27.10.14

Þessi tími ársins....

..... Þegar allir brúnu kettirnir eru á sveimi í líkamsræktarstöðvum landsins, sá tími ársins þegar facebook fyllist af myndum af hálfnöktu brúnu fólki í sundskýlum og bikiniium einum klæða og nýjar display myndir poppa upp hægri vinstri haha

JÁ KRAKKAR MÍNIR það er sko fitnessmót í vændum!
Og ekki bara eitt, heldur tvö núna með tveggja vikna millibili.

En það er svo gaman að skoða myndirnar finnst mér og þetta er bara hluti keppenda að deila þessari lífsreynslu með öðrum.
Svo þurfa alltaf að vera eitthverjir óprúttnir aðilar með leiðindi, en það er það góða við Facebook og þessa netmiðla er að maður velur algjörlega það sem maður skoðar ;)

Ég er allavega spennt fyrir þessu enda eitt af mínum uppáhalds áhugamálum.
Fyrst mótið mun eiga sér stað næstkomandi helgi,
Norðurlandamótið !Og mun ég, Rósa og Auður sjá um að gera nokkra glæsilegar stúlkur og konur að Barbiedúkkum fyrir sviðið eins og okkur einum er lagið.


Stemmingin fyrir seinasta mót !
Verður ekki alveg svona mikil geðveiki núna fyrir Norðurlandamótið.. fáum að sofa aðeins lengur út.

Svo fæ ég að aðstoða Ástuna mína sem keppir í fitnessflokki kvenna.
Hlakka til að vera henni til halds og trausts, alveg ár síðan ég var sjálf í eitthverju svona stússí.. en það er svo mikilvægt að hafa hægri hönd til að allt gangi upp fyrir sviðið.. svo mikið stress en jafnframt gleði líka :)


 Ég fór einmitt með þessum ofurkroppi og stíliseraði með henni myndatöku hjá Arnold Björnssyini seinasta föstudagskvöld.
Og útkoman er vægast sagt stórglæsileg.. mig kittlaði bara í puttana mig langaði sjálfri til að fara í svona fína glamúr, en classy myndatöku.



Ásta Björk.
Make up : Steinunn Margrét
HárKristin Egilsdottir
StílistiAlexandra Sif Nikulásdóttir
Skart : Kiss Kringlunni
©ArnoldBjornsson
 



What a team.. dýrka þenann nagg <3

Annars er frekar lítið að frétta af mér sjálfri.. nema að að undur og stórmerki gerast enn!
Er að taka stór skref fram á við hvað varðar að slaka á í lífinu, vera rólegri og njóta.. það mun samt breytast smá um helgina í allri gleðinni, en það er líka í lagi endrum og eins.
Það má eiginlega segja að ég sé að standa mig í meistaramánuðs markmiðunum mínum sem ég bloggaði um.
Set stefnuna á að standa mig samt enn betur vúhú :)

Ætlaði bara að hafa þetta stutt og laggott að þessu sinni.
Þangað til næst

OG játss stay tuned.. tek inn myndir af makeupum helgarinnar og set inn á Ale Sif á facebook.

LOVE ALE <3
21.10.14

gymtime, my time, comfortzone og annað skemmtilegt

Það kemur eflaust ekki á óvart þegar ég segi að minn tími dagsins er klárlega þegar ég mæti í ræktina.
Þar rækta ég ekki einungis líkama, heldur sálina líka.
Þessir tveir þættir spila svo OFUR sterkt saman.. svo miklu meira en mann grunar :)


-   You can hit the gym every day for the rest of your life, but unless you work out your mind, you wont get very far-

Ég gæti skrifað góða færslu um slíkar hugleiðingar.. en bottom line-ið er að mér líður vel þegar ég mæti og tek á því og hef gaman af, það finnst mér mjög mikilvægt.
Þarna er auðvelt að fara í sinn eigin heim, loka fyrir áhyggjur og einbeita sér algjörlega að sjálfum sér..
Ég veit fátt betra en að labba svo endurnærð út eftir góða æfingu :)


Ég er á leiðinni í ræktina



Ég hef alltaf verið þessi týpa sem þarf að hreyfa sig mjög mikið og fá þannig útrásina fyrir daginn, þess vegna var mikið sjokk fyrir mig á unglingsárunum þegar ég lennti í bílsslysi og fékk æxli í kjálkabeinið sama ár, sem gerði það að verkum að ég gat lengi ekki hreyft mig eins og ég var vön.


Þegar ég loksins gat það var ég orðin smá þung, ekki bara líkamlega, heldur andlega ! (
þetta var sem sagt fyrir tíð spaghetti Ale)
Þá ákvað ég hingað og ekki lengra og smellti mér í Fitnessbox þegar líkaminn gaf grænt ljós á og ég æfði það alveg í meira en hálft ár .
Ég hafði svo ótrúlega gaman af og formið var mjög fljótt að koma aftur.

Ég er búin að hugsa svolítið um að fara að æfa eitthvað annað með lyftingunum, stíga út fyrir þægindaramman og hrissta aðeins upp í þesssu hjá mér.
Ég hef ekki getað hætt að hugsa um það eftir að ég prufaði nokkrar MMA æfingar meðan ég var í Sunny Tampa seinast..
Í gær ákvað ég að slá það fast hjá sjálfri mér að setja stefnuna á það í næsta mánuði.
Ég er ekki alveg búin að ákveða mig, en ég hugsa að ég byrji á Fitnessboxi og mikiðmikiðmikið er ég spennt..
Það spennt að ég þarf alvöru græjur og fékk sko alvöru manneskju í verkið, hún elsku Olina mín ætlar að senda á mig bleika boxhanska, um leið og þeir mæta á klakann mun ég skella þessu í verk og leyfa ykkur að fylgjast með.




Hversu nettir !!?



Svo fær svona uppáhalds að fylgja með pakkanum líka.
Ég ELSKA Cheerios en þetta toppar það svo mikið!
Vinur minn gaf mér einmitt pakka þegar hann var í heimsókn hérna um daginn og ég er IN HEAVEN..
Að sjálfsögðu nota ég það samt bara sem spari svo hann klárist ekki fljótt.. svona þarf að njóta hehe

Af því að ég var að tala um að hugurinn skiptir svo miklu máli hér í upphafi færslunnar þá ætla ég að leyfa einu kvóti að fylgja sem ég póstaði á Instagramið mitt í gær.



Finnst það svolítið magnað.. !
Vistaði það fyrir löngu og hef spáð mikið í þessu.
Og hef komist að því að það er svolítið mikið til í þessu.. en eins og ég sagði þá kannski ekki allt í heimigeimi, en ansi margt.
Ég er einmitt með of mikið af sjálfsaga sem ég tamdi mér á sínum tíma og er stöðugt að vinna að og ef það væri ekki fyrir þetta, væri ég ekki þar sem ég er í dag..


Jább ég get stundum verið mikill ofpælari hehe :)

Þangað til næst.. því ég er farin á ÆFINGU DAGSINS

LOVE ALE
<3
17.10.14

Ræktarplaylistinn minn vol #2

Það er algjör must að vera vel hlaðin af gúrmei ræktarlögum fyrir öll ræktarsession !
Veit fátt skemmtilegra en að fara á brennslutækin með bleiku Beats heyrantólin mín og hverfa í minn eigin heim.


Oft fer ég á morgnana fyrir vinnu til að hlusta á uppáhalds lögin mín og kickstarta deginum fyrir komandi átök, sem sagt átökin við tölvuskjáinn haha..
Ég á aðeins erfiðara með að blasta tónlistinni þegar ég er að lyfta af því að ég er svo mikið að einbeita mér í hverri æfingu fyrir sig og er yfirleitt með eitthverjum öðrum.

Ég fæ alltaf æði svona hverju sinni fyrir einhverjum lögum og bloggaði einmitt playlistanum mínum í sumar.. þú getur fundið hann HÉR.
Hann hefur aðeins breyst síðan þá og ákvað ég að deila honum með ykkur, enda flestir komnir í gírinn og góða rútínu með haustinu :)



Hér kemur listinn sem er mjög fjölbreyttur en nýtist mögulega eitthverjum.
Ef þú ýtir á nafnið kemur YOUTUBE linkur á lagið sjálft.
ENJOY !




Játs ég játa þetta lag er lúmskt gott haha




Eeeelska þetta lag og hlusta alltaf á það þegar ég teygji á af því það er svona í rólegri kantinum.







15. RUDIMENTAL FT. JOHN NEWMAN // FEEL THE LOVE
Röddin í þessum manni og Sam Smith, þeir mega báðir flytja heim til mín og syngja mig alltaf í svefn hehe :) 

SMÁ laugardagxpeppun til að taka grimmt á því í komandi viku.
Þangað til næst elskurnar.

LOVE ALE
<3
12.10.14

New in í bland við aðra gleði

Ég vildi ekki að skrifa færslu strax eftir meistarabloggið ógurlega því ég var svo innilega sátt með það, kom sjálfri mér á óvart þar..
Það fékk því að njóta sín yfir helgina :)

Enda er ég búin að eiga í fullu fangi með að mæta í afmæli hægri vinstri þessa dagana.
Sem er alls ekki slæmt, enda frábær tími til að eiga afmæli og vera þar af leiðandi vog í stjörnumerki.
kv.VOGIN !


Allavega...
Ég verð að viðurkenna að ég er komin í hrikalegan
JÓLAFÍLING.. samt væri ég til í að vera í útlöndum á heitum stað þessi jólin, það er nefnilega svona eini tíminn sem ég næ virkilega að slappa af.
Þess vegna ekkert verra að vera í sólinni og gera það..
Þessir dagdraumar ... !


OG þar sem það er kominn í miðjan október þá styttist í mitt uppáhalds...
JÓLAJÓGÚRTIÐ
<3
Það þarf ekki mikið til að gleðja mig haha !



Alltaf þegar ég fer í Bónus þessa dagana taka á móti mér hjartapiparkökur sem ég elskaelskaelska og stóðst því ekki mátið í dag og splæsti í pakka.. þær eru það fyrsta sem ég deili hér með í NEW IN safninu mínu.


Sjáið hvað þær eru krúttaðar í hjartakrukkunum hérna í Holtinu.


Mér finnst mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina og prufa mig reglulega áfram í þeim málum.
Á veturnar verður húðin mín extra viðkvæm og þarf ég því að sofa með mjög feitt krem sem ég get ekki notað á daginn undir farðan..
Það krem heitir Locobase og er hægt að fá í næsta apóteki, mjög sniðugt ef maður er með þurra húð.

Svo er finnst mér þetta andlitskrem frá Blue Lagoon, mineral intensive cream algjör snilld!
Fékk svona pufu af því sem ég var búin að kreista úr af öllu mínu afli, en var svo heppin að fá stóra útgáfu af því í afmælisgjöf frá Rósunni minni.
Það nota ég dagsdaglega undir farðan, af því að það er mun léttari áferð á því heldur en Locobase.

Mér finnst oft erfitt að finna vörur til að hreinsa farða af sem skilja hana ekki eftir í logum eftir á, eða alla rauða og erta.
Ísabel systir mín prufaði þennan frá Neutrogena pink grapefruit cream wash og benti mér á að prufa.
Ákvað að splæsa í eitt stykki  í Hagkaup og er mjög ánægð með þau kaup.


Mér finnst einstaklega spennandi að prufa nýjar hárvörur og ég er svolítið skotin í Label M vörunum.
Langar að prufa fleiri týpur af shampoi og svona frá þeim.

Ég keypti mér Brightening blonde shampoo og conditioner, en það er sérstaklega hannað til þess að hjálpa við að viðhalda fallegum ljósum tóni í hárinu en jafnframt næra og hreinsa og ekki skemmir hversu góð lykt er af því.
Systir mín keypti sér Thickening shampoo og conditioner og fílar það mjög vel.

Einnig fjárfesti ég í Texturing volume spray frá þeim, enda flestar sem ég þekki búnar að tala sjúklega vel um það.
Ég varð að vita hvað þetta fuzz væri og ég skil það svo mikið..!
Það er ekkert leiðinlegra en flatt hár og er þetta sprey ráðið við því.. blanda af þurrshjampói og hárnæringu.
Þarft bara að spreyja örlítið af því til þess að fá fallega fyllingu í hárið.

Ég var svo að klára hárolíuna mína frá Philip B sem ég elska, en langaði að prufa eitthverja nýja til tilbreytingar af því ég er svo nýjungagjörn.
Philip B olían og þessi frá Label M eru mínar uppáhalds.. báðar mjög léttar (gera hárið ekki eins og það sé skítugt), góð lykt og falleg áferð.


OOOPS !!
Þessari enduðu óvart í töskunni minni þegar ég fór í Smáralindina að sækja kjólinn minn í þrengingu.. en þær eru svo fallegar.. I'm in love.
Það er bara svo langtum skemmtilegra að æfa í lit :)

En ég ætla láta þetta gott heita og segi bara þangað til næst elsku lesendur

LOVE ALE
<3
6.10.14

Meistaramánuður here I come

Ég er þessi týpa sem þarf oft að finnast eitthvað annað en öllum öðrum finnst.
Ef ég tek sem dæmi þegar Dagvaktin og þeir þættir voru rjúkandi heitir og vinsælir hér á landi, þá var ég manneskjan sem fílaði þá aldrei og var því ein af fáum sem horfði aldrei á þá... #whatarebel.

Stundum þarf maður að vísu að
stíga út fyrir þægindaramman og gera það sem allir eru að gera... taka þátt í gleðinni og stemmingunni sjáðu til.
Sem ég ætla akkúrat að gera hér með þessu bloggi sem þú ert hingað komin til að lesa.

Ég
Alexandra Sif NIkulásdóttir ætla taka þátt í Meistaramánuðinum og þarf af leiðandi að skrá niður nokkur markmið og deila með ykkur í tilefni þess.

Ég ætla jafnframt að taka það fram.. að fyrir mér eru í rauninni allir mánuðir meistaramánuðir.
Ég hef það ávallt sem markmið á hverjum degi og í hverjum mánuði að vera dugleg, metnaðarfull og bæta lífið til hins betra.. mér finnst mjög hvetjandi að setja mér niður markmið og standast þau.

Oft eru þetta markmið með venjulega hluti.. t.d. bara þegar ég mæti til vinnu á mánudegi og horfi yfir það sem ég þarf að gera fyrir vikuna, þá set það niður á todolistann minn og hef það sem markmið að klára hitt og þetta fyrir þennan dag.
Eins og ég hef einnig nefnt hér áður þá geri ég það líka fyrir mig persónulega í upphafi hvers mánuðar og mun ég deila með ykkur fimm af þeim hér.

Byrjum þetta á smá visku áður en ég dembi mér í þetta...

Ykkar einlæg


1. Eitt af því mikilvægasta sem mér finnst að hver og ein manneskja þurfi að gera er að læra að elska sjálfan sig og hafa trú á sjálfum sér.
Hvernig ætlar þú að geta elskað aðra manneskju ef þú getur ekki elskað sjálfa þig ?!?

Þetta hljómar kannski smá corny, en ég hef lengi unnið að þessu markmiði og er stöðugt að vinna að því að bæta mig í því.
Þrátt fyrir að ég keppi í fitness og hef afrekað ýmislegt, þá hef ég líka gengið um mitt og verið óánægð með sjálfa mig.
Mér finnst ekkert leiðinlegra en þegar fólk talar niður til sjálf síns og kann ekki að meta sig fyrir þá manneskju sem það er.


2. Sparnaður.... já ég get verið hin versta EYÐSLUKLÓ ef ég sé eitthvað sem mig langar mikiðmikið í og þrái að eignast.. eins og einmitt núna þessar ræktarbuxur hér.
Ég reyni að hafa hemil á mér með því að leggja launin aldrei inn á kortið mitt, heldur inn á sér reikning og því þarf ég að millifæra á mig þegar ég þarf á pening að halda.

3. Ég ætla að vera dugleg að blogga og halda áfram að deila upplýsingum og fróðleik á likesíðunni minni.
Og að sjálfsögðu eitthverju gúrmi með líka ;)
Að sama sinni er það alltaf markmið að koma fram til dyranna eins og ég er klædd og af einlægni í því sem ég geri.

4. Hér kemur mögulega erfiðasta markmiðið fyrir manneskju eins og mig sem getur varla stoppað..
Ég ætla að setja stefnuna á að slappa meira af, vera minna skipulögð og njóta !
(Þetta er eitt af langtímamarkmiðum mínum í lífinu, tekur sinn tíma hehe)
Og auðvitað rækta líkama og sál af fullum krafti.

5. Alltaf að hugsa jákvætt.. þannig gerast góðu hlutirnir ;)

Núna er ég kominn í gírinn og gæti svoleiðis haldið áfram að skrifa, en læt þetta standa.
Októbermeistarmarkmið hér kem ég !

Þangað til næst
LOVE ALE
<3


3.10.14

meistaraseptemberoktóber

Mitt fyrsta blogg sem 26 ára UNG dama.. halló heimur !

Já mikið rétt, undirrituð átti afmæli í vikunni, nánar tiltekið þriðjudaginn 30.september.
Ég myndi segja að þetta sé einn uppáhalds dagur ársins.. svooo gaman að eiga afmæli!
Ég er enn með harðsperrur í kinnunum og króníska gæsahúð eftir að hafa lesið kveðjurnar sem ég fékk á facebook, ómetanlegt að eiga svona góða að.
Það gerði daginn, sem var yndislegur fyrir, enn skemmtilegri !
<3



Stefnan er svo sett á dinnerdate á morgun ásamt smá dólg&gleði með mínum allra bestustu ogogog ég get hreinlega ekki beðið !
Ég er að upplifa afmælisdaginn minn á svo nýjan hátt, þar sem ég hef alltaf verið í niðurskurði fyrir mót á þessum tíma ( að sjálfsögðu hefur það verið mitt val og bara gott mál ).
Ég hef hinsvegar komist að því að það er langtum skemmtilegra að geta notið hans í DÖÐLUR !

Er líka spennt að dressa mig upp og vera fín svona í eitt skipti fyrir öll.. miklar pælingar hjá tískunördinu í mér hverju ég ætla vera í.
Alltof þægilegt að vera bara í kósýgallanum þegar það kólnar svona í veðrinu.
Ég held ég sé ein mesta kuldaskræfa sem ég veit, þarf greinilega að búa í heitara loftslagi.


Kósýsokkar, hlýjar buxur og sloppurinn minn er staðalbúnaður þessa dagana..
Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að rífa mig úr fötum dagsins og vippa mér í the comfort zone hehe :)




Það vill svo skemmtilega til að ég og systur mínar eigum allar afmæli innan við tveimur vikum og erum þar af leiðandi allar vogir.
Ég hlakka til að gúrma eitthvað gott saman  í tilefni þess, þarf að fara brainstorma.
Ég náttúrlega baka svo ekki neitt nema deila með ykkur á likesíðunni minni eða hér.. þannig stay tuned!

Þarf að tríta þessar prinsessur almennilega!



Vogirnar þrjár <3

Annars yfir í annað eins og mér einni er lagið.. þá er október svokallaður Meistaramánuður.
Ég hef ekki kynnt mér þetta nægilega vel, en hver ákvað bara að sá mánuður væri THE meistaramánuður!?!

Bíðum aðeins...
Í þessum töluðu orðum er ég búin að henda þessu upp í google og fann upplýsingar um hann HÉR fyrir ykkur sem eruð að hugsa það sama og ég.
Þetta er svolítið sniðug hugmynd upp á það að kenna fólki að setja niður markmið í lífinu almennt... ég elska markmiðasetningu.

Seinustu ár ekki sett mér nein meistaramarkmið, kýs frekar að hafa alla mánuði ársins meistaramánuði.. djók.
Ég allavega set mér alltaf markmið fyrir hvern mánuð sem hvatningu og sem áminningu fyrir sjálfa mig, hef einmitt bloggað um það áður HÉR.
Kannski þetta nýtist einhverjum fyrir markmiðasetningu Meistaramánuðar.

Ég hugsa að ég setji niður markmið til að fylgja þennan mánuð og deili svo á blogginu mínu í komandi viku fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa.

Ætlaði annars að hafa þetta stutt og laggot í þetta skipti.
Eigið góða helgi !




Þangað til næst
LOVE ALE
<3