28.1.15

Ef þú hugsar ekki vel um líkamann þinn, hugsar hann ekki vel um þig


Ég kann svo virkilega að meta það hvað mínum nánustu er annt um mig.
Ungfrú sú sem ætlar að sigra heimin á það til að vera nokkrum skrefum á undan sjálfri sér og er því mikilvægt að einhver sé þarna til að draga mig aftur á jörðina.

Til að taka dæmi um hversu ofvirk ég er þá fór ég út úr húsi klukkan 5:40 í gær.. smellti mér á æfingu og fór þaðan í vinnuna og vann samfleytt í 12 tíma við tölvuna.. ef ég kemst í gírinn við æfingaplön og slíkt þá er ég óstöðvandi.

Lét það svo sannarlega ekki nægja og kom heim eftir vinnudaginn og eldaði mat til að eiga inn í vikuna og setti dót í töskur fyrir átök dagsins í dag sem byrjuðu á ofurtíma hjá Villa í Fitnessboxi klukkan 6:10 í morgunsárið.
Það sem ég elska að byrja daginn svona vel og er að fíla þennan nýja morgunlífsstíl minn, fittar vel fyrir þessa A manneskju sem ég er.

Efir vinnudaginn í dag var mér samt skipað af ungfrú Bess að taka létta lögn sem var svo sannarlega veðskulduð og ljúf, en ég verð að viðurkenna að hún endist ekkert of lengi þar sem ég var strax farin að hugleiða þessa færslu haha..


Ég rakst einmitt á þetta kvót á Pinterest um daginn... það á svo fáranlega vel við mig.
Ég þarf eiginlega að læra að geta skilið eftir sum verkefni ókláruð.

Fyrir utan fjölskylduna þá eru vinkonur mínar alltaf til staðar til að draga mig aftur á jörðina.
Rósa vinkona er ein af þeim sem er alltaf til staðar og minnir mig á að hugsa vel um mig, algjört must að hafa eina svona fallega Rós í lífinu sínu.

Hún er búin að tékka á mér nokkrum sinnum til þess að bjóða mér í svokallaða LPG meðferð sem er í boði í Blue Lagoon Spa þar sem hún vinnur sem snyrtifræðingur en ég hef hingað til ekki gefið mér tíma til þess að mæta.

Þessa vikuna eftir öll átök janúarmánuðar ákvað ég að láta slag standa.. þar sem að líkaminn er smá lúin eftir glerharðar æfingar og mikla setu við tölvuskjáinn sem framkallar vöðvabólgu fyrir allan peninginn.
Ég las nefnilega að tækið ætti að vinna vel á vöðvabólgu sem og appelsínuð ásamt því að stinna húðina og örva blóðflæðið.





Maður á einungis þennan eina líkama og því eins gott að hugsa vel um hann !
Það er eitt stk góð lexía sem ég lærði eftir seinasta ár og ætla gera mitt besta þetta árið til að forðast að lenda í slíkum aðstæðum aftur.
Ég hef hingað til ekki fengið svæsið magakast síðan í júlí á seinasta ári og ætla að halda því þannig... 7,9,13.

-
Hvað líkamann varðar þá eru nokkrir hlutir sem ég hef sem ég geri reglulega til að halda honum í skefjum samhliða æfingunum:
Svo eru aðrir hlutir samhliða fyrir sálina sem ég set stefnuna á að blogga um seinna ef áhugi er fyrir.

  • *Vikulega mæti ég á Kírópraktorstofu Íslands til þess að hnykkja mig og halda mér uppréttri, það er mjög auðvelt með mikilli tölvuvinnu að vera hokin.
  • *Ég reyni að skrúbba mig sirka annan hvorn dag til að halda blóðflæðinu í húðinni og halda henni stinnri.. leyfi upplýsingum um þurrburstun að fylgja fyrir neðan fyrir forvitna.
  • *Rúlla mig og teygji eftir hverja einustu æfingu, til að viðhalda því sem ég geri fyrir ofan.
  • *Er alltaf með vatnsbrúsa við hendina og drekk reglulega volgt sítrónuvatn á morgnana
  • *Borða mjög hollan mat og passa mig að borða vel og reglulega yfir daginn... er eins og klukka hvað það varðar.
  • *1 msk af hörfræolíu á morgnana til að smyrja skrokkinn og það gerir líka gott fyrir magan minn.
  • *Svo má ekki gleyma hvíldinni sem er oft vanmetin.
  • Það að sofa nógu vel og reglulega skiptir gífurlega miklu máli(má bæta mig í þessum lið).

Til að taka þetta skrefinu lengra þessa vikuna og tríta mig smá pantaði ég mér í LPG meðferðina á mánudeginum, mæti til kíró á morgun og fer svo í nudd á föstudaginn sem mér var eiginlega skipað að mæta í af ungfrú Bess þar sem að ég á það innilega skilið og hef ekki leyft mér slíkt í nánast ár... hún er með heragan á mér.Það sem ég hlakka til að fara til kíró á morgun og nudd á föstudaginn.. mæti ný manneskja inn í helgina.
Það má eiginlega segja að LPG meðferðin sé svona þurrburstun tekin á level 10 og maður á að sjá mun eftir einungis nokkur skipti.
Það var svolítið mikið gott að fá þarna hálftíma fyrir sig og labba vel endurnærð og blóðflæðið á fullu eftir tíman.. væri spennandi að prufa oftar, set stefnuna á það í framtíðinni.
**Þær sem hafa áhuga á að prufa LPG meðferðina geta fengið 20% afslátt með því að taka fram þegar þær bóka að þær fylgjast með blogginu mínu
<3


Til að svara svo spurningunni um þurrburstun leyfi ég punktum um hana að fylgja:
TIl að byrja með þarftu svona bursta eins og þennan hér.
Sjálf keypti ég minn í Body Shop á sirka 3000 krónur.




  • *Mér finnst best að gera þetta eftir æfingu fyrir sturtu, þá kemst þetta líka í rútínu.
  • *Ég legg alltaf mesta áherslu á rassinn, lærin og kviðinn.
  • *Alltaf að bursta í áttina að hjartanu og nota hringlaga hreyfingar.
  • *Eftir burstunina hoppa ég svo í sturtuna og gusa á mig köldu vatni, það örvar blóðrásina enn frekar.
  • *Að sturtu lokinni ber ég svo á mig uppáhalds body lotionið mitt frá Bath and Body Works, Pink Chiffon og nudda vel inn í húðina.
Vonandi gat ég gefið einhverjum góð tips og minnt allavega eina manneskju á setja sjálfa sig í fyrsta sæti ;)

Þangað til næst

LOVE ALE <3


5 ummæli:

  1. Mæli með eplaediki í vatn á fastandi maga á morgnana, algjör snilld fyrir viðkvæma malla :)

    SvaraEyða
  2. já þú þarft sko að hafa einhvern með svipuna á þér svo þú gleymir ekki sjálfri þér <3

    SvaraEyða
  3. Þessar vörur eru líka algjör snilld http://www.shaktimat.co.uk/shop/

    Ég nota mikið nálastungudýnuna frá þeim, á hverju kvöldi reyndar og hún hjálpar mikið með auma og þreytta vöðva, eykur blóðflæðið, hjálpar með verki og ofan á það verður maður svo afslappaður og þreyttur þegar maður liggur á þessum dýnum að ég sofna oft eins og lítið barn á minni. Hægt að nota hana á allan líkamann líka. Fer sjálf í hnykkingar&nudd enn þó á kannski 3 vikna fresti og nota þessa nálastungudýnu og svo rúlla mig þess inn á milli :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Snilld takk fyrir þetta mun skoða þetta nánar :D
      Væri helst til að eiga bara nuddara heima hjá mér hehe.. en það er greinilega allt til.. spennandi !

      Eyða