1.5.14

Floriiiida

Hingað og ekki lengra !!
Hálf skammast mín fyrir hversu langt síðan ég hef ritað eins og eina færslu hér, inn en ég hef bókstaflega verið á ferð og flugi hehe :)

Tíminn þessa dagana hefur verið ofur fljótur að líða og finnst mér eins og ég hafi pantað mér flug til Florida í gær,þessar tvær vikur á milli bókunar og ferðarinnar voru ansi fljótar að líða.
Tíminn flýgur vissulega þegar maður hefur gaman og hefur eitthvað til að hlakka til.
Svo ákvað ég bara að vera ofurdugleg að vinna og undirbúa vinnuna áður en ég færi út, þannig ég er bara búin að vera á milljón eins og alltaf.

En það er ástæða fyrir því að ég pantaði þessa ferð, komin með ógeð af því að vera veik og hanga í þessum gaddi heima, þurfti einhverja tilbreytingu í mitt líf og þar sem ég get gert allt það sama heima og hér var ekki annað í myndinni en að smella sér.

Hingað er ég komin og búin að vera í einn dag og ég held ég komi bara ekkert aftur heim, vil frekar að það komi flugvél með öllum nauðsynjum fyrir mig, eins og t.d. Ísu og öllum mínum uppáhalds, allt dótið mitt, bílinn og eitthvað smá meira..
Er ekki einhver sem vill taka þetta verkefni að sér fyrir mig? :D

Nei annars er ég orðin þaulvön að ferðast ein til Bandaríkjana, alveg hreint yndislegt hvað það er stutt flug alltaf, tala nú ekki um þegar maður ósofin og getur ekki sofnað.
Mun vinna þetta upp á sundlaugarbakkanum og fá smá tan í leiðinni..

Enda gleymdist öll þreyta nú alveg um leið og ég hitti hana Olinu á vellinum og var ferðinni strax heitið í Walmart að shoppa smá mat og missa sig í gleðinni.
Svo fannst mér alveg ofurkrúttlegt að sjá lyklana sem hún var búin að græja handa mér, alveg í mínum anda, það eru litlu hlutirnir sem skipta máli
<3


Annars get ég nú ekki verið sáttari.. held ég búi bara á röngum stað.
Hér er korters ganga í mallið, sundlaug í garðinum, rækt í 2 mín göngufjarlægð,Walmart við hliðina ásamt Target, Wholefoods og annari snilld, já krakkar mínir  það má með sanni segja að Ameríkudólgurinn í mér sé í
himnaríki  !


Þessi fílingur :D


Fyrsti dagurinn var mjög fínn þrátt fyrir sólarleysi og nýttum við hann til að koma mér fyrir og skoða allt ásamt því að vinna.
Þegar Olina fór svo í skólann sendi hún mig í pössun í mallið sem ég var ekkert ósátt með og naut mín í botn.


Enduðum kvöldið svo á gúrmei burrito USA style..
Olina náði að draga mig úr mallinu með því að nefna það, farin að þekkja inn á mig.
Þetta var svolítið mikið í áttina að þessu, enda orðin hungry like a wolf eftir átökin við að halda á öllum þessum pokum :)


Þetta lag kemur alltaf í huga minn þegar ég er orðin ofursvöng.. haha
Verð að deila því með hér að lokum.



Ætla ekki að lofa neinu upp í ermina á mér þar og segjast ætla vera ofurdugleg að blogga því ég elti bara sólina þessa dagana og ætla bara að vera í tölvunni þegar ég þarf að sinna vinnunni.
Þar sem markmiðið er fyrst og fremst að njóta en að sjálfsögðu set ég stefnuna á það og smelli eitthverju skemmtilegu inn á facebook síðuna mína og Instagram þegar ég er í fíling.

Þangað til næst
Flórídakveðja
ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli