10.4.18

Allt um helgina í London


Ég viðurkenni að það er bara smá spennufall eftir helgina haha.. 
Alltaf jafn skrítið að vera búið að hlakka til einhvers svona lengi og svo er viðburðurinn búinn. Þrátt fyrir það er þó nóg annað spennandi framundan á næstu mánuðum.


Helginni var sem sagt eytt úti í London og eins og ég talaði um í blogginu á undan þá var ástæða ferðarinnar make up námskeið hjá einum vinsælasta förðunarfræðingi Bandaríkjanna, Mario Dedivanovic (https://www.instagram.com/makeupbymario/) sem er helsti förðunarfræðingur Kim Kardashian.

Ég og Rósa vinkona mín erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum að vinna í Make Up Store fyrir níu árum og erum dolfallnir make up aðdáendur. Nú þegar maður á stór afmæli á árinu þá er það ansi góð ástæða til þess að gera þetta ár skemmtilegt (ég allavega nota það óspart 😂) og því ákváðum við að slá til og smella okkur á The Masterclass sem að Mario hefur verið að halda um allan heim.

Það er alveg óhætt að segja það að við höfum labbað út í skýjunum með daginn eins og sést á myndinni fyrir neðan sem við fengum með honum í lokin.
Við lærðum líka fullt af trixum frá honum en hann tók fyrir Hollywood glam förðun. Goodie bagið sem við fengum í hendurnar var alls ekki af verri endanum með fullt af fallegum vörum. Ég stóðst ekki mátið og varð að vigta pokann þegar ég var að pakka niður og var hann heil 4 kg.

Helgin í heildina var svo yndisleg og virkilega skemmtileg!
Mjög mikil tilviljun að við fórum einnig til London fyrir ári síðan og var þessi ferð allt öðruvísi. Ég og Arnar ákváðum í byrjun janúar að leggja til hliðar 15.000 krónur á mann mánaðarlega til þess að hafa sem svona auka pening til þess að fara út að borða, borga lestar og gera hluti í ferðinni eins og að fara í London Eye.
Það er klárlega eitthvað sem ég mun gera aftur í svona borgarferð en það gerði það að verkum að maður týmdi frekar að leyfa sér góðan mat og gera hluti. Okei þetta hljómar smá Jóakim-legt hjá mér.. eeen ég er mjög nægjusöm og gæti þess vegna farið og keypt mér burrito alla dagana eins og við gerðum held ég seinast haha.. en það að taka sig til og fara fínt skapaði mun meiri stemmingu. Svona fann maður líka minna fyrir því að maður væri að eyða því að alltaf ratar maður í blessuðu búðirnar og eyðir smá pening þar líka.

Við fórum að tvo flotta staði sem ég mæli klárlega með ef þið eigið leið í London.
Rósa fann The Chettinad London á Trip Advisor sem er indverskur veitingastaður með mat frá Suður Indlandi. Við fengum virkilega góðan mat og góða þjónustu frá krúttlegum þjón þar sem heitir Arif. Mæli 100% með ef þið eruð fyrir indverskan mat.Einnig fórum við á stað sem heitir Bob Bob Ricard. Ég var búin að heyra mjög góða hluti um hann og var spennt að panta mér Beef Wellington sem stóðst svo sannarlega mínar væntingar.Svo fórum við líka á mjög skemmtilegan kokteilstað sem að margar spurðu út í. Hann heitir Mahiki og var í Hawaiian þema og er svo skemmtistaður á kvöldin. Er ekki mikil fyrir kokteila en var mjög hrifin af einum þarna sem hét Daddy G ef mig minnir rétt.
Í uppáhaldi var einnig Pret a Manager sem er staður með samlokur, safa og annað.Þar var ég mjög hrifin af spelthafraköku og nýkreistum appelsínusafa í morgunmat. Ég fer svo ekki til útlanda nema fá mér burrito og var því komið við á Ameríska burritostaðnum Chipotle tvisvar.
Ég gleymdi svo að fá mér Mc Flurry með Cadbury Caramel og er enn bitur yfir því 😂 var eiginlega of holl í þessari ferð því ég var bara of upptekin að gera hluti.

Ég er líka mjög ánægð að hafa keypt bara hluti sem ég var búin að plana að kaupa af því að þeir fást bara þarna en það rötuðu reyndar örfáar snyrtivörur ofan í körfuna líka. Kaup ferðarinnar voru samt klárlega 5 punda náttkjólar í Primark þar sem ég elska þannig náttkjóla.
Arnar á eiginlega skilið verðlaun fyrir að hafa þolað mig í snyrtivörubúðum og öðru þar sem ég er mjög mikill skoðari. Er alltaf að sjá meira og meira hvað hann er mikill keeper haha.
Annað afrek var líka að í fyrsta skipti sem ég fer erlendis eftir að ég gerðist Ræktardurgur og sleppi því að taka með mér æfingaföt. Maður þarf líka að kunna það og njóta enda var þrammað um alla London og fæturnir ansi aumir á kvöldin.

Get ekki sagt annað en að ég sé í skýjunum eftir þessa geðveiku helgi. Mun klárlega aftur fara til London bráðlega.
Over and out, Ale
25.3.18

Updeit


Góðan og blessaðan..

Ég viðurkenni að hér hefur ríkt svokölluð blogglægð seinasta mánuðinn. Eini samfélaagsmiðillinn sem ég hef verið eitthvað virk af ráði er Snapchat en ég ákvað reyndar líka að taka mér viku pásu frá því um daginn í viku.

Það var mjög áhugaverð vika þar sem ég hef í raun aldrei tekið mér svo langt frí frá þeim miðli. Ég fann hinsvegar að það var nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er stundum svolítið tvísýn í þessum samfélagsmiðlaheimi og einnig langaði mig að prufa að vera með símann minna á lofti.
Ég hef það samt alltaf hugfast að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum mig og set ekki allan daginn minn inn á Snapchatið og þar af leiðandi ekki alltaf með símann á lofti - maður hefur alltaf val um hvað fer þar inn.

En ég vel það vissulega sjálf að vera með opið Snapchat. Ástæðan fyrir því að ég rækta bloggið mitt og aðra samfélagsmiðla er af því að ég hef gaman af því og mér finnst enn skemmtilegra að geta gefið af mér, þá uppskriftir, þekkingu tengda hollum og góðum lífsstíl, förðun og svo framvegis. Inn á milli ratar svo einhver vitleysa frá mér og mínum húmor en mér finnst mikilvægt að taka lífinu ekki of alvaralega, þó svo að ég geti alveg verið mjög alvaraleg líka.

En já ég sem sagt fór í smá lægð samhliða þessu og stundum langar mig til að blogga en maður tímir einhvern vegin að opna tölvuna á kvöldin þegar maður hefur verið að vinna í tölvunni allan daginn. Ég hef yfirleitt græjað bloggin um helgar en það hefur verið nóg að gera.
Að mestu leyti bara þetta daglega líf, æfa, sofa vinna og reyndar fór ég á mjög skemmtilegar kynningar hjá YSL og Sensai í liðnum mánuði, tók þátt í öðru hlaupi ársins og var "mamma" litla frænda míns í fimm daga svo að eitthvað sé nefnt.

Annars er fullt spennandi framundan og andinn og peppið er að hellast yfir mig.
Í byrjun apríl eru náttúrlega páskarnir en helgina eftir það er ég á leiðinni til London með vinkonu minni á förðunarnámskeið sem við erum að rifna úr spenning yfir. Við erum sem sagt á leiðinni á Masterclass með Mario sem er einn af förðunarfræðingunum hennar Kim Kardashian og ég er búin að fylgjast með honum síðan ég byrjaði að vinna í Make Up Store fyrir 10 árum (jesús hvað tíminn flýgur). Í för verða einnig maðurinn hennar og Arnar þannig það verður notið í botn þessa helgi.


Svo er stefnt að afhendingu á íbúðinni í apríl og er ég virkilega spennt fyrir því að koma okkur fyrir og gera þetta að okkar. Við nýttum einmitt þessa helgi til þess að byrja að spá í húsgögnum en ég er alveg komin með langan lista yfir hluti sem eru á draumalistanum fyrir heimilið. Við munum svo koma okkur fyrir hægt og rólega.
Einnig er ég byrjuð að skipuleggja sumarið og annað skemmtilegt sem ég hlakka til að deila með ykkur.

Ale Sif
12.2.18

Amino Energy krap


Ég hef undanfarinn mánuð fengið svo ótrúlega margar fyrirspurnir um Amino krapið sem ég geri mér á morgnana þegar ég tek mynd af morgunmatnum mínum og krapið er við hliðina. Ég set reglulega allar uppskriftir og hugmyndir af matarsamsetningum sem ég sýni á Snapchat í albúmið á likesíðunni minni HÉR og hef því sett þessa uppskrift þar en það er skemmtilegra að hafa þessa snilld hér líka.Ég drekk ekki kaffi þrátt fyrir að hafa ítrekað reynt það. Mig langaði til þess að geta verið með í kaffistemmingunni sem ríkir hér á landinu en ég verð bara fárveik þegar ég drekk það. Á tímabili.. hehemm já sem sagt áður en ég byrjaði að huga að bættum lífsstíl þá fór ég með að minnsta kosti tvo til þrjá Magic á dag. Sá drykkur inniheldur töluvert af sykri og því ekki mjög góður kostur. 

Þegar Amino kom á markaðinn hér heima á sínum tíma árið 2011 minnir mig var það eins og himnasending fyrir mig. Síðan þá hef ég notað það eins og kaffi, drekk á morgnana og stundum fyrir æfingar. Amino Energy er ekki hitaeiningaríkt, inniheldur engan sykur og fitu og er koffínið komið frá grænu tei.

Í seinni tíð hef ég gert mér svona krap úr því. ELSKA þetta krap finnst það bara eins og nammi og ekki skemmir að það veitir mér orku inn í daginn.

Hvernig geri ég svo krapið??

Það sem þú þarft:
-Nutribullet græju, virðist virka best í því
-Amino Energy - ég nota Fruit Fusion langmest, uppáhalds bragðið. Ég er svo grimm í þessu að ég fæ mér alveg fjórar skeiðar 🙈
-Dass af sítrónusafa
-Sirka níu stóra klaka - þannig þeir fylli upp að max línunni
-Vatn upp að max línunni

Þessu er svo smellt í Nutribullet græjuna og best er að drekka með röri.


Njótið vel,
Ale Sif
7.2.18

Uppáhalds snyrtivörurnar í janúar


Það er ekki mjög langur listinn þennan mánuðinn en þær vorur sem að náðu á listann eru allar í mjög miklu uppáhaldi og vörur sem eru komnar til að vera!
Vörurnar hef ég bæði keypt mér og fengið að gjöf. Ég vil þó taka það fram að ég vanda valið mjög vel þegar ég tek á móti gjöfum og eru það alltaf vörur sem eru í merkjum sem ég hef notað nú þegar og er ánægð með.


Origins andlitsvatn úr Three part harmony línunni
-Hannað til að endurnýja, gera við og viðheldur ljóma
Þegar ég sá að þessi vara var að koma las ég mér til um hana og var mjög spennt að prufa. Þessi vara er með virkni og hentar vel fyrir þroskaða húð myndi ég segja þar sem þetta vinnur með öldunareinkennum (ég er nú einu sinni að verða þrítug á árinu). En svo veitir þetta einnig góðan raka og viðheldur ljómanum í húðinni. Þetta hrissti ég fyrir notkun, set í bómul og ber á hreina húð á morgnana og kvöldin áður en ég set á mig andlitskrem.

Origins augnkrem úr Three part harmony línunni
-Hannað til að endurnýja, gera við og viðheldur ljóma
Ég var einnig mjög spennt að prufa augnkremið en það er tvískipt. Kremið sem borið er á morgnana er létt og það sem borið er á kvöldin er aðeins þykkara. Þetta augnkrem gefur mikinn raka og aðstoðar húðina við að viðhalda honum. Húðin undir augunum er alltaf þynnri en annarstaðar í andlitinu og mæli ég hiklaust með að nota sér krem á það svæði.

Bare minerals Stroke Of Light - hyljari
Ég get engan vegin skilið af hverju ég hef ekki deilt þessari snilld með ykkur áður. Þessa vöru hef ég notað síðan að ég blautir hyljarar komust í "tísku". Ég er ekki mikið fyrir mikla þekju þegar kemur að farða og hyljurum. Þessi hylarji er frekar léttur en þrátt fyrir það gerir hann svo sannarlega sitt verk og gefur svo ótrúlega fallegan ljóma. Ég nota lit númer eitt - Luminous 1.

Bare minerals Perfecting Veil
Þessa vöru fékk að gjöf um daginn. Ég er ekki mjög hrifin af föstu púðri og var því frekar skeptísk á það. Ég hef notað Orginal lausa púðrið frá þeim síðan 2010 þannig ég las mér til um þetta púður áður en ég notaði það og lét slag standa. Ég er búin að nota það yfir léttan farða (Becca First light primer blandaður við Sensai Bronzing gel) og svo yfir meikið mitt (Becca Aqua Luminous) og VÁ!
Það kom rækilega á óvart !! Þetta púður er einmitt ætlað til þess að setja yfir farða. Ég hef fengið ansi margar spurningar á Snapchat hvað ég sé eiginlega með á húðinni síðan ég byrjaði að nota það. Gefyr virkilega fallega áferð og bráðnar inn í húðina. Það fylgir svampur með en ég notaði bursta. 

Set tengil á púðrið HÉR þar sem ég sé að dósin varð svört þegar ég setti myndina inn.


OPI Lisbon 
Hands down með flottari naglalakkalínum sem OPI hefur komið með!
Þetta er vorlínan þeirra sem er inspired af Lisbon í Portúgal. Það eru þrjú úr þessari línu í mjög miklu uppáhaldi og ég sé fram á að skipta á milli þeirra núna í vor. Tagus in that selfie - Lisbon wants more OPI - You've got nada on us.


Naglalakkið sýnir ekki alveg sinn rétta lit á myndinni efst en set hér tvær myndir af Tagus in that selfie og Lisbon wants more OPI.

Bare minerals Butter drench rich cream

Mér hefur fundist mjög erfitt að finna mér krem í seinni tíð. Áður en ég fór á húðlyfin Decutan var húðin mín MJÖG olíurík en samt viðkvæm, á tímabili var erfitt að vera með farða hann bara nánast lak af.. þetta var ástand.
Eftir að ég kláraði þá meðferð ákvað húðin mín að fara í algjöra U-beygju og er núna virkilega þurr og extra viðkvæm. Það hefur því ekki auðveldað leitina af almennilegu kremi.
Ég hef verið mjög hrifin af kreminu frá Clinique Moisture surge rich og notað undir það gel í sömu línu. 

Ég fékk svo þetta krem af gjöf og er virkilega ánægð með það. Það er fyrir mjög þurra húð eins og nafnið gefur til kynna og inniheldur meðal annars shea butter og eucalyptus þannig það er bæði að næra, gera húðina fríska og vinnur einnig á fínum línum.

Þið megið líka alltaf senda á mig ef það eru fleiri spurningar.

Ale Sif
5.2.18

Markmiðin mín í meistaramánuði 2018


Eins og ég hef áður komið inn á þá set ég mér alltaf markmið fyrir hvern mánuð ársins og Meistaramánuður engin undantekning. Mér finnst Meistaramánuður frábært framtak og sniðugt að hann hafi verið færður úr október í febrúar vegna þess að það eru ansi margir sem ætla að byrja árið með stæl í janúar, fara of geyst af stað og detta svo úr lestinni í febrúar. Núna tekur Meistaramánuður hinsvegar við í febrúar og hvetur fólk til þess að halda sér við efnið!

Markmiðin mín eru oft bara mjög lítil og mörg hver markmið sem ég set mér mánaðarlega einungis áminning til þess að vera dugleg eða bara panta tíma hjá lækni, þvo bílinn svo eitthvað sé nefnt.
Í Meistaramánuð í fyrra ákvað ég þó að setja mér nokkuð stór og ný markmið eins og t.d. að kaupa mér hjól og sleppa því að kaupa mér bland í poka í hnetubarnum. Það stóð ég svo sannarlega við og hef meira segja farið sjaldnar á hnetubarinn eftir það haha.


Í byrjun ársins setti ég mér eitt markmið sem ég skrifaði bæði fyrir janúar og febrúar en það var að við Arnar myndum finna okkur heimili saman. Það er mjög gaman að segja frá því að seinasta föstudag, sem sagt 2.febrúar skrifuðum við Arnar undir kaupsamning á okkar fyrstu eign saman. Ég get ekki lýst spennunni fyrir því að koma okkur fyrir. Þetta verður svo allt önnur upplifun en þegar ég keypti mér ein og ég fékk að ráða öllu.

Íbúðin er í nýbyggingu í Urriðaholtinu í Garðabænum og við því fyrstu eigendurnir. Ég þarf aðeins að slaka á spennunni þar sem við flytjum ekki inn fyrr en í apríl en ég mun ef til vill deila einhverju með ykkur þegar að því kemur.En hér koma markmiðin mín í meistaramánuði!

*SPARA og ég ætla ekki að nota VISA kortið mitt
*Göngutúr eða útihlaup 1 x í viku lágmark
*Ég ætla að ná 85 kg í hnébeygju eftir stífar beygju æfingar í janúar
*Minnsta kosti eitt deitnight með Arnari
*Byrja að hugleiða húsgögn og annað á heimilið okkar
*Finna næsta hlaup til þess að taka þátt í (fór í Norðurljósahlaupið seinasta laugardag)
*Hafa það frammi fyrir mér að líða vel og njóta líka, duglegri að slaka á
*Vera jákvæð
*Dugleg að æfa, borða hollt og drekka vatn
*Spara - setti það tvisvar inn til þess að ítreka við sjálfa mig !! hehe
*Hafa mig oftar til á morgnana, dagarnir verða svo mikið betri 

Þetta eru markmiðin mín þennan mánuðinn og er ég spennt að tækla þau!
Smá pressa með þessi kíló í hnébeygjunni þar sem ég var ekki búin að hnébeygja grimmt í sirka tvö ár þangað til í jamúar.. en get, ætla, skal!!


Ale Sif
31.1.18

Ale Hafraklattar


Ég sé sé að það er enn verið að skoða uppskriftina af klöttunum mínum sem ég setti inn fyrir mörgum árum. Síðan þá hef ég prufað mig áfram með uppskriftina og ætla því smella nýrri uppfærðri uppskrift hér inn líka. Þetta er eitt það besta sem ég fæ og eru þeir alltaf til á lager í frystinum heima.

Ég er mikill hafrakökulover og ástæðan fyrir því að ég fór að fikra mig áfram með þessa uppskrift fyrir mörgum árum er sú að flestar hafrakökur og klattar sem að fást í verslunum innihalda mikið magn af sykri og gera þá þar af leiðandi ekki að besta kostinum.

Mig langaði til þess að gera hollari útgáfu af hafraklöttum og úr varð þessi uppskrift sem að hefur svoleiðis slegið í gegn. Hún inniheldur engan hvítan sykur né hveiti og er einstaklega góður kostur sem millimál, morgunmatur eða orka fyrir æfingu.
Ég set stundum möndlusmjör eða hnetusmjör ofan á til þess að gera þetta extra gúrm og hef einnig prufað að setja súkkulaðirúsínur, hentur, möndlur og annað í spariuppskrift af klöttunum.

Hér koma leiðbeiningar:

Ég baka þessa uppskrift alltaf í sama elfdasta mótið sem ég keypti í IKEA, þannig fæ ég mjög góðan skammt af þeim. Set tengilinn með:https://www.ikea.is/products/2573
Ég set bökunarpappír ofan í það til þess að koma í veg fyrir að deigið festist við.

Ég veit það hljómar kannski fyndið en mér finnst MUST að nota gaffal til að blanda hráefnið saman því þannig inniheldur deigið meiri ást og líka vegna þess að þannig verður degið extra djúsí og ekki of hrært.

Það sem þú þarft:
250 g þroskaða banana 

- Athugið: ef þú ert með ofnæmi fyrir banana má nota eplamauk í staðinn.
1 heilt egg
1 eggjahvítu
150 g haframjöl
60 g af döðlum eða rúsínum
2-3 msk af kókosmjöli *val
Kanill eftir smekk (ég nota dágóðan skammt)
*Stundum set ég smá skvettu af vatni aukalega með því að kanillinn þurrkar deigið upp

Aðferð:
Ég byrja á því að setja bananana í skál og stappa þá niður með avokadó stappara eða þá kartöflustappara. Ég hræri svo aðeins í þeim með gafflinum og bæti svo eggjunum við og hræri áfram. Því næst set ég hafrana út í hræri þá vel við eggin og bananann. Að lokum set ég svo döðlurnar eða rúsínurnar út í ásamt kanilnum og hræri meira. Ef mér finnst að uppskriftin megi vera blautari, skvetti ég smá vatni út á til þess að mýkja hana upp.

Deiginu helli ég svo í eldfasta mótið og set inn í ofninn á svona 180 gráður og baka í sirka 20 mín eða þangað til að deigið er orðið þétt í sér. Ég er svona svolítið að fylgjast með, það er nefnilega ekki gott að baka þá of lengi því að þá verða þeir þurrir.

Ég sker svo uppskriftina í fjóra bita (í slíkum bita eru um 200 hitaeiningar) en stundum sker ég þá 16 bita. Klattana set ég í  poka og á þá í kæli eða fyrstinum. Það er hægt að taka þá út deginum áður eða smella þeim í örbylgjuna og þeir eru að geymast mjög vel í frystinum (hefur reyndar ekki fengið neina almennilega reynslu hjá mér þar sem að þeir eru fljótir að klárast).

Mér finnst mjög gaman að sjá hvað klattarnir hafa komið mörgum til góðs og margar minnst á að börnin þeirra elski að fá þá með sér í nesti í skólann.

Ég vona að þið njótið þeirra eins vel og ég 
28.1.18

Heima er þar sem hjartað er


Ég lofaði myndum af herberginu hans Arnar sem við búum nú í tímabundið í seinasta bloggi. Eins og ég minntist á þar fannst okkur mikilvægt að koma okkur vel fyrir og hafa þetta notalegt þrátt fyrir að við verðum hér tímabundið. 

Markmiðið var að hafa smá hjarta í litla krúttlega herberginu en mér finnst magnað hvað það er hægt að gera svona lítið rými notalegt. Við leyfðum bara litnum sem var á veggnum að vera því að mig langar einmitt að vera með dökkan vegg í næsta svefnherbergi og því fínt að prufa það núna. 
Er virkilega sátt með útkomuna og set inn myndir hér fyrir neðan.Hillan okkar
Ég hugsa að ég muni setja þessa hillu upp á framtíðar heimilinu þar sem mér finnst hún mjög krúttleg.
Þetta er svona "hillan okkar" þar sem nöfnin okkar byrja bæði á A - í rammanum eru vel valdar myndir af minningum okkar og við erum bæði vogir.


*Stafinn lét ég sérsmíða hjá smið - keypti hann þegar ég bjó ein en ansi hentugt að hann virkar fyrir okkur bæði hehe.
*Myndarammann með myndunum í keypti ég hjá Prentagram.

*Vogina langaði mig í og fékk í jólagjöf hún er keypt hjá Stjörnuryk
*Hillan er úr IKEA


Förðunaraðstaðan
Ótrúlegt en satt þá var þetta hugmyndin hans Arnars en ekki mín. Hann vildi að ég fengi almennilega förðunaraðstöðu fyrir mig. Hillan var keypt í IKEA fyrir mörgum árum og hef ég notað hana undir förðunardótið mitt í nokkur ár, þessi týpa er ekki lengur til. Ég er alveg í skýjunum með þessa aðstöðu og ætla nota ljósin líka á framtíðarheimilinu okkar.

*Ljósin heita MUSIK og eru keypt í IKEA hér.
*Spegilinn áttum við tilGluggakistan
Hér raðaði ég upp brot af hlutum sem áður voru í skrauthillu á gamla heimilinu.
Blómavasinn er svo fallegur að ég týmdi ekki að pakka honum og svo eru myndirnar í römmunum í miklu uppáhaldi. Myndin af okkur saman í rammanum er frá road trip í Jökulsárlón í sumar. Í rósagylltu römmunum eru fyrstu afmæliskortin sem við gáfum hvort öðru. Ég gaf Arnari með mynd af okkur og Arnar teiknaði og skrifaði múmínálfakortið og mér þykir mjög vænt um það.

*Blómavasinn er úr Módern og blómin líka
*Múmínálfastytturnar úr Líf og List
Snyrtidótið mitt

Það var áskorun að koma þessu fyrir enda er ég mjög mikill snyrtivöruperri. Ég vildi ekki ætlast til að fá að koma þessu fyrir inn á baðinu enda svolítið mikið dót. Ég hafði séð þessa hillu hjá nokkrum og fannst hún tilvalin fyrir snyrtidótið. Í hillunni kom ég fyrir hreinsidótinu mínu, brúnkukreminu mínu, naglalakki, hárvörum og öðru. Ég notaði svo box frá IKEA til þess að hafa þetta snyrtilegt og við settum upp kertastjaka sem við áttum fyrir ofan.

*Hillan heitir Raskog og er úr IKEA, sjá HÉR

*Kertastjakarnir heita PVO og eru eldri týpan af þeirri hönnun, fæst í ýmsum hönnunarbúðum eins og t.d. Epal
*Boxin sem ég notaði eru HÉR og HÉR

Kommóðan
Í þessari kommóðu geymi ég íþróttafötin mín. Það er ekki mikið pláss hér fyrir föt en ég er alveg virkilega sátt með hvað ég hef náð að koma íþróttafötunum vel fyrir með góðu skipulagi.
Ofan á hilluna hef ég svo komið fyrir augnskuggapallettunum mínu, skartgripum og ilmunum okkar með smá krúttlegu skrauti.

*Kommóðan er IKEA Malm hilla
*Kassarnir sem ég notaði undir skipulagið á íþrótafötunum eru úr IKEA, sjá HÉR
*Karfan undir palleturnar keypti ég fyrir löngu Í Sostrene grene
*Boxið undir skartgripina keypti vinkona mín á netinu 
*Marmarabakkan fékk ég í jólagjöf, hanner frá Twins
*Fíllinn er úr Snúrunni

Svo er önnur lengri Malm hilla með fötum og svo sjónvarpið ofan á. Rúmið er fyrir miðju og hengi fyrir sloppsa.

Það þarf ekki mikið til þess að gera eitthvað notalegt. 
Hlakka líka mikið til að finna framtíðarheimili og gera það að okkar.

Ale Sif