20.7.14

Augabrúnatískan

Hver þekkir ekki þá tilfinningu að flétta í gegnum gamlar myndir þegar manni fannst maður vera algjör skvísa og fá kjánahroll fyrir allan peningin haha..
Alveg yndislegt hvað tískan og annað breytist á stuttum tíma :)

Ég held að flestar íslenskar stelpur á mínum aldri þekki það tímabil þegar KOLABIKA svarta augabrúnir voru allsráðandi og maður var ekki maður með mönnum nema vera nýkomin úr plokkun og litun fyrir næsta ball á dagskrá..!!

Sem betur fer höfum við flestar áttað okkur á því að sú tíska sé ekki alveg málið

Oftar en ekki fylgdi líka vel aflitað hár þessu fashionsteitmenti !!
Mig langaði einmitt til að taka fyrir augabrúnir í þessu bloggi, verandi áhugamanneskja um allt sem viðkemur förðun og tísku.
Fæ oft spurningar um hvert ég fer í plokkun og litun og hvaða lit ég nota í augabrúnirnar.

Ég lagði mig alla fram að reyna finna GÓÐA mynd þegar ég var á mínum hæðsta tímapunkti í þessu öllu saman, en fann hana því miður ekki.. flestir hefðu örugglega sprungið úr hlátri !!

Ég er sem sagt mjög ljóshærð og ljós yfirlitum að eðlisfari og má eiginlega segja að bæði augabrúnirnar mínar og augnhárin séu svona korteri frá því að vera gagnsæ.
Þess vegna fer ég reglulega í litun til
Rósu minnar í Blue Lagoon Spa.. leyfi henni alfarið að sjá um þessi mál, enda snillingur með meiru <3

Ég hafði eitt sinn prufað að dekkja á mér hárið og lýsa augabrúnirnar aðeins, en þegar ég fór að keppa fannst mér eitthvernvegin must að vera með aðeins ljósara hár og dekkri augabrúnir aftur til að vera með þetta lúkk sem þar var í gangi (sem vissulega var bara engin þörf á en svona er maður áhrifagjarn).
Ég ákvað svo aftur fyrir rúmlega ári síðan að breyta til og dekkja hárlitinn aðeins og Rósa ákvað fyrir mig að lýsa augabrúnirnar aftur.

Ég er búin að prufa nokkra litasamsetningar fyrir hárið síðan þá og finnst gaman að breyta til, hún Auður uppáhalds á 101 Hárhönnun sem er snillingur eins og Rósa, sér alfarið um það og við elskum að prufa eitthvað nýtt en höldum okkur yfirleitt í ljósari fíling.
Við prufum einmitt að breyta úr köldum bleikum tón yfir í smá karamellu sem ég er að fíla virkilega vel og spennt að sjá hvað við gerum næst.
Ég er líka ofur sátt með Rósu að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir mig þar sem ég heillast meira að þessum náttúrulega fíling, frekar en hinu.


Rósa var einmitt búin að skoða sér til á netinu, fylgjast með ýmsum bloggum og horfa á þætti, þar sem þetta er klárlega miklu meira málið en dekkra lúkkið og margar stjörnur sem eru með svona meira náttúrulegt lúkk í gangi, þessar svörtu augabrúnir voru smá svona séríslenskt.
Hún hafði séð þetta t.d. eins og hjá Blake Lively, Victoria Tornegren tískubloggara og systur hennar Alexandra Bring sem er einnig bloggari nema meira inn á heilbrigðan lífsstíl.Það sem hún gerði þá fyrstu skiptin var að lýsa augabrúnirnar mínar upp til þess að draga úr litnum og fá þær meira nálægt þeirra náttúrulega lit.
Sem kemur að máli málanna..
Þegar ég fer eitthvert og mála mig þá þarf maður alltaf að bæta smá lit í augabrúnirnar til að forma og móta.
Tala nú ekki um þegar liturinn er farinn að dofna, þá er þetta lifesaving!
Augabrúnirnar forma andlitið svo mikið að án þerra er maður hálf litlaus.

Ég er alltaf eitthvað að lesa mér til á netinu og var mjög spennt að prufa augabrúnalit sem Kim Kardashian talaði oft um, frá
Anastastia Beverly Hills.
Anastasia er förðunarfræðingur úti sem farðar hinar ýmsu stjörnur og er einmitt þekkt fyrir að forma fallegar augabrúnir, svo hún tók það skrefinu lengra og gerði sína eigin línu.
Ég vaaaarð því að prufa hann enda með hæðstu einkunn inn á Sephora.com.


Það eru til nokkrar týpur en ég keypti
Brow Wiz, sem er með lit á einum endanum og greiðu á hinum.
Liturinn sem ég keypti fyrir mig heitir Ash Blonde en ég ætla prufa fleiri í ljósari kantinum næst þegar ég fer til USA eða jafnvel panta mér á netinu.


Svo fjárfesti ég einnig í öðrum sem ég nota samhliða af því hann er aðeins öðruvísi, er sem sagt eins og tússpenni og er frá
STILA, uppáhalds eyelinerinn minn er einmitt frá þeim líka.
Tússpenninn heitir
Stila all day waterproof eyebrow pen og er ein mesta snilld sem ég veit, bjargar mér alveg þegar glæruhárin fara að gæjast fram.
Ég kaupi mér alltaf light því hann er með svona karamellukeim.Báðir fást þeir í Sephora, sem er því miður bara erlendis.
Mikið þyrfti þessi elskulega búð að vera hér á Íslandi í allri sinni dýrð.
En það er allavega hægt að panta á netinu eða fá aðra til að kaupa fyrir sig sem eiga leið til Bandaríkjanna.
Ég passa að hlaða mig vel upp þegar ég kíki út enda að nota þetta nánast hverja helgi við farðanir :)

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

3 ummæli:

 1. Þú splæsir svo næst í Dipbrow Pomade frá Anastasiu :)

  SvaraEyða
 2. Hæ ég er 15 ára og er að fara i litun og plokkun hvernig á ég að fá mér? Ég er með brúnt hár ?

  SvaraEyða
 3. Játsss ég þarf að shoppa meira í Sephora Þórunn mín.
  En ég myndi endilega fá álit hjá þeirri sem þú ferð í plokkun og litun, lang fallegasta að hafa þær ekki of dökkar.. fá þær út í brúnt í stíl við hárið :)

  SvaraEyða