30.12.14

Settu niður markmið fyrir komandi ár


Ég vona að þið séuð að eiga góða hátíðarviku.

Það er svolítið skrítið þegar hátíðarnar skerast svona inn í miðja viku, það styttir vikuna alveg svo um munar þegar horft er í vinnu og annað.
Eins og núna seinustu helgi var annar í jólum á föstudegi og við duttum strax inn í helgina.
En það þýðir engin pása hér á bæ, þar sem að matardagbækur og annað streymir inn hjá okkur í þjálfuninni.. eins og ég sagði í seinasta bloggi þá er aldrei pása á hollum og góðum lífsstíl :)

Ég er svo sannarlega búin að hafa það ljúft í faðmi fjölskyldunnar og fór til að mynda á sleða upp á Langjökli, fékk yndislegar gjafir, gúrmei mat og dansaði með vinkonum mínum.
Ég verð samt eiginlega að viðurkenna að ég er spennt að þessi hátíð klárist þar sem að ég er búin með minn sukkskammt.. skammtímagleði og miklu betra að borða hollt og hreyfa sig... þessar Sörur mínar eru bara svo lúmskt góðar!

ANNARS yfir í ástæðu þessa bloggs !! ....spennandi :)

Ég ætla að setjast niður og gefa mér góðan tíma í að skrifa skemmtilega færslu um árið sem er að líða og markmiðin sem mig langar til að vinna í á komandi ári í byrjun janúar.

Í lok hvers árs fer ég og fjárfesti í nýrri dagbók, hana nota ég til að skipuleggja mig dag hvern á gamla mátan.
Einnig skrifa ég markmið komandi árs aftast í dagbókina og les ekki yfir aftur fyrr en árið er að líða.. las einmitt yfir markmið þessa árs og hló smá yfir sjálfri mér, skemmtileg lesning.

Mig langaði til þess að hvetja aðra til að setja niður markmið, ekki bara nýjársheit.. heldur markmið sem eru raunhæf og geta því orðið að veruleika.
Til þess að rækta líkama og sál og verða besta útgáfan af sjálfri þér.

Ég fékk til liðs við mig Perform.is og efndum við til leiks á likesíðunni minni sem er nú í fullum gangi fram til mánudagsins 5.janúar.
Þar skrifar þú niður helstu þrjú markmiðin þín fyrir komandi ár á færsluna HÉR.
VIð drögum út eina heppna sem fær "pakkan minn" frá Perform.is sem eru Amino Energy og Lean Whey próteinið frá ON, vörurnar sem ég nota frá þeim dags daglega.


Er búin að fá ótrúlega góðar viðtökur og gaman að lesa hvert einasta komment.
Þau hafa meðal annars gefið mér hugmyndir af markmiðum sem mig langar að setja niður fyrir sjálfa mig.

Mig langaði ótrúlega mikið að taka saman færslu með ýmsum spennandi makeup hugmyndum, naglalakka kombóum og kjólum fyrir GAMLÁRS.
Enda kvöldið sem hægt er að fara ALL IN í glimmeri og glingri.
En vikan er komin og áramótin á morgun.. tíminn flýgur !

Ég mun standa vaktina í makeupinu frá hádegis til kvöldmatarleytis á morgun en næ vonandi skemmtilegum myndum og get tekið mig fínt til.

Hlakka til að halda áfram á komandi ári.
Hef nokkuð góða tilfinningu fyrir framtíðinni enda fullt af spennandi hugmyndum ásamt fleiru í pkahorninu

Þangað til næst elskurnar.
"Sjáumst" á nýju ári ;)

LOVE ALE
<3


0 ummæli:

Skrifa ummæli