4.1.15

Fyrsta blogg ársins.. kveðjum 2014 og bjóðum 2015 velkomið

Já kæru lesendur þá er það fyrsta bloggfærsla ársins...!

Kominn 
4.janúar og árið er svona að sjatna inn og leggst bara þokkalega vel í mig..
Ég er meira segja búin að afreka ýmislegt sem ég setti mér fyrir sem markmið á þessu ári... hversu magnað haha :)
Ég get því ekki sagt að ég sitji auðum höndum þessa dagana, enda má eiginlega segja að skráningar hjá okkur í
Betri Árangri hafi sprungið núna um helgina, það er alveg greinilegt að það að koma sér í form sé ofarlega sem markmið hjá mörgum.. sem er ekkert nema jákvætt <3

Ég verð viðurenna að ég er nokkuð fegin að 2014 er komið og farið.. hef sjaldan upplifað jafn krefjandi, erfitt og lærdómsríkt ár, nema kannski einu sinni áður.
Lít samt engan vegin á það sem ókost þar sem ég lærði ýmislegt á líkama og sál og mæti því sterkari til leiks inn í áframhaldandi tíma svo gerðist alveg margt annað ánægjulegt og skemmtilegt sem má ekki gleyma.
Ég vil trúa að allt gerist fyrir ástæðu og hafi þurft að læra þessa hluti til að takast á við við það sem framundan er og býð því 2015 svo sannarlega velkomið.

Ekki það að þetta er engin ný byrjun þannig séð, lífið heldur bara áfram, en maður getur litið á hvert ár sem einskonar verkefni eða yfirlit fyrir ákveðið tímabil og gert betur.
Og ég ætla sko að gera það, hef góða tilfinningu og er spennt með jákvæðnina að vopni :DÉg ætla ekkert að fara dýpra í 2014 hugleiðingar, heldur frekar taka saman nokkrar skemmtilegar myndir frá hápunktum 2014 og skrifa undir þær.. lífið er svo langtum skemmtilegra í máli og myndum.
(Ég átti erfitt með að velja úr, gæti örugglega sett saman bók)


Betri Árangur hannaði í samstarfi við Sollu hjá Culiacan FIT réttina sem fást nú hjá þeim.
Þar af leiðandi mátti og má einstaka sinnum finna undirritaða á strætóskýlum borgarinnar.. einstaklega skemmtilegt verkefni sem ég er stolt að eiga þátt í :)


Fór til Boston í febrúar og hitti þar Pabba og kærustuna hans sem voru búin að vera á Florída.. verlsaði þar úr mér allt vit, en mætti veik heim og jafnaði mig seint eftir það.
Samt sem áður alltaf gaman að fara til Boston til þess að versla, skoða um og fá sér burrito.


Fór til Florida, nánar tiltekið sunny Tampa eftir páskana til hennar Olinu yndislegu sem bjargaði mögulega lífi mínu með slíku trítí sem ég er sko ævinlega þakklát fyrir <3
Þrátt fyrir að hafa verið að vinna inn á milli, þá skemmti ég mér svo sótrúlega vel og naut í botn... það vel að round two var tekið í lok sumars og er Tampa klárlega einn af mínum uppáhalds stöðum.Í byrjun ágúst var ferðinni heitið til Tampa á ný þar sem ég átti ljúfar og skemmtilegar stundir, þess á meðal fyrstu frívkikuna mína í 4 ár.. til hamingju ég!
Þær verða allavega tvær á þessu ári haha :)


Eignaðist "litla systir" þar sem að ég er nú smá hluti af fjölskyldunni þá finnst mér oft eins og börnin hennar Katrínar séu hluti af minni fjölskyldu.
Birta Bess fékk litli naggurinn að heita
<3


Ein besta skyndiákvörðun ársins var að smella mér til Eyja þrátt fyrir að hafa verið á spítala og allt vegna magakastanna minna, nennti ekki lengur að leyfa þessu að stjórna lífi mínu og hef sjaldan upplifað jafn skemmtilega helgi.

Átti önnur skemmtileg dólgadjömm (það telst víst til tíðinda þegar maður djammar sjaldan)

Katrín mætti með mér á okkar fyrsta djamm saman þrátt fyrir 4 ára vinskap, átti ofurgott afmælisdjamm, upplifði skemmtilegustu taxaferð lífs míns með litlu systir á heimleið úr bænum og svona er áfram hægt að telja.. er spennt fyrir meiri dólg sem bætir og kætir.

Ræktaði líkama og sál ansi mikið þetta árið með þessari elsku hérna.
Hlakka til að gera meira af því á nýju ári <3


Ég er ævinlega þakklát fyrir það hversu nánar við systurnar erum.
Við ákváðum eftir miklar hugleiðingar að fá okkur sameiginlegt og krúttað systratattoo sem mér þykir OFUR vænt um.
Það má alveg segja að ég hafi bakað yfir mig þetta árið og því ófáar Hello Kitty kökurnar, döðlugott og hafrakökur sem ég bjó til, tala nú ekki um Sörurnar fyrir jólin.
 Að sjálfsögðu verður engin breyting á þessu á nýju ári ef ég þekki mig rétt... stefnan sett á að baka meiri snilld í bleiku KithcenAid.


Játs sá stóri og langþráði draumur rættist á árinu að ég gerðist stoltur KitchenAid eigandi.


Þau voru ófá deitin á Austurlandarhraðlestina með þessum.. sakna þess :*


Ég fór aftur á svið eftir árspásu og keppti í módelfitness, flokki sem ég hafði ekki keppt í frá 2011, þess á milli var ég að keppa í fitness (flokkur sem krefst meiri vöðvamassa).
Stór skref tekin og mikill lærdómur sem hampaði mér 3.sætinu í mínum hæðarflokki.
Virkilega ljúf tilfinning og stór persónulegur sigur í hjartanu :)


Enda þetta á þessari mynd þrátt fyrir að þær gætu verið endalaust fleiri því ég elska að taka myndir og eiga til minningar.
Eitt það stærsta sem ég gerði á seinasta ári var forsíðuviðtalið mitt í Lífinu sem fylgir Fréttablaðinu, þar deildi ég alþjóð ýmsu um sjálfa mig.
Var með hjartað í buxunum þegar ég hljóp niður að sækja blaðið í póstkassann en er virkilega sátt og stolt með mitt.

Það sem stendur einnig upp úr á seinasta ári er mikil gleði yfir því hvað facebook síðan mín, bloggið mitt og Instagram hafa dafnað.
Þá ber helst að nefna mataralbúmið mitt sem ég deili ýmisskonar hollustu í bland við óhollustu (must fyrir sálina líka hehe).
Og er ég svo innilega þakklát fyrir það hversu mikil virkni er á þessum miðlum og hversu margar eru að fylgjast með mér.
TAKK ómetanlega frá mínu hjarta <3
Set stefnuna á enn meiri snilld á komandi ári sem ég deili með ykkur að sjálfsögðu.

 Ég er farin að blogga yfir mig en mig langar svo að loka þessari færslu með mínum þremur efstu markmiðum fyrir komandi ár.
Erfitt að velja bara þrjú sem standa upp úr af öllum þeim sem ég hef skrifað aftast í dagbókina mína.
Ég þurfti mikið að leggja höfuðið í bleyti og er enn að bæta við listann og það voru ófá kommentin í leiknum mínum sem voru hvatning fyrir mig.
Leikurinn er í fullum gangi á likesíðunni minni HÉR.
(ekki gleyma að taka þátt, drögum á morgun)

1. KAUPA MÉR ÍBÚÐ
Þetta er alveg efst á mínum lista í lífinu og set ég stefnuna á að tækla þetta mikla og stóra verkefni fyrir lok ársins 2015.
Eftir að ég flutti aftur í foreldrahús eftir sambandsslit hef ég lifað in the comfort zone en núna er tími til að þroskast og ég þarf líka mitt eigið eldhús fyrir elsku KitchenAidið mitt.

2.EKKI GLEYMA AÐ ELSKA SJÁLFA MIG // VERA JÁKVÆÐ
Ég er alveg minn stærsti gagnrýnandi og gleymi oft að sinna sjálfri mér og elska sjálfa mig, þess vegna er þetta og mun alltaf vera mitt kombó fyrir sálina..
Með jákvæðnina frammi fyrir sér er allt hægt !

3. GERA MEIRA MEÐ FJÖLSKYLDU OG VINUM OG STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMAN
Ég er svo þakklát fyrir fólkið í kringum mig og langar til að eiga fleiri skemmtilegri stundir með því.. það er ekki gott að vera of mikið heima í kósýfíling..
Þess vegna segi ég þetta með að stíga út fyrir þægindaramman og klæða mig upp og gera hluti.. hana nú ! haha :D

Læt þetta gott heita í bili.. þangað til næst.
YKKAR EINLÆG
LOVE ALE <3

2 ummæli:

 1. Nafnlaus5/1/15 19:15

  Mmm ég verð að fara að prófa þessa klatta þína:-) Eru þessir klattar stökkir/crispy?

  Takk æðislega fyrir að nenna að blogga, elska að lesa bloggin þín og fylgjast með þér:-)

  Kv Íris

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ég elska þessa klatta, gæti lifað á þeim.
   Eru svona stökkir og smá mjúkir að innan, eftir því hversu lengi þú bakar þá.. ég fíla þá langbest smá mjúka og fylgist bara vel með þeim í ofninum.
   Annars takk svo mikið og gaman að geta glatt aðra <3

   Eyða