10.1.18

Æfingarskórnir mínir


Ég er reglulega spurð um æfingaskónna mína á Snapchat og ég sé stelpur oft spyrja út í æfingaskó í facebook grúppu sem ég er í þannig að mér fannst sniðugt að taka æfingaskónna mína saman í færslu.
Ég viðurkenni að þegar ég tók alla æfingaskónna sem ég á úr skápnum og raðaði þeim upp til þess að taka myndir þá fannst mér þeir heldur margir EN ég hreyfi mig öllu jafna sex daga vikunnar og er með mjög fjölbreyttan áhuga þegar kemur að hreyfingu og því skórnir þetta margir enda flestir fyrir sér hreyfingu.






Nike free TR6 
Þessir skór eru svona mjög "basic" æfingaskór. Það er hægt að hlaupa stutta vegalengd í þeim og æfa léttar fætur en ég nota þá mest þegar ég æfi efri líkama. Ég myndi segja að þetta væru svona "my go to æfingaskór". 
Ég hef áður átt Nike free skó og ekki verið eins heilluð en ég er mjög ánægð með þessa. Ég keypti mér þessa svörtu og fékk svo þessa hvítu frá Arnari en hann sérhannaði þá á Nike síðunni því mig langaði svo í hvíta æfingaskó og merkti þá með nafninu mínu í bleikum stöfum á tunginni, ég var ekki að tíma að nota þá svo fallegir.
Ég er búin að nota þessa mjög mikið og fara þeir að vera ansi lúnir, sé að næsta útgáfa er komin TR7 sem ég væri til í að eignast.


Nike Metcon 3
Arnar átti þessa týpu af Nike skóm og var mjög ánægður með þá þannig mig langaði líka að eignast slíka en ég átti svipaða týpu frá Reebok og var ekki eins ánægð með hana.
Metcorn skórnir eru með flötum botn og veita góðan stöðugleika og henta í flestar æfingar. Þeir eru mjög vinsælir hjá þeim sem stunda Crossfit. Mér finnst mínir mjög þægilegir og nota þá helst þegar ég lyfti fætur eða rass útaf flata botninum og stöðugleikanum. 

Sé að það er að koma inn fjórða útgáfan frá Nike, set tengil HÉR. Þessir hvítu, svörtu og peach eru geggjaðir. Vona að þeir komi í Wodbúð.

Adidas Energy boost
Á seinasta ári fékk ég þá flugu í hausinn að mig langaði að byrja að hlaupa aftur en ég var mjög dugleg að gera það þegar ég var yngri með góðum árangri. Það er mjög mikilvægt að vera í réttum skóbúnaði í hlaupum. Ég fékk ráðleggingar frá tengdapabba mínum sem er hlaupari og valdi mér þessa týpu.
Þeir eru reyndar gerðir fyrir lengri hlaup en ég hef verið að hlaupa en ég elska þá því að þeir veita góðan stuðning og ég er með slitið liðband í ökkla eftir trampolín slys þegar ég var yngri. Þeir eru með góðum dempara og veita mjög góðan stuðning. Ég myndi kaupa mér þessa týpu aftur.


Nike Romaleos 3
Þessir skór eru eingöngu fyrir lyftingar og mjög vinsælir fyrir þá sem stunda Crossfit og kraftlyftingar. Mig langar mjög mikið til þess að vera góð að hnébeygja og mögulega læra fleiri Crossfit æfingar og hef sett það sem markmið árið 2018.
Arnar er mjög hrifin af slíkum æfingum og langaði mig til þess að taka slíkar æfingar saman. Ég var í skýjunum þegar ég fékk þá í skóinn enda næstum búin að kaupa mér þá daginn áður. Ég finn töluverðan mun að hnébeygja í þeim, mikill stöðugleiki, stuðningur og alls ekki þungir á fæti.


Spinning skórnir
Upprunalega keypti ég þessa skó fyrir hjólið mitt enda í stíl við litinn á því. Ég prufaði svo að mæta í spinning á seinasta ári eftir að hafa ekki mætt í slíkann tíma í 10 ár. Ég varð að sjálfsögðu húkt því ég elska að hjóla!
Mitt persónulega mat er að svona skór séu nauðsynlegir fyrir þá sem mæta reglulega í spinning upp á að fá meira út úr æfingunni. Þú ert náttúrlega mun fastari við petalann svona og nærð því að hjóla töluvert hraðar og betur.
Eina með þessa bleiku er að ég get ekki klætt mig í hvaða föt sem er við en ég vil líka eiga sér fyrir hjólið mitt og aðra fyrir spinning. Markmið á þessu ári að eignast svarta eða hvíta og spara þessa bleiku fyrir racerinn.


Vonandi kemur þetta ykkur til góðs sem eruð í ræktarskópælingum.

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli