12.12.17

Söurbaksturinn 2017 og uppskrift



Ég viðurkenni að ég átti mjög erfitt með að peppa mig í þetta mission í ár. Ég var ekki langt því að beila þegar ég var að leita af uppskriftinni en ég skrifaði hana einu sinni þegar ég var penni hjá bleikt.is. Þar var titillinn á greininni ,,Ekki jól nema ég baki sörur" og það er svo mikið satt þannig ég hysjaði upp brækurnar og peppaði mig í gang enda búin að baka þessar elskur frá árinu 2010 og búin að mastera uppskriftina.

Ástæðan fyrir því að ég var ekki mjög peppuð er sú að ég er svolítið allt eða ekkert týpan og á til að vera frekar gjafmild. Mig langar að allir í kringum mig fái Sörutrít fyrir jólin og hef því gert um fjórfalda uppskrift á einu bretti og gef svo í gjafir. Svo er ég líka svo mikill gúrmari að það dugar ekki eitt bragð af súkkulaðihjúp heldur sex


Mig langaði svo mikið að prufa að baka Sörur á sínum tíma en þorði ekki því að ég hafði heyrt að baksturinn væri flókinn. Baksturinn sjálfur er ekki flókin nema að því leitinu til að það þarf að gera botninn sér og frysta, kremið sér og fyrsta og svo súkkulaðhjúpinn sér og frysta en ég nota yfirleitt frostið úti.
Þegar ég svo byrjaði þennan sunnudag þá mundi ég hvað það er gaman og maður getur dundað sér við þetta.

10 klukkustundum seinna var ég 331 Sörum ríkari (já ég taldi) - en Sörurnar þetta árið eru með dökku súkkulaði, ljósu, hvítu, saltkaramellu og Toblerone.







Ó SÚ GLEÐI að ég er búin að baka þessa dýrð. 
Nú mega jólin sko koma fyrir mér ! 🎅🎄

Það eru margar spenntar fyrir uppskriftinni og því ætla ég að deila henni með ykkur hér lesendur kærir.


Botninn er úr kökubók Hagkaupa


4 stk eggjahvítur
260 g hakkaðar möndlur
230 g flórsykur

Aðferð:
Eggjahvíturnar þeytir þú alveg upp í topp. Það stífar að sleifin getur staðið fyrir miðju í þeim. Meðan þú ert að þeyta þær saman er gott að blanda möndlunum og flórsykrinum saman (nota sigti í flórsykurinn). Eftir að þú hefur blandað því saman og eggjahvíturnar eru þeyttar. Er næsta skref að blanda möndlu og flórsykursblöndunni hægt og rólega við eggjahvítnar með sleif.
Því næst er að setja þær með teskeið á bökunarpappír og baka í ofninum á 180 gráðum í um 11-12 mín.
Kremið
4 stk eggjarauður
160 g flórsykur
160 g smjör
50 g kakó eftir smekk
Skvettu af vanilludropum (finnst það gera kremið extra gúrm.

*ATH að þetta krem dugar ekki alltaf á alla uppskriftina, gott að gera auka

Aðferð:Eggjarauðuna og flórsykurinn þeytir þú mjög vel saman. Þegar sú blanda er vel þeytt, er næsta skref að bæta smjörinu við hægt og rólega. Þegar það hefur blandast við eggin og sykurinn er bara að bæta kakóinu við eftir smekk.Kremið er svo sett með teskeið ofan á botnana, ég set alltaf vel af kreminu til þess að hafa þær extra djúsí. Kremið þarf svo að frjósa áður en að þú hjúpar þær.
Súkkulaðið bræðir þú yfir vatnsbaði og dýfir hverri Söru fyrir sig ofan í og svo frysta þær. Þegar súkkulaðið hefur harðnað er bara að njóta.
Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli