21.1.18

Flutningar


Ég er alls ekki hætt hér á blogginu! ❤

Ég var komin í svo góða siglingu með bloggið og í góðum gír en seinustu tvær vikurnar hafa farið í það að pakka og flytja og því fékk flest samfélagsmiðlatengt að fara á hold á meðan.

Ég viðurkenni að ég fékk bara hálfgert spennufall núna seinasta föstudag því að allt þetta ferli tók svo ótrúlega stuttan tíma. Ég setti íbúðina mína á sölu í byrjun desember eftir mikla umhugsun af því að mig og Arnari langar að eignast heimili saman. Það var mjög skrítið að setja hana á sölu og ég viðurkenni að ég táraðist smá þegar hún var komin á fasteignasíður landsins haha en það var mjög stór sigur á sínum tíma að kaupa hana ein og mér þykir ótrúlega vænt um hana.

Ég er búin að liggja á fasteignasíðunum frá því í nóvember og hef ekki rekist á eign sem okkur langar að eignast. Mín seldist stuttu eftir að hún fór á sölu með því skilyrði að hún myndi losna um miðjan janúar vegna sérstakra ástæðna hjá kaupanda. Við vorum undirbúin fyrir það en vorum búin að fá leyfi til þess að vera hjá foreldrum Arnars ef við myndum selja og ekki vera búin að finna annað.

Við byrjuðum að setja í kassa í byrjun ársins og fórum svo í flutningana seinustu helgi. Svona eftir á að hyggja þá erum við sammála því sem fólk segir við okkur en það spyrja flestir hvort við séum klikkuð að hafa flutt allt tvo ein þrátt fyrir að vinir okkar hafi boðist til að aðstoða okkur.
Við fluttum allt úr íbúðinni á tveimur dögum en við bjuggum á þriðju hæð með engri lyftu. Við þurftum í þokkabót að flytja dót á tvo staði, til foreldra Arnars og vinkonu minnar og það var snjóhríð annan daginn. Það var meira ævintýrið en ég sagði einmitt að ef við lifðum það af þá höfum við látið reyna ansi vel á sambandið.

Við erum svo innilega þakklát fyrir að fá að vera hjá foreldrum Arnars í gamla herberginu hans og fyrir að fá að geyma búslóðina hjá vinkonu minni. Það er alveg ómetanlegt í svona stöðu! <3


Ég ætlaði alls ekki að hafa þetta svona persónulegt hérna fyrir ofan eeen það þurfti að fá smá "intro" inn í eitt blogg og ég mun kannski ekki vera eins virk að deila uppskriftum og öðru á meðan við erum í foreldrahúsum.
Við erum sem sagt komin í gamla herbergið hans Arnars tímabundið meðan við finnum okkar eigin heimili.
Við hefðum getað komið rúminu fyrir og fötum og látið það duga en ég er svo ótrúlega ánægð að við tókum þá ákvörðun að gera þetta smá kósý. Það er svo mikilvægt að manni líði vel þar sem maður er. Það er alltaf sagt að heimilið er þar sem hjartað er og mér finnst mikið til í því og það er nóg af ást í þessu litla krúttlega herbergi sem við erum í. 

Ég er svo ánægð með útkomuna að ég ætla deila með ykkur myndum í bloggi á næstu dögum.


Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli