6.3.14

Bikini vs. Figure og Arnold Classic USA

Þá er næstsærsta móti ársins í fitnessheiminum í USA lokið !
Arnold Classic USA var um helgina ,þar keppa bæði atvinnumenn og áhugamenn allstaðar að úr heiminum.
Ég hef farið þangað tvisvar sinnum og keppt í sitthvorum flokknum, bikini og figure.
Ég trúi því varla að það séu tvö ár liðin síðan ég fór seinast, en það eru margar góðar minningar síðan þá og er draumurinn að fara aftur í náinni framtíð :)
Hver veit hvað gerist á næsta ári.. ó hve ljúft, spennandi og gaman það væri.



Heiða, Sif, Dagbjört og ég.. ljóskur ferðarinnar samankomnar.

Áður en ég held áfram langar mig til þess að óska íslensku stelpunum sem kepptu þar um helgina innilega til hamingju með árangurinn !
<3 
Það sem mig langaði til að vera þarna, þegar ég skoðaði yfir allar skemmtilegu myndirnar frá þeim, þetta er algjörlega upplifun fyrir sig.
Enda var það alltaf planið en ég ákvað að pása frekar, enda kærkomin pása.


Af því ég er svo nörd hvað þetta varðar þá finnst mér gaman að fylgjast með því hvernig PRO skvísurnar eru að standa sig á mótunum úto,þar sem að þær setja svona standardin fyrir því hverskonar lúkki er verið að leita af og eru stöðugt hægt að vinna að bætingum hvað skrokkinn varðar, þannig það er ekki alltaf sama formið sem þær skarta á hverju móti.

Þeir flokkar sem hafa heillað mig mest og ég fylgist mest með eru bikiniflokkurinn/módelfitness og figure/fitness.
Hér eru sigurvegararnir í þeim flokkum.
(Ef þú ýtir á myndirnar birtast þær stærri)


Candice Keene 1. sæti í Figure



Ashley Kaltwasser 1.sæti í Bikini



Báðar mjög flottar á sinn hátt, hef þó séð Ashley meira skornari á mótum áður.

Ég er svo fyndin, en alveg síðan ég tók þá ákvörðun að skipta yfir um flokk hef ég farið mjög mikið á milli þess að hugsa hvor flokkurinn henti betur fyrir mig.
Það sem hefur alltaf haldið mér við figure er það hvað ég eeeeelska að taka durga æfingar og lyfta þungt og ég þyngdi mig náttúrlega sérstaklega fyrir bætingar.
Á móti hef ég alltaf hræðst hvað þær eru miklar ofurbombur í bikiniflokki !

Hinsvegar eftir að hafa skoðað yfir myndirnar frá mótinu núna, bæði pro og amateur þá er ég aftur orðin svolítið LOST.
Ekki það að ég nýt þess ekkert smá að vera bara í formi og geta borðað hollan og góðan mat og haldið mér.
En til þess að vinna að bætingum hvað líkamann varðar og sömuleiðis til þess að hafa markmið og hvatningu í ræktinni, þá finnst mér alltaf gaman að hafa stærri gulrót eins og mót framundan, þó svo það sé alveg heilt ár í það.

Það sem ýtti líka undir það að ég varð svona lost aftur er stelpa sem ég hef fylgst með á Instragram, hún keppti í amateur flokki á Arnold núna í Figure.
Það sem mér fannst svo heillandi við hana er hversu nett og kvennleg hún er, það vill oft týnast í metnaðinum og eru margar orðnar mjög stórar.
Ég vil hinsvegar vera svona petite mössuð eins og hún og þannig halda kvennleikanum og ekki vera of mössuð í venjulegum fötum, get ekki sprangað á bikinii alla daga.


Allaveg hún komst ekki áfram í úrslit þar sem henni var sagt að hún væri ekki nógu stór og hörð.
Sem segir mér eiginlega að ég þyrfti líka að stækka frá seinasta móti til þess að ná árangri í þessum flokki, sérstaklega þar sem ég hef rýrnað helling vegna veikinda og annríkis.
Eins og ég segi alltaf þá er þetta stöðug vinna :)

Mér fannst svo flott það hún skrifaði inn eftir mótið, þar sem ég hef alltaf hugsað eins frá því ég byrjaði.
Mestu máli skiptir að þetta sé eitthvað sem þú hefur gaman af og gerir þig glaða.
Það að ÞÚ sért sátt í sínum líkama, því á endanum ert alltaf þú sem þarf að vera í líkamanum á hverjum degi ekki dómararnir.


Til þess að ég haldi vel í þyngdina mína þarf ég bæði að borða eins og karlmaður og æfa, æfa, æfa þuuungt samhliða því.
Um leið og ég dett út úr þeirri rútínu eru kílóin fljót að fjúka út um buskan..
Þegar ég hef verið að kötta erum við alltaf að passa að ég missi ekki of mikið af vöðvamassanum og það hefur verið hörku vinna og jafnframt tekið á, bæði líkamlega og andlega.

Bar einmitt saman myndir af mér frá því í Offseason frá því í sumar og núna.
Það munar alveg smá í kílóum þar enda var ég dugleg að borða í sumar þar sem markmiðið var mót um haustið.
Erum að tala um tvær bringur í hádegismat og tvær á kvöldin.. durgabarn með meiru!
Það hefur aðeins dottið upp fyrir þegar markmiðið er ekki að keppa á komandi ári, enda mikill peningur sem fer í svona máltíðir haha..


Núna er bara að leggja höfðuð í bleyti og ákveða sig ....
Eða jafnvel kannski vera bara í formi og ekkert keppa??


Hvað finnst ykkur?
Módelfitness // FItness // engin keppni?
Væri gaman að heyra álit frá öðrum :)

Þangað til næst
LUV ALE <3


16 ummæli:

  1. Nafnlaus6/3/14 18:13

    Hvaða stelpa er þetta sem þú ert að tala um á instagram? :)

    SvaraEyða
  2. Getur séð beinan tengil á myndina hér :)

    http://instagram.com/p/k9rnYWAjO8/

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6/3/14 19:09

    Fannst þú SUPER flott og glæsileg þegar þú varst í módel fitness, ég segi módelfitness :D!!

    SvaraEyða
  4. Ég er líka að followa clind, sjuklega falleg og flott pía með svo fint instagram. Ja eg veit ekki hvað þú átt að gera, ert með línurnar í figure, algjörlega, en þu sérð hvernig nicole wilkins er núna, á sviði er hún meeega flott en svo off season og bara svona vanalega er hún með risa hendur og frekar stór og mikil... erfið staða!! Þú ert flott alls staðar, hvar sem þú endar! :)

    SvaraEyða
  5. Já einmitt er mjög sammála, finnst Nicole flott en fyrir svona fyrrverandi spaghettireim eins og mig er erfitt að verða alveg þannig, líka upp á beinabygginguna að gera.
    Þannig þetta er smá challenge, einnig af því ég er talsvert léttari núna en fyrir mót seinast.
    Bæði lúkkin heilla eeeen erfitt val af því mér finnst Wilkins alveg í stærra lagi offseason:D

    Takk fyrir að kommenta og vera svona virkar, svo gaman :*

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus6/3/14 19:16

    ég segi módelfitness!

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus6/3/14 19:46

    óóó.. mér finnst þú svo flott bæði sem figure og bikini!! Skil vel að þú ert lost því þú ert drulluflott í báðum flokkunum!!! haha :D
    En ég væri til í að sjá þig aftur í módel fitness :D
    -elin run kristjansd.

    SvaraEyða
  8. Uff it's a tough one... Ég myndi segja Bikini þú ert með réttu linurnar í það.. og mér heyrist að þú sért ekki eins heit fyrir harða lookinu. Kom mér að óvart hversu hörð Nicole var a Olimpya og er búin að vera. Ekki það held að þú getir verið i hvorum sem er, liklegast spurning um pening þ.e i mat ;-)

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus6/3/14 20:43

    Módelfitness klárlega!! Persónulega finnst mér þú mikið flottari þannig þó þú sért alltaf flott :D Þú ert ein af mínum helstu fyrirmyndum, eins og þegar þú varst í módelfitness og á amino energy auglýsingunni :) Mér finnst svo æðislegt að geta fylgst með þér í gegnum bloggið, væri frábært ef þú gætir sett fleiri myndir af þér inn eins og þú varst í módelfitness :D :D :D

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus6/3/14 21:35

    Þú ert rosa flott í fitnessinu, en mér finnst þú alltaf hafa átt að gefa módelfitnessinu annan sjéns. Held að þú gætir náð mjög langt þar :)

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus6/3/14 23:16

    Ég hef núll vit á fitness yfir höfuð en ég segi klárt mál bikini/módelfitness. Eina sem ég horfi á er útlitið og mér finnst bikini útliðið mikið kvenlegra og fallegra. Mér finnst figure lúkkið ekki heillandi. Ég persónlulega er meira fyrir kvenlegar línur :)
    Gangi þér vel að ákveða, get ímyndað mér að þetta sé erfið ákvörðun.

    SvaraEyða
  12. Mér finnst þú svo ótrúlega flott eins og þú ert og persónulega finnst mér miklu flottara að sjá stelpur sem eru allan ársins hring flottar og geta haldið sér (og finnst það aðdáunarverðara) heldur en að sjá þær 1x á ári í rosalegu formi og svo ekkert spes restina á árinu. Reyndar ertu það samt aldrei en mér finnst mesta lagi keppa Bikini og ekki figure en annars leggja þetta bara á hilluna because you are perfect.

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus7/3/14 08:09

    Úff Ale ég veit ekki þú púllar bæði. En samt eitthvað svo með vöxtin í Figure og nærð alveg skurð í það. Fannst pósurinar og taktarnir í Figure einhvernvegin vera meira þú. En veist samt að þú getur bæði, getur allt kona ;) kv. Heidi ;)

    SvaraEyða
  14. Ég þekki þig og veit þú ert ekki hætt sama hvað hver segir enda enn svo ung (og þrjosk haha) :D
    En ætla samt að segja mína skoðun og mér finnst þú eiga að hætta þessu og halda bara áfram að vera í formi og njóta þess og vinna að ákveðnum markmiðum.. því þetta er eins og þú segir stöðug vinna en skemmtileg :D og þú nýtur þín miklu betur svona eins og þú ert að gera í dag heldur en í þeirri vinnu sem þarf að leggja í fyrir mót.
    Það er auðvitað gaman að fylgjast með þér en bara því mér þykir vænt um þig þá segi ég stop.. Auðvitað geriru samt bara það sem þig langar sjálfri! :)

    SvaraEyða
  15. ég held þú ættir að gefa módelfitness annan séns :=)

    SvaraEyða
  16. Ég er búin að fylgjast með þér lengi... þú ert með svo mikinn metnað sem skín í gegn! Fíla það í ræmur!

    En persónulega fannst mér þú fáranlega flott í figure flokknum. Það fer þér ótrúlega vel að vera durgur :) Auðvitað mjög flott í módelinu, en bara miklu flottari í figure!

    Kv. Ásta María

    SvaraEyða