28.1.18

Heima er þar sem hjartað er


Ég lofaði myndum af herberginu hans Arnar sem við búum nú í tímabundið í seinasta bloggi. Eins og ég minntist á þar fannst okkur mikilvægt að koma okkur vel fyrir og hafa þetta notalegt þrátt fyrir að við verðum hér tímabundið. 

Markmiðið var að hafa smá hjarta í litla krúttlega herberginu en mér finnst magnað hvað það er hægt að gera svona lítið rými notalegt. Við leyfðum bara litnum sem var á veggnum að vera því að mig langar einmitt að vera með dökkan vegg í næsta svefnherbergi og því fínt að prufa það núna. 
Er virkilega sátt með útkomuna og set inn myndir hér fyrir neðan.



Hillan okkar
Ég hugsa að ég muni setja þessa hillu upp á framtíðar heimilinu þar sem mér finnst hún mjög krúttleg.
Þetta er svona "hillan okkar" þar sem nöfnin okkar byrja bæði á A - í rammanum eru vel valdar myndir af minningum okkar og við erum bæði vogir.


*Stafinn lét ég sérsmíða hjá smið - keypti hann þegar ég bjó ein en ansi hentugt að hann virkar fyrir okkur bæði hehe.
*Myndarammann með myndunum í keypti ég hjá Prentagram.

*Vogina langaði mig í og fékk í jólagjöf hún er keypt hjá Stjörnuryk
*Hillan er úr IKEA


Förðunaraðstaðan
Ótrúlegt en satt þá var þetta hugmyndin hans Arnars en ekki mín. Hann vildi að ég fengi almennilega förðunaraðstöðu fyrir mig. Hillan var keypt í IKEA fyrir mörgum árum og hef ég notað hana undir förðunardótið mitt í nokkur ár, þessi týpa er ekki lengur til. Ég er alveg í skýjunum með þessa aðstöðu og ætla nota ljósin líka á framtíðarheimilinu okkar.

*Ljósin heita MUSIK og eru keypt í IKEA hér.
*Spegilinn áttum við til



Gluggakistan
Hér raðaði ég upp brot af hlutum sem áður voru í skrauthillu á gamla heimilinu.
Blómavasinn er svo fallegur að ég týmdi ekki að pakka honum og svo eru myndirnar í römmunum í miklu uppáhaldi. Myndin af okkur saman í rammanum er frá road trip í Jökulsárlón í sumar. Í rósagylltu römmunum eru fyrstu afmæliskortin sem við gáfum hvort öðru. Ég gaf Arnari með mynd af okkur og Arnar teiknaði og skrifaði múmínálfakortið og mér þykir mjög vænt um það.

*Blómavasinn er úr Módern og blómin líka
*Múmínálfastytturnar úr Líf og List




Snyrtidótið mitt

Það var áskorun að koma þessu fyrir enda er ég mjög mikill snyrtivöruperri. Ég vildi ekki ætlast til að fá að koma þessu fyrir inn á baðinu enda svolítið mikið dót. Ég hafði séð þessa hillu hjá nokkrum og fannst hún tilvalin fyrir snyrtidótið. Í hillunni kom ég fyrir hreinsidótinu mínu, brúnkukreminu mínu, naglalakki, hárvörum og öðru. Ég notaði svo box frá IKEA til þess að hafa þetta snyrtilegt og við settum upp kertastjaka sem við áttum fyrir ofan.

*Hillan heitir Raskog og er úr IKEA, sjá HÉR

*Kertastjakarnir heita PVO og eru eldri týpan af þeirri hönnun, fæst í ýmsum hönnunarbúðum eins og t.d. Epal
*Boxin sem ég notaði eru HÉR og HÉR





Kommóðan
Í þessari kommóðu geymi ég íþróttafötin mín. Það er ekki mikið pláss hér fyrir föt en ég er alveg virkilega sátt með hvað ég hef náð að koma íþróttafötunum vel fyrir með góðu skipulagi.
Ofan á hilluna hef ég svo komið fyrir augnskuggapallettunum mínu, skartgripum og ilmunum okkar með smá krúttlegu skrauti.

*Kommóðan er IKEA Malm hilla
*Kassarnir sem ég notaði undir skipulagið á íþrótafötunum eru úr IKEA, sjá HÉR
*Karfan undir palleturnar keypti ég fyrir löngu Í Sostrene grene
*Boxið undir skartgripina keypti vinkona mín á netinu 
*Marmarabakkan fékk ég í jólagjöf, hanner frá Twins
*Fíllinn er úr Snúrunni

Svo er önnur lengri Malm hilla með fötum og svo sjónvarpið ofan á. Rúmið er fyrir miðju og hengi fyrir sloppsa.

Það þarf ekki mikið til þess að gera eitthvað notalegt. 
Hlakka líka mikið til að finna framtíðarheimili og gera það að okkar.

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli