24.12.14

jólajólakveðja Ale og meðððí


Stundin er runnin upp !!

Þetta er bara að fara gerast.. í dag er
Aðfangadagur, sem hefur pottþétt ekki farið framhjá neinum, en gott að minna á það og peppa stemminguna :)

Ég hef ekkert verið villt í færslunum þessa dagana þar sem ég held að fæstir sitji á rassinum við tölvuna og lesi blogg á svona stundu.
Allir á þeytingi að shoppa seinustu gjafirnar, matinn og tilheyrandi jólastúss.


ANNARS ætlaði ég ekki að detta í þennan bloggír, stundum þegar maður byrjar þá er ekki aftur snúið og ég er í svo miklum jólagír að ég leyfi smá pælingum að fylgja.
....EN fyrst að máli málanna!

ELSKU
lesendur mínir <3
Mig langar til að óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það ljúft yfir hátíðarnar í faðmi fjölskyldunnar.. enda tími til að njóta, hvílast og hafa gaman :)
Ég mun svo sannarlega gera það sjálf og er spennt að fara á sleða og hafa gaman yfir hátíðarnarnar.


EKKI GLEYMA að lesa jólóræktarhugleiðingarnar mínar.




Hér áður fyrr var ég ekki svo mikið fyrir jólin en í seinni tíð er ég orðin algjört jólabarn og hvet fjölskylduna til að bæta inn skemmtilegum hefðum.
Desember er búinn að vera ljúfur þar sem ég fékk að vinna heima fyrir í þessum mánuði og hef því verið að baka, pakka inn og dúlla mér, á milli þess sem ég fer yfir matardagbækur og græja æfingaplön, það hættir engin að rækta líkama og sál þrátt fyrir að það séu jól.


Af bakstrinum er helst að frétta þessir sex innkaupapokar af
AleSörum og Marsdöðlugotti sem ég smellti í hér eina kvöld- og næturstund.
Bakaði aðeins yfir mig eins og sjá má..



Gerði þessar basic sörur með dökku súkkó ásamt Perrasörum fyrir lengra komna.
Það köllum við systurnar sörurnar með mjólkursúkkulaðinu og hvíta súkkulaðinu NAMM.


Döðlugottmountainið mitt þessi jólin.
Ef vel er litið á myndina sést 2 cm lag af súkkulaði ofan á þessum kvikindum.

Ég ætla greinilega seint að læra að ég hef enga ofurkrafta !!
Þetta bökunarmission endaði fimm um nóttina og enn voru nokkrar Sörur eftir til að græja sem ég kláraði svo daginn eftir.
Toppaði alveg allt saman að kremið þurfti ég að hræra með gaffli sökum þess að handþeytarinn var við það að andast við átökin.
EN það sem skiptir mestu máli er ánægjan af því að gleðja aðra með gúrmi, þannig þetta var bara hluti af allri jólastemmingunni.

Eftir þessa þvílíku lífsreynslu rættist svo draumur sem mig hefur svo sannarlega dreymt lengi, alveg nokkur ár.

JÁ krakkar mínir, ég eignaðist
bleika Kitchenaid.. þvílík GLEÐI og ÞAKKLÆTI í mínu hjarta.
Amma mín gekk í þetta mission eftir að hafa lesið á blogginu að mig langaði í slíkan gersema.

Finnst svo sætt að þú lesir og fylgist með mér á blogginu þannig ef þú ert að lesa þetta  
ELSKU AMMA þá þykir mig svo innilega vænt um þig <3


Þrátt fyrir að segja henni að þetta mætti alveg bíða betri tíma, þá fékk hún son sinn og föður minn með sér í verknaðinn og ég borgaði svo restina.
TRÖNUBERJABLEIK varð fyrir valinu og mun það fyrsta sem ég set stefnuna á baka verður kaka handa fallegu og unglegu móðir minni og afmæliskisa með meiru annan í jólum.

Ég var það glöð að ég táraðist þegar ég keyrði sáttust í heimigeimi með bleika Kitchen í skottinu.. lúðinn ég.



Glöðustust


Þvílík fegurð á einni mynd.

EITT af ÁRAMÓTAHEITUM mínum mun svo vera ,ásamt Rósu vinkonu minni, að kaupa alvöru fullorðins skvísu jólapappír sem lítur ekki út fyrir að við séum 5 ára að gefa vinkonum okkar gjafir hehe..



Var svo ánægð að klára allar gjafir og pakka inn í óveðrinu, það er ekkert grín að pakka inn, frekar krefjandi verkefni.

Annars eru ekki fleiri jólahugleiðingar frá mér að þessu sinni.
Er ofurfersk eftir að hafa kickstartað þessum aðfangadegi með smá brennslu inn í hátíðina.
Næsta verkefni á dagskrá er að keyra út jólagjafir og gúrm til minna nánustu.



Svart og hvítt á aðfangadagsæfingu !
Grjótaðar haha


Þangað til næst
YKKAR EINLÆG
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli