8.2.15

Brúnkuhugleiðingar Ale


Þeir sem fylgjast með mér hafa kannski tekið eftir því að mér finnst mjög gaman að gera hluti sem bæta bæði líkamann og sálina.. þannig bæti ég líka sjálfa mig.
Með veikindum mínum seinasta árið fékk ég svo hrikalega stóra og blauta tusku í andlitið hvað það að vanrækja sjálfan sig varðar, að ég ákvað hingað og ekki lengra og hef stöðugt unnið í bætingum síðan þá.
Maður lærir ýmislegt á lífsleiðinni lesendur kærir..
Ekki það að margt af þessum hlutum voru alveg vitað mál, það bara vantaði þetta auka skref til að framkvæma ýmislegt.
Og er eitt af þessum betrumbætingum sem ég ætla taka fyrir í þessu bloggi...

Í nóvember á seinasta ári tókum ég og Ísabel systir mín að hætta að fara stunda ljósabekkina í eitt skipti fyrir öll og til hamingju við, þá höfum við ekki farið síðan þá.
Í kjöflarið ákvað ég líka að panta í blettaskoðun og þarf að láta fjarlæga af mér tvo bletti í þessum mánuði.

Ég hef að sjálfsögðu alla tíð vitað að það væri ekki hollt að fara í ljós ,en þetta var bara gamall vani..
Að fara í ljós og fá smá tan á kroppinn til að líta frísklegri út í skamman tíma og fá smá slökun og hita fyrir þreyttan líkama.
Ekki alveg þess virði til lengdar :)

Þá er það ekki bara hættan á sortuæxlum, heldur fer þetta ekki vel með húðina og þessa hluti er ekki hægt að taka til baka.
Þá er líka nauðsynlegt að passa sig í sólinni og vera vel varinn með sólarvörn.

Ég hef tekið eftir ýmsum breytingum og bætingum..
-Áferðin á húðinni minni er mun betri og fallegri. 
-Ég hugsa betur um hana.
-Ég er með mjög viðkvæma húð, þannig mér líður mun betur í henni.
-Einnig finnst mér farðinn njóta sín betur.

Það tók mig smá tíma að venjast því að vera hvítari, en því má alltaf redda ef maður er að fara eitthvert fínt.
Ég hef það alltaf að markmiði að hafa húðina eins náttúrlega og hægt er, hvort sem að það sé brúnkukrem eða andlitsfarði..
Kannski undantekning þegar ég keppi hehe ;)

 Hér eru allavega smá hugleiðingar frá mér...

KROPPURINN


Ef ég vil fá smá lit dagsdaglega nota ég þetta krem frá DOVE sem Aldís vinkona benti mér á að prufa.
 Það fæst bara í næstu Bónus verslun og gefur eins og umbúðirnar gefa til kynna fallegt summer glow.
Eina sem er með þetta krem er að lyktin af því er ekkert einstaklega góð, þannig ég blanda því við uppáhalds body lotionið mitt Pink Chiffon frá Bath and Body Works og þannig er það vandamál úr sögunni.

Ef ég er að fara eitthvað fínna þá nota ég brúnkukremm sem Ísabel kynnti mér fyrir frá Milliondollar Tan..
Þá keypti ég krem útgáfuna af því (hægt að fá froðu og sprey líka).
Ég keypti sér fyrir andlitið og sér fyrir líkaman, endaði óvart með dekkri lit fyrir andlitið, þannig ég blanda þessu saman, og mun ekki gera sömu mistök næst.

Fíla það að áferðin er mjög létt og ég finn ekki fyrir þessu eins og með mörg brúnkukrem.
Svo er nánast engin lykt og það smitar ekki !

Smelli þessu á með hanska kvöldinu áður og vakna eins og ég hafi farið á sólarströnd daginn eftir.. algjör snilld !

ANDLITIÐ


LÉTT
Dags daglega finnst mér mjög fínt að vera með léttan farða eða jafnvel engan farða.
En yfirleitt set ég bara Kanebo glow sem grunn, smá Bare minerals steinefnapúður yfir og nota Reflex coverið mitt frá Make Up Store sem hyljara.


MIÐLUNGS
Ef ég vil fara millivegin nota ég Studio moisture fix frá MAC og Cover All mix frá Make Up Store ásamt Reflex coverinu og steinefnapúðrinu, en sleppi þá glowinu.
Ég kynntist þessum farða frá MAC núna nýlega, er sem sagt litað dagkrem og ég elska hvað það er létt og frískandi.. einmitt það sem mig vantaði til að fá aðeins meiri þekju en Kaneboið.
Cover all mixið (hyljari) er sá besti sem ég hef prufað, hann nota ég til að setja undir augun og á roða í húðinni.


Með þessu nota ég svo sólarpúðrið HOOLA sem Rósa vinkona keypti fyrir mig í NY.
Hef verið að finna mér nýtt uppáhalds sólarpúður eftir að mitt hætti í sölu hjá Make Up Store.. og það er fundið !
Til að fullkomna lúkkið þarf alltaf smá roða í kinnarnar og er þá yfirleitt einhver bleikur eða ferskjulitaður kinnaliturfyrir valinu.. ég er með æði fyrir Fresh Rose frá Make Up Store þessa dagana..
Hingað til hef ég ekki fundið kinnaliti sem eru jafn góðir og þeir frá Make Up Store, svo sterkt og gott pigmentið í þeim... luvit!

Þegar ég fer svo eitthvert fínna er eina sem breytist að ég nota meik sem grunn og fæ þannig meiri þekju.


Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli