25.1.15

Ræktarplaylistinn minn vol #3

Áður en ég ræði ræktarplaylistann minn enn frekar þá langaði mig til að svara þeirri spurningu sem ég hef fengið senda frá nokkrum.
JÁ klattarnir mínir eru ofurhollir.. þar sem þeir innihalda engan sykur nema bara sykurinn úr ávöxtunum og ekkert hveiti.
Grunnurinn er líka allt betri kostir :)
Það er samt með þá eins og annað hollt og óhollt reyndar líka að best er að borða þá í hófi, þess vegna mæli ég með að skipta í fjóra bita og er þá einn klatti flott millimál.
Ef þú varst ekki búin að skoða uppskriftina þá er beinn tengill á hana HÉR.

Og yfir í annað...
Þegar maður mætir nánast daglega í ræktina (alltaf hinn mikilvægi hvíldardagur inn á milli, jafnvel tveir).. 
Þá er mjög mikilvægt að vera með puttan á púlsinum hvað playlistan varðar.
Ég meika ekki að hlusta á tónlist þegar ég er að einbeita mér í vinnunni eða þegar ég er að einbeita mér í lyftingunum, en hlusta oft á útvarpið úr og í vinnu, stundum eru lögin þar bara orðin svo þreytt eftir ofspilun.
Þess vegna finnst mér svo geggjað að taka smá brennslu með tónlistina í botni eftir æfingu áður en ég sest fyrir framan tölvuskjáinn næstu tímana að vinna...
Er eins og versti lúði að dilla mér og syngja með inn í mér :D

Mig langar því að deila með ykkur uppáhalds @ the moment.
Fyrri playlistar eru á blogginu mínu, VOL #1 & VOL #2
Ef þú ýtir á nafnið á laginu kemur það upp á Youtube.

1. L D R U & Yahtzel // The Only one
Finnst þetta eitthvað svo glaðlegt og skemmtilegt

2. Yahtzel // High with me
Svipaður fílingur í þessu og laginu að ofan, enda sami artistinn.


Það sem ég elska þetta lag, það er bara eitthvað við taktinn.
Var einmitt í spilun þegar ég labbaði inn á sviðið þegar ég keppti seinast.

Byrjar hægt en svo eykst hraðinn.. frekar nettað !


7. Mob Tactics // The Answer
Þetta er snilld í endan í brennslunni til að klára sig alveg.

8. Ariana Grande feat. Weeknd // Love me harder
Veit ekki hvernig í ósköpunum en ég get dillað mér við þetta á skíðavélini

9. Parra For Curva feat. Anna Naklab // Wicked Game
Upprunlega lagið er bara drullugott.. en það er eitthvað við þetta beat sem ég er að digga.


10. Boy & Bear // Feeding line ( FDVM edit)
Stundum heilla bara beatin í lögunum mig..


12. Le Youth // Cool (Ben Pearce remix)
Hef sett þetta áður.. það sem ég elska þetta lag.. langar helst að vera ein niðri í bæ á dansgólfinu, í mínum eigin heimi að djamma þegar ég heyri þetta haha.. góð lýsing !

Mjög fjölbreyttur tónlistarsmekkur, en vonandi gefur þetta einhverjum smá ábót í rætkarplaylista safnið þeirra og pepp inn í vikuna !

Svo er ég alltaf að safna gúrmei lögum í playlist, svona meira kósý sem hægt er að fylgjast með á Youtube HÉR.

ENJOY!
Þangað til næst
LOVE ALE
<3

1 ummæli: