22.1.15

Endurbætt útgáfa af Alehafraklöttum


ALEHAFRKLATTAR <3
Gott má alltaf gera betur eru orð að sönnu :D
Eftir vikulegan bakstur af klöttunum mínum síðan ég keppti í nóvember, þá hef ég betrumbætt þessa snilld !
Held það hafi án djóks ekki liðið einn dagur sem ég fékk mér ekki eitt stykki og óvart þrjú stykki í gleðinni.. svo mikið uppáhalds.

Gömlu uppskriftina finnur þú HÉR.
Tók sem sagt út vanillusýrópið, fékk fljótt ógeð af því.. 
Meika oft ekki mikið svona gervisykursdóterí.. og svo dróg ég úr eggjunum en bætti þess í stað meiri banana sem gerir besta bragðið, ásamt náttúrlega kanilnum sem ég nota í ofurmiklu magni.
Með því að setja kókosmjölið kemur svona extra tocuh á heildrútkomuna..
kv matarperrinn

Hér kemur því uppfærð útgáfa af þessari dýrð.
Þetta eru hlutirnir sem þú þarft í baksturinn:

250 gr bananar
1 heilt egg
1 eggjahvíta
130 gr hafrar
70 gr Rúsínur eða döðlur
1 msk gróft kókosmjöl
Hreinn kanill eftir smekk

Ég stappa banana niður með svona stappara sem er notaður fyrir kartöflumús, hræri þá svo saman við eggið og hvítuna með gaffli.. til að vera snögg.
Blanda svo höfrunum vel saman og smelli svo restinni við og malla við.
Stundum er gott að leyfa þessu að standa í smá og setja svo í eldfast mót með bökunarpappír undir (þannig kemur þú í veg fyrir að þetta festist við).
Baka með blástri og hita uppi og niðri í 180° í ca. 15-20 mín, fylgist vel með og tékka status, má ekki vera of hart en samt smá svona mýkt og chrunchie on the side.

Tek þetta út og leyfi þeim að kólna áður en ég sker þetta niður í fjóra bita.
Baka oft þrjár svona uppskriftir á sunnudegi og á þá bara út vikuna í frystinum.
Tek út deginum áður og geymi alltaf í kæli.
Mæli með að prufa þetta gúrm.

Þangað til næst
Ykkar einlægi hafraklattaperri
LOVE ALE 
<3

9 ummæli:

 1. Er þetta hugsað meira sem svona ''nammi'' eða er þetta í lagi sem svona hversdags millimál? :)

  SvaraEyða
 2. Er þetta köttvænt eða er of mikið af bönunum í þessu ? :)

  SvaraEyða
 3. Ég myndi sjálf alveg borða þetta í kötti en svo er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum.
  Þetta eru hollustuklattar sem eru hugsaðir sem millimál... engin hvítur sykur né hveiti og því mun hollari en þessi sem fást t.d. í búðum :)

  SvaraEyða
 4. Hæ, er ein uppskrift S.s. 4 skammtar? :)

  SvaraEyða
 5. Verð bara að skilja eftir komment (ég er síkommentandi).. bakaði þetta um helgina, frysti og borðaði einn áðan, þetta er geggjað gott, mjög fínt að sjá að maður geti átt gott millimál í frystinum sem er auðvelt að búa til! :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. VÁ það gleður mig að heyra :D takkk svo mikið fyrir að deila því með mér.

   Eyða
 6. Þetta er mjög einfalt og idiot proof hehe og ekkert smá gott! Uppáhalds millimálið mitt mæli klárlega með þessu :)

  SvaraEyða
 7. Nomm, hljómar vel Ale 😀 prófa þessa á mrg 😉

  SvaraEyða