24.1.18

Hlaupamission 2018 hafið


Eitt af mínum markmiðum á árinu er að vera dugleg að hlaupa. Ég ætla að stefna á Reykjarvíkurmaraþonið og ætla bæta tímann minn í Miðnæturhlaupinu svo eitthvað sé nefnt. Með fyrirvara um að hafa heilsu til þess en ég gat ekki tekið þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu þá vegna eymsla í hnénu sem mér fannst mjög leiðinlegt en heilsan er að sjálfsögðu í fyrsta sæti.

Ég er mjög fyndin en ég er svo mikil keppnismanneskja að ég hræðist það að hlaupa 10 km!!! haha
Þegar ég hljóp í Miðnæturhlaupinu sem er 5 km hlaup á seinasta ári var ég svo peppuð og æst að ná því á góðum tíma að ég fór of fljótt af stað sem kom smá í bakið á mér í miðju hlaupinu. Þrátt fyrir það náði ég markmiðinu sem ég setti mér þá sem var að hlaupa þessa 5 km undir 25 mín en ég náði því á 24:08 sem ég var í skýjunum með enda ekki búin að taka þátt í hlaupi í 17 ár!
Hræðslan er sem sagt að ég nái ekki að hlaupa alla 10 km...

Þess vegna ætla ég að byrja snemma að æfa mig í ár. Ég er búin að sjá nokkur hlaup sem ég er spennt fyrir og er búin að taka stefnuna á fyrsta hlaupið þann 3.febrúar. Það hlaup er Wow Northern Lights Run - set tengil á það HÉR fyrir áhugasama.
Ég sá þennan viðburð á facebook eftir að ein vinkona mín minntist á það en þetta er skemmtiskokk, sem sagt ekki á tíma og því frábær byrjun á hlaupaárinu. Videoið af hlaupinu í fyrra seldi mér þetta alveg (videoið er efst HÉR). Hlaupið fer fram á laugardegi og er í gegnum miðbæ Reykjavíkur og meðal annars hlaupið inn í Hallgrímskirkju. Hlauparar eru skreyttir með neon ljósum og á einhverjum timapunkti er confetti smellt yfir hlaupaleiðina. Sem sagt mikil stemming og ég er mjög peppuð og spennt að fara í þetta hlaup.





Er einmitt komin með neon dótið sem ég og vinkona mín munum skarta. Hversu geggjað!
Aðganginum fylgir led armband, hringur, gleraugu og glaðningur frá Cintamni. Ég bara varð að eignast þessa kóronu líka.
Mun svo að sjálfsögðu finna einhver flott föt við til þess að vera í lit.

Ég hljóp mitt fyrsta hlaup í seinustu viku til þess að byrja að æfa mig. Stefnan var 5 km sem endaði svo í næstum 8 km. Það var -8 á þeim degi þannig að ég lagði leið mína í Músík og Sport að kaupa mér flísíþróttaföt til þess að geta hlaupið meira og prufukeyrði þau um helgina. Þvílíkur munur !



Buxurnar eru með svona vindvörn framan á og flísaðar. Eins og þið sjáið lengst til hægri er svo flís í bolnum.

Núna langar mig gífurlega mikið í Garmin heilsuúr til þess að fylgjast með púlsinum mínum. Flestum svona úrum fylgir púlsmælir sem settur er við brjóstkassann sem ég þoli ekki því það dettur alltaf niður um mig á miðri leið. Dýrari úrin frá Garmin eru með púlsmæli sem er innbyggður í úrið sjálft - þannig að ég það er markmið að safna mér fyrir þannig snilld!


Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með.
Ale Sif hlaupagarpur

0 ummæli:

Skrifa ummæli