha

Gæti haldið svona endalaust áfram að setja inn myndir og hlegið af mínum eigin húmor en þá yrði þessi færsla endalaus og það er ekki að gera sig.
Ég er bara óendanlega sátt að hafa tekið ákvörðun um að prufa eitthvað nýtt, kynnast nýju yndislegu fólki, hafa gaman, læra að slaka á og bara name it.. er alveg endurnærð bæði í líkamanum og sálinni.
Var of freistandi að framlengja og vera í sólinni lengur og passa íbúðina hennar Olinu því hún kemur heim á sumrin til að vinna þegar skólinn er í pásu.. hver veit nema maður hoppi bara aftur!?
Neee segi svona.. svolítið mikið erfitt að sakna allra heima <3

Þessi tvö eiga skilið hrós fyrir að taka mér opnum örmum og gera ferðina mína skemmtilega :)
Takkkkk svo mikið !


Mætti heim á klakann í gær en finnst ég búin að vera hérna í 3 daga eða eitthvað..
Tímaskynið alveg út um þúfur hjá mér haha..
Það var mjög gott að detta í góða rútínu og ég fór líka til hennar
Auðar minnar á 101 Hárhönnun að fríska upp á hárið mitt sem lýstist heldur betur upp í sólinni og ég er svo ótrúlega ánægð með útkomuna.. takk elskan <3


Svo er brjálað að gera í skráningum hjá okkur í Betri Árangri.
Opnuðum fyrir skráningar í vikunni og það er strax allt FULLT vávává svo gaman og takk fyrir góðar móttökur.
Það er hægt að skrá sig á lista til að fá póst þegar við opnum aftur fyrir skráningar HÉR.

Er svo á fullu að taka við bókunum fyrir árshátíðar og útskriftarfarðanir.
Þær er hægt að bóka hjá mér í gegnum facebookið mitt.

Ég hef allavega ekki áhyggjur að því að hafa ekki nóg að gera víjjj..
OG núna er komið í dagbókina að standa mig í blogginu.

Þangað til næst
LOVE ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli