7.1.18

Markmiðin mín fyrir 2018


Jæja þá er komið að því.. 

Markmiðabloggið sem ég er búin að ætla skrifa frá því um jólin. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki komist fyrr í það er vegna þess að í janúar er álagstími í vinnunni enda flestir að setja sér markmið með líkamlegt form á nýju ári og ég þjálfari. Ég stend einnig í flutningum þennan janúarmánuð og hefur hugurinn minn því verið svolítið þar en ég fúnkera ekki vel í svona rótleysi.. finnst ég vera með hálfan fótinn inn og hálfan fótinn út á heimilinu mínu. Rútínan raskast einnig í svona ástandi sem er smá erfitt svona í byrjun ársins þegar manni langar að byrja það vel en sem betur fer er þetta bara tímabundið ástand og er ég spennt fyrir komandi tímum.

Ég vil ekki taka ákvarðanir í flýti og er því búin að gefa mér góðan tíma í að hugleiða mín markmið þar sem ég vil vanda þau. Markmiðin fyrir árið skrifa ég alltaf aftast í dagbókina mína en ég átti ansi erfitt með að velja mér dagbók þetta árið. 
Ég var búin að kaupa mér dagbók í nóvember (skipulagið sjáið til) en fékk svo tvær aðrar óvænt að gjöf í lok árs sem gerði valið erfiðara. Ég endaði á því að fá Arnar sem álitsgjafa og varð sama dagbókin og ég hef notað seinustu tíu árin fyrir valinu með dass af bleiku bókinni sem vinkona mín gaf mér (límmiðarnir sem voru svo krúttlegir). *Bókin er keypt í Pennanum
*Ég fékk Arnar til þess að skrifa fremst í dagbókina til að merkja hana mér

Ég ákvað að rýna í gömul blogg og sé að ég hef aldrei deilt öllum makrmiðunum fyrir árið með mínum fylgjendum enda sum þeirra smá persónuleg en ég ætla deila með ykkur efstu 10 markmiðum mínum árið 2018 og sömuleiðis að gefa ykkur innsýn inn í það hvernig ég set mér makrmið.

Mér finnst þó vert að taka það fram að mér finnst nýtt ár ekki endilega vera ný byrjun, lífið heldur alltaf áfram. Mér finnst þó gaman að líta á hvert ár sem einskonar verkefni eða ákveðið tímabil til þess að geta gert betur og það ætla ég svo sannarlega að gera með jákvæðina að vopni.


Mikilvægt að setja sér raunhæf og geranleg markmið 
Mér finnst markmiðasetning vera mjög hvetjandi og hef tamið mér það að setja mér markmið seinustu tíu árin. Ég set mér markmið með lífið almennt því það hvetur mig til þess að gera betur, það er alltaf rými fyrir bætingar.
Það er mjög mikilvægt að markmiðin séu raunhæf, þannig að þú getur náð þeim og gefist ekki upp á miðri leið. Það er fátt betra en tilfinningin að ná markmiðum.
Með því að skrá markmiðin niður á blað finnst mér ég setja þau út í alheiminn og gera það að verkum að þau verði frekar að veruleika.

Markmið fyrir árið - langtímamarkmið
Ég var rétt í þessu að byrjað að skrá niður markmiðin mín fyrir árið 2018 og lesa yfir þau sem ég setti mér fyrir árið 2017. Það var svo gaman að sjá hvaða markmiðum ég hefði náð en svo eru mörg þeirra markmiða sem ég setti mér núna markmið sem ég set mér á hverju ári sem áminningu til að halda áfram að gera betur.
Langtímamarkmið eru markmið sem hægt er að ná á lengri tíma eins og nafnið gefur til greina, til dæmis ári eins og í þessu tilviki. Svo er hægt að búta það markmið niður, setja niður minni markmið (skammtímamarkmið) til þess að hvetja sig áfram að langtímamarkmiðinu.
Markmiðin sem ég er að setja fyrir árið eru bæði stór og lítil, oft er eitthvað tromp. Í fyrra ætlaði ég t.d. að kaupa mér hjól og hlaupa í hlaupi á árinu sem ég gerði. Ég set mér einnig markmið til þess að ég bæti mig sem manneskju, tengt hugarfari eins og t.d. að vera meira jákvæð, markmið með líkamlegt form og svo framvegis.

Markmið hvern mánuð fyrir sig - skammtímamarkmið
Markmiðin sem ég set fyrir hvern mánuð eru ekki eins stór og oft bara áminning eða hvatning fyrir mig til þess að koma vissum hlutum í framkvæmd. Oftar en ekki set ég mér t.d. markmkið með að spara, vera jákvæð, dugleg að æfa og borða hollt, kannski panta tíma hjá lækni eða bæta mig í einhverju sem ég var ekki nógu dugleg við að gera í mánuðinum á undan.

Mín topp 10 markmið 2018

1. Finna nýtt heimili með Arnari
2. Hlaupa 10 km í Reykjavíkur maraþoninu til styrktar Alzheimer samtakanna - fyrir afa minn heitinn <3
-Þetta markmið set ég með fyrirvara um að ég hafi heilsu
3. Ferðast meira innanlands og erlendis
-Langar að fara til Rómar og sömuleiðis fara í almennilegt frí í tilefni þess að ég á stórafmæli þetta árið.
4. Halda áfram að vinna í mér, elska sjálfa mig
-Þetta markmið set ég ár hvert því mér finnst mjög mikilvægt að rækta sjálfan sig. Ég get verið mjög hörð við sjálfa mig en er að laga það og ég er búin að vinna mikið í sjálfstraustinu seinustu árin en það má alltaf gera betur.
5. Fara 1 x í viku að hjóla, hlaupa eða göngutúr.
6. Vera dugleg að njóta, vera smá kærulaus (mjög krefjandi fyrir rútínumanneskjuna). Er búin að bæta mig mikið í þessu eftir að ég kynntist Arnari.
7. Vera jákvæð - þetta set ég mér alltaf ár hvert. Það er svo mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar það gerir lífið svo mikið betra.
8. Dugleg að æfa og borða hollt og vel - hnébeygja einu sinni í viku og verða betri í því.
9. Hætta að mikla fyrir mér hlutina og stressa mig á óþarfa 
10. Dugleg að spara

*Set þau ekki niður eftir mikilvægi, bara random

Þetta er orðið ansi langt en er vonandi hvatning fyrir aðra til þess að setja sér markmið fyrir 2018.
Það eru allavega nokkrar búnar að senda mér snöp (alesifnikka) með eins dagbók og að þær séu að setja sér markmið sem mér finnst ótrúlega gaman að fá.

Ale Sif

1 ummæli: