27.10.14

Þessi tími ársins....

..... Þegar allir brúnu kettirnir eru á sveimi í líkamsræktarstöðvum landsins, sá tími ársins þegar facebook fyllist af myndum af hálfnöktu brúnu fólki í sundskýlum og bikiniium einum klæða og nýjar display myndir poppa upp hægri vinstri haha

JÁ KRAKKAR MÍNIR það er sko fitnessmót í vændum!
Og ekki bara eitt, heldur tvö núna með tveggja vikna millibili.

En það er svo gaman að skoða myndirnar finnst mér og þetta er bara hluti keppenda að deila þessari lífsreynslu með öðrum.
Svo þurfa alltaf að vera eitthverjir óprúttnir aðilar með leiðindi, en það er það góða við Facebook og þessa netmiðla er að maður velur algjörlega það sem maður skoðar ;)

Ég er allavega spennt fyrir þessu enda eitt af mínum uppáhalds áhugamálum.
Fyrst mótið mun eiga sér stað næstkomandi helgi,
Norðurlandamótið !Og mun ég, Rósa og Auður sjá um að gera nokkra glæsilegar stúlkur og konur að Barbiedúkkum fyrir sviðið eins og okkur einum er lagið.


Stemmingin fyrir seinasta mót !
Verður ekki alveg svona mikil geðveiki núna fyrir Norðurlandamótið.. fáum að sofa aðeins lengur út.

Svo fæ ég að aðstoða Ástuna mína sem keppir í fitnessflokki kvenna.
Hlakka til að vera henni til halds og trausts, alveg ár síðan ég var sjálf í eitthverju svona stússí.. en það er svo mikilvægt að hafa hægri hönd til að allt gangi upp fyrir sviðið.. svo mikið stress en jafnframt gleði líka :)


 Ég fór einmitt með þessum ofurkroppi og stíliseraði með henni myndatöku hjá Arnold Björnssyini seinasta föstudagskvöld.
Og útkoman er vægast sagt stórglæsileg.. mig kittlaði bara í puttana mig langaði sjálfri til að fara í svona fína glamúr, en classy myndatöku.Ásta Björk.
Make up : Steinunn Margrét
HárKristin Egilsdottir
StílistiAlexandra Sif Nikulásdóttir
Skart : Kiss Kringlunni
©ArnoldBjornsson
 What a team.. dýrka þenann nagg <3

Annars er frekar lítið að frétta af mér sjálfri.. nema að að undur og stórmerki gerast enn!
Er að taka stór skref fram á við hvað varðar að slaka á í lífinu, vera rólegri og njóta.. það mun samt breytast smá um helgina í allri gleðinni, en það er líka í lagi endrum og eins.
Það má eiginlega segja að ég sé að standa mig í meistaramánuðs markmiðunum mínum sem ég bloggaði um.
Set stefnuna á að standa mig samt enn betur vúhú :)

Ætlaði bara að hafa þetta stutt og laggott að þessu sinni.
Þangað til næst

OG játss stay tuned.. tek inn myndir af makeupum helgarinnar og set inn á Ale Sif á facebook.

LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli