24.9.14

Arnoldinn, piparkokur, gledi og kisar

Í gær var ég í sakleysi mínu í Nóatúni þegar ég rak augun í JÓLAPIPARKÖKUR í SEPTEMBERMÁNUÐI.. ég fékk nett panikk.. hvert fór tíminn!?
Í dag var ég svo að græja æfingaplön með dagsetningum í nóvember og fékk annað panikk haha :)
 Kannski ekki alveg en SÆLL, það sem tíminn flýgur frá manni!


Piparkökurnar almræmdu !!
Hægt að fjárfesta í slíkum poka í Nóatúni í Grafarholtinu ;)
Það sem er samt svo gaman að það er mikið spennandi framundan..!
Endlaust af fitnessmótum, afmæli hægri vinstri, eintóm gleði og gaman.

Í dag fóru t.d. fullt af íslenskum stelpum til Madrid að keppa á
Arnold Classic Europe.. ótrúlega skrítið að hugsa til þess að hafa verið að fara þangað fyrir tveimur árum og hvað þá skoða myndir af forminu þá, sem hefur heldur betur breyst frá þeim tíma.


Ein af mínum uppáhalds hún
Ástan mín fór einmitt í morgun.
Þessi stelpa !!!



Hún er að koma svo virkilega á óvart, seinustu tvær vikur hefur hún köttast í döðlur og ég er spennt að sjá lokaútkomuna hjá henni og að sjálfsögðu öllum hinum stelpunum.
Er þó mest spenntust fyrir að fá þennan DURG heim í döðlugott ala Ale og hafa gaman..
Ungfrúin kreivar ekkert heitar eftir mót en þetta blessaða döðlugott, þannig ég verð að sjálfsögðu að standa undir mínu.

ÓSKA íslensku stelpunum innilega góðs gengis, er spennt að fylgjast með úrslitum á föstudaginn og laugardaginn.
Fyrir ykkur sem hafa áhuga á þá treysti ég á okkar mann hann Konna þjálfara til að pósta inn gengi stelpnanna á síðuna hjá Iceland Fitness á Facebook.

Það er mjög skringileg tilfinning að vera ekki köttur (sem sagt í undirbúningi fyrir mót) akkúrat núna, en seinustu fjögur ár hef ég alltaf verið að byrja að undirbúa mig fyrir einmitt þetta mót eða þá Bikarmótið sem haldið er í lok nóvember.
Það er nú alveg komin tími á það að ég sé ekki köttur á afmælisdeginum mínum og fái að njóta hans í botn.
Er svo mega spennt því ég eeeeelska að eiga afmæli.. bara 6 dagar :D
Ætli ég geri ekki bara döðlugott köku og kryddi hana upp með kórónu, held að allir verði sáttir þá.. hvílum Kitty þetta árið.


Ég að vera spenntust !!

Og já er líka með mission önnur útgáfa af hafraklöttum sem ég set stefnuna á að henda í um helgina og mun að sjálfsögðu deila með ykkur elsku lesendur mínir.
Er mega spennt fyrir þessu kombói sem ég hef í huga.
Þannig ég mæli eindregið með því að fylgjast með.

Ég hef svo verið að hugleiða að setja saman varalitablogg fyrir veturinn og annað spennandi inn.
Mér þætti ótrúlega gaman og vænt um að fá ábendingar um hvað þið mynduð vilja lesa inn, hugurinn er á overdrive þessa dagana og ég get ekki valið bara eitt.
Langar líka að gúrma fleiri spennandi uppskriftir... er bar alltaf að bíða eftir fleiri klukkustundum í þennan sólahring en aldrei gerist það hehe..

Allavega þangað til næst
LOVE ALE
<3

1 ummæli:

  1. Ég er spennt að heyra nýjasta pimpið af klöttunum! Ég er búin að gera þá nokkrum sinnum og er ekki hætt :)
    Njóttu afmælisdagsins vinan!

    - Halla Björg

    SvaraEyða