1.2.15

USA kreivings

ÓMÆ !!

Hvað var ég að gera sjálfri mér með því að fara inn á síður hjá Amerísku verslunum !?!
USA þráin blundar alltaf í manni..
Ég vil meina að ég hafi hreinlega fæðst í röngu landi.
Reyndar þegar ég hugsa það svo lengra.. þá er ég ekki þessi ofurvæmna og opna týpa sem er mjög algeng í Ameríku.. en það er örugglega eitthvað sem má vinna með.

Ég er búin að vera passa mig að skoða ekkert uppáhalds USA búðirnar mínar á netinu því þessar blessuðu síður eiga til að freista mín og ég er í sparnaðarherferð.
Af því mig vantar svo í eina vöru fyrir farðanir sem ég vissi að væri til í Spehora.. þá leiddi eitt af öðru og ég er óvart komin með ágætis draumalista.
Má til með að deila þeirri snilld með ykkur og held áfram að dreyma þar sem ekkert af þessu er bráðasta nauðsyn, nema ég væri til í primerinn upp á vinnuna að gera.Urban Decay Eyeshadow Primer portion

Þetta er mesta snilld sem ég veit !
Rósa vinkona fjárfesti í svona núna þegar hún var úti og ég mundi að ég ætti einmitt prufur af svona sem fylgdi með Naked 3.. 
Primer er sem sagt til að gera litina í augnskugganum sterkari, grunna og halda honum betur á.
Ég sofnaði óvart um daginn með málningu á mér og þegar ég vaknaði var eins og ekkert hefði ískorist.. þannig þessi primer er að virka.


Svarta og hvíta Nike í gymmið

Til að matcha við outfits í ræktina sem innihalda aðeins of mikið af lit... er svo mikil litasprengja.
Það er einhvern vegin must að eiga eina svona bara plain.


American Apparel Dark wash high waist jeans

Játs Ariana Grande á bara svona skvísubuxur..
Annars á Katrín þannig líka og ég er in love og langar í mínar eigin.


Too Faced ferðaburstasett

Þrái að eignast almennilegt ferðaburstasett því ég er svo oft að mála mig eftir æfingu og fara beint í vinnuna.


Marc Jacobs eyrnalokka

Á svona gyllta en græðginni langar í silfur líka.ALLTOF mikið af fötum og dóteríi sem mig langar í hér.
Valvíði á háu stigi þegar ég flétti í gegnum þessa elsku síðu.


NIKE sculpt tights

ELSKA uppháar íþróttabuxur.. mitt uppáhalds snið frá Nike er Legendary.
Rak aukun í það að þeir eru komnir með nýtt snið sem myndin er af fyrir ofan og þar af leiðandi enn hærra í mittið en Legendary sniðið... I WANT !Nike Pro langermaboli með V hálsmáli

Eftir að Ísa systir sýndi mér sinn langermabol erum við báðar með æði fyrir þeim.
Langar að eiga fleiri liti til skiptana þar sem ég eyði alveg dágóðum tíma í ræktinni.Anastasia Brow powder duo Blonde

Ég er mikill augabrúnaperri og finnst mjög mikilvægt að hafa þær vel mótaðar þegar ég farða og bara dags daglega fyrir sjálfa mig.
Augabrúnirnar gera svo gífurlega mikið fyrir andlitið.
Ég nota oftast Brow Wiz frá Anastasia sem er blýantur en langar svo að prufa svona Brow Powder duo frá henni líka.
Sá einmitt að það er hægt að kaupa þessar vörur hér á Íslandi á síðunni nola.is
Kannski ég fjárfesti bara í einu svona til að prufa :) BB Cream frá MAC


All that glitters augnskuggi frá MAC

Ég tók ákvörðun um áramótin eða eiginlega fyrir áramót að hætta alfarið að fara í ljós þar sem að það er ekki hollt fyrir húðina og maður á bara þennan eina líkama svo það er eins gott að hugsa vel um hann.
Ég ætla einmitt að blogga nánar um það í vikunni mögulega.
EN vegna þess þarf ég ljósari farða dags daglega, vil ekki meika mig en svona smá cover og fékk því tester af BB cream frá MAC og er að fíla það mjög vel..
Væri til í smá shopping spree í MAC því að það eru nokkrir augnskuggar frá þeim að klárast, meðal annars þessi sem ég nota mjög mikið.Hinir fullkomnu rauðu skór

Er búin að þrá rauða háa íþróttaskó í meira en ár, það er bara eitthvað svo nett við þá.. Finnst þessir Rebook ofur og hef reyndar séð nettaða frá Nike líka.. þessir skór myndu allavega klárlega poppa hvaða outfit sem er upp.


Qdoba burrito

Já seinast en ekki síðst MUST að enda þetta á þessu.. kemur kannski engum á óvart.
Eitt uppáhalds sem ég sakna frá USA.. burrito á Qdoba sem er eitt það besta sem ég fæ
<3


Ætla að láta þetta gott heita í bili og smelli inn einhverju spennandi í vikunni, þannig ekki gleyma að fylgjast með.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli