16.7.14

Remake af hollustuafraklöttunum mínum

Það eru alveg 2 ár síðan að ég setti inn færslu með uppáhalds uppskriftinni minni af hafraklöttum, en ég flaskaði á því að setja hana almennilega upp fyrir aðra til að prufa.
Það hefur því alltaf verið á dagskrá að gera þetta alvöru og smella í nýja slíka færslu með magni og innihaldi.

Ég er algjör hafraköku
LOVER og gæti vel lifað á hafrakexinu frá HobNobs og hafraklöttunum úr Hagkaup, Ginger og Jóa Fel.

Ginger og Jói eru í hollara lagi, en hinsvegar eru þessar í Hagkaup alveg lúmskt hitaeiningaríkar (um 500 kaloríur í einnri slíkri) og í þeim mikið magn af sykri.
Sjálf vel ég þess vegna þannig klatta sem svona laugardagstrít :D


Á sínum tíma datt mér því í hug að gera aðeins betri útgáfu af hafrakökum til að geta fengið mér dags daglega, sem millimál eða preworkout máltíð.
Henni deili ég með ykkur hér lesendur góðir !

HOLLUSTUKLATTAR ALE


Þetta er einungis ein útgáfa af þeim og er hægt að spinna fingrum fram með innihaldið, en gott er að vera meðvitaður um magnið af innihaldinu, þannig þetta verði ekki að einhverri kaloríubombu :D

INNIHALDIÐ:
1 heilt egg // 2 eggjahvítur
200 gr af banana (vel þroskaðir)
120 gr af tröllahöfrum
60 gr mjúkar döðlur
Torani sykurlaust Vanillusýróp
Kanill

AÐFERÐ:
*Bananan er best að stappa vel niður þannig hann verður að mauki.
*Döðlurnar skornar niður í bita eftir smekk og sett í skál ásamt banananum.
*Næst er að bæta við höfrunum og eggjunum við og blanda þetta vel saman.
*Kanilinn og sýrópið má bæta við eftir smekk, persónulega finnst mér kanillinn gefa svo gott bragð að ég set alveg vel af honum, þannig að mixið verður brúnt að lit.

*Því næst er að setja deidið í eldfast mót  sem búið er að setja bökunarpappír ofan í.
*Dreifa maukinu vel út í alla kanta, en passa samt að það sé góð þykkt í maukinu, þannig að kakan verði smá djúsí og ekki of þunnt.
*Þetta setur þú svo í ofn á ca. 180 gráður með blástri og leyfir því að bakast í ca. 15 mín, eða þangað til að kantarnir eru byrjaðir að brúnast.
*Tekið úr ofninum og leyft að kólna í smá tíma
*Þá er bara að skera þetta niður í bita, ég skar mitt í 4 bita og á því hver biti að vera í kringum 216 kaloríur, samkvæmt útreikningum mínum.
*Fínt að leyfa þessu að kólna og geyma svo inn í ísskáp yfir vikuna.
*Frábært að nota sem millimál eða fá sér fyrir lyftingaræfingu.
*Sniðugt að setja eins og hálfa msk af hnetusmjöri ofan á t.d. til að gera þetta aðeins matmeira ef þig vantar góða orku.

Svo er bara að njóta :)

Allt sem er inn í þessari uppskrift er t.d. það hreint og hollt í réttu magni að hægt væri að borða þetta í niðurskurði fyrir mót.
En svo er hægt að pimpa þetta upp með próteini, kókos og meira djúsí..
Ætla að prufa að gera þessa uppskrift með öðru innihaldi, þannig stay tuned !

Það væri gaman að fá komment á bloggið ef þú leggur í bakstur og heyra hvað þér finnst.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

22 ummæli:

 1. Vá hvað mér lýst á þetta! Búin að bíða spennt eftir uppskrift frá því þú póstaðir mynd :) Nú verður þetta gert fyrir helgarferðalagið!

  Kveðja, Halla Björg

  SvaraEyða
 2. Elska líka hafraklatta og þetta er algjör snilld. Ætla að prófa uppskriftina á næstu dögum. Takk !
  kv.
  Anna Dögg

  SvaraEyða
 3. Namm!
  Seturu ferskar eða þurrkaðar döðlur? :)

  SvaraEyða
 4. Vá! Mmm þetta verður sko gert í dag :)


  Kv Saga

  SvaraEyða
 5. VÁ hvað það gleður mig að fá öll þessi komment :D
  Ekkert smá gaman að hafa svona hreyfingu á síðunni.. er spennt að heyra hvernig ykkur finnst smakkast.
  Ég hef bæði notað þurrkaðar og ferskar döðlur, skiptir ekki máli.. fersku aðeins mýkri reyndar.
  Prufaði einmitt með white chocolate sýrópi í gær.. mega gúrm líka.

  Ale <3

  SvaraEyða
 6. Haha var að sjá þetta og klattarnir eru komnir úr ofninum :D Hlakka til að smakka í dag!

  SvaraEyða
 7. Væri ekki líka hægt að setja lífrænt kakóduft í staðin fyrir kanil, þá verður þetta eins og súkkulaðiklatti?

  Kv. þorbjörg

  SvaraEyða
 8. Var að gera klattana og þeir eru svakalega góðir! Maðurinn minn og 4 ára sonur, sem venjulega finnst allt "hollustu" ekki gott, eru sammála enda búnir að klára þá alla frá mér;) Takk fyrir þessa uppskrift, mun klárlega gera aftur og hlakka til að sjá hvaða nýju útfærslu þú kemur með á þeim:)

  Kv.
  Tinna

  SvaraEyða
 9. Geggjað Hilma, segir mér hvernig þér finnst :D
  Og jú það er hægt að setja hvað sem er, bara munurinn á kanil og kakóduftinu eru hitaeiningarnar.
  Og ég hugsa alltaf þannig að þó svo að hlutnirnir séu lífrænir eru þeir ekki endilega besti kosturinn, það er hægt að blekkja svo mikið með því :)

  EN það er vissulega hægt að prufa þessar elskur á margar vegu og gaman að heyra frá ykkur hvað þið hafið að segja.. svo gaman :D

  TAKK :*

  SvaraEyða
 10. Var að baka hafraklattana og þeir koma þvílíkt á óvart! Eru ekkert smá góðir :) Mæli með ! Setti 50/50 ferskar og þurrkaðar döðlur. Nomm nomm nomm :)

  Takk fyrir þetta Ale!

  SvaraEyða
 11. Var að baka! Setti kannski aðeins of mikið af kanil - sem er svo sem ekkert slæmt haha taste like christmas!

  SvaraEyða
 12. Mér og Aroni finnst þeir snilld! Þessir verða reglulega bakaðir :D Takk fyrir að deila :*

  SvaraEyða
 13. Ég gerði klattana i fyrradag, er að skella í skammt nr 2 núna, ég fann ekki sykurlaust vanillusýróp þannig ég keypti sykurlaust hazelnut og mikið agalega er það gott! Þetta verður gert reglulega from now on!

  SvaraEyða
 14. Líst rosalega vel á þessa uppskrift og ætla að prófa á morgun! En hvað seturu mikið sýróp sirka? Veit að það fer eftir smekk en ég hef bara ekki hugmynd um hversu mikið ég á að setja :)

  SvaraEyða
 15. Æjjjj svo jákvæð og skemmtileg komment :D
  Mikið gleður það mig að þið eruð ánægðar og það er gaman að fá fleiri tips.. en það vill svo skemmtilega til að kanill eykur brennsluna, þannig hann er bara af hinu góða.
  Og já ég bara skvetti sýrópinu svona rétt svo :D

  SvaraEyða
 16. Mmm þetta eru æðislegir klattar! Búin að gera þá tvisvar en fyrir þá sem eiga ekki sýrópið þá finnst mér engin þörf á því - kanillinn gerir svo mikið :) Takk fyrir þetta!

  SvaraEyða
 17. Er i lagi að bananin se frosinn :) ?

  SvaraEyða
 18. Ég prófaði að gera einn skammt rétt í þessu og þetta er ekkert smá gott :D Ég átti ekki sírópið en í staðinn notaði ég Sukrin Gold gervisætuna og það heppnaðist bara mjög vel. Geymirðu klattana í ísskáp eða bara í lokuðum umbúðum við stofuhita? :D

  SvaraEyða
 19. Geggjaðir klattar! Átti ekki vanillusýróp þannig að ég prufaði sykurlaust súkkulaði sýróp og omnommmm! Kanil, banana og súkkulaði bragð klikkar ekki saman ;) Ekkert viss um að ég vilji leyfa familíunni að smakka - þá étur hún þetta bara frá mér :P
  Kv. Sigga Beta

  SvaraEyða
 20. Æjjj svo gaman að fá svona feedback og heyra hvernig þið gerðuð þá :)
  Ég hef ekki prufað með frosin banana, en mæli ekki með því af því að bananan þarf að mauka niður til þess að líma hafrana og allt annað saman.
  Ég einmitt prufaði líka með hvítu súkkulaði sýrópi og það var mega gott !!
  Og ég geymi þá í nestisboxi í kælinum Eva :D

  Ale <3

  SvaraEyða
 21. Rosalega góðir klattar! Renna ljúft niður :)

  Berglind

  SvaraEyða
 22. Nafnlaus9/9/14 20:19

  prufaði þessa klatta rétt í þessu og voru geggjaðir!!! Á eftir að gera þessa aftur <3 ... setti reyndar carmellu stevíudropa því ég átti ekki vanillu.

  Takk fyrir ALE! Ert snillingur :D

  Kv, Steinunn Edda Fernández

  SvaraEyða