27.6.12

hvað er bulk

Eitt sinn hét ég mér því hér fyrir nokkrum árum þegar ég og vinkona mín vorum að gramsa á formspring hjá hinum og þessum.. að ég myndi sko aldrei fá mér þannig.
Þar sem margar spurningarnar vöktu þvílíkan kjánahroll!

En svo opnaði ég þessa síðu sem er btw bráðum eins árs og ég ákvað að skella því hér til hliðar svona af því það var engin valmöguleiki fyrir gestabók á blogspot.. eða ekki sem ég fann :)

Spurningarnar sem ég hef fengið eru sumar mjög fyndnar, aðrar ekki svo fyndnar og hálf glataðar, aðrar um hár, förðun, hreyfingu, fæðubótarefni og name it..!

Hef stundum samt setið ein með sjálfri mér og hlegið af því sem fólki dettur í hug að spyrja mig út í..

Spurningar eins og
:

-Hvernig ég fari að því að lita alltaf rótina svona ljósa yfir rauða hárið

-Hvort ég hafi fleiri lýtaaðgerðir planaðar

-Hvort ég sé með gervitennur 

og svo framvegis...

En svo hef ég sömuleiðis fengið falleg orð og hrós sem mér þykir endalaust vænt um og mér hefur fundist ekkert smá hvetjandi að fá <3

Það er nú samt ekki það sem mig langaði að tala um, heldur langaði mig að taka upp eina spurninguna sem ég hef svo oft fengið..

Hvað er bulk?



Það er nú kannski ekki von að venjuleg manneskja sem er ekki inn í þessum fitnessheimi fatti ekki hvað ég er að tala um þegar þetta orð kemur upp í færslu hjá mér og því langaði mig til að koma með létta útskýringu á því svona til gamans..
Þar sem það að bulka er líka oft svo misskilið.

Ég hef oft lent í því að fólk haldi að maður sé í keppnisformi allan ársins hring.. en sú er ekki raunin og það er ekki æskilegt fyrir líkamann að gera og upp á að rýrna ekki vöðvalega séð.
Þess vegna er gott að taka sér stundum pásu inn á milli og hvíla eitt til tvö mót til að ná að bæta sig eða hleypa líkamanum aðeins upp
Í niðurskurði er mjög erfitt að bæta sig og er maður í rauninni frekar að reyna halda í það sem maður hefur byggt upp milli seinustu móta.

Bulk er progress sem mjög grannar stelpur, eða fitnesskeppendur þurfa að fara í gegnum.
Það má í rauninni kalla þetta jákvæða þyngingu.. og þá erum við ekkert að tala um pizzur og nammi í hvert mál, heldur holla og próteinríkafæðu í meira magni.
Og ásamt því lyfta þungt,þungt,þungt og minnka alla brennslu :)

Það er alveg hægt að fara með svona ferli út í öfgar með óhollu mataræði en þá nýtist það líka ekki eins vel og hreina fæðan.

Stelpur þurfa ekki að gera þetta eins hrikalega og kannski karlmenn í vaxtarrækt en það er mjög gaman að sjá hvað margar stelpur sem hafa verið/eru grannar eru að fatta hvað þetta gerir mikið og eins og má sjá á nokkrum árangursmyndum hjá okkur Betri árangri :) 

Það þarf að vera eitthvað til staðar til þess að bæta smá kjöti á kroppinn ;)

Þetta er án efa eitt það erfiðasta sem ég hef gert.. enda hef ég alltaf verið að kötta (í niðurskurði) eða bulka í tvö ár núna.. aldrei bara verið venjuleg og haldið mér..

Það er stórt stökk að fara úr því að vera köttuð í ræmur í það að fita sjálfan sig viljandi og komast ekki í venjulegu fötin sín.
Þegar ég gerði þetta fyrst treysti ég bara Katrínu algjörlega fyrir mínu og það var lokaútkoman sem hélt mér gangandi sem og núna.
Enda myndi ég langt því frá vilja vera litla rækjan sem ég var áður en ég byrjaði.


Það er svo innilega gaman að uppskera það sem maður sáir :)




Er með mjög svipað kvót framan á desktopinu á símanum mínum.. smá áminning þegar neikvæðar hugsunar ætla að reyna koma sér að!

Byrjaði að horfa á The Secret um daginn, þarf að klára að horfa á hana :)

Er allavega farin í háttin.. ætla taka smá brennslu í fyrramálið með honum Óla.. eða ræktarmixinu sem hann var að græja fyrir júní mánuð !
Við vinkonurnar búnar að bíða spenntar eftir mixi frá honum, alveg að bjarga okkur þegar við vorum í morgunbrennslum fyrir seinasta mót.
Algjör snilld að þurfa ekki að skipta um lag :D

Þangað til næst

LUV ALE :*
18.6.12

smagledi

Já gamla er heldur betur að standa sig í blogginu þessa dagana :D
Farin að blogga tvisvar í viku.. held bara að það hafi aldrei skéð síðan ég byrjaði með síðuna.. enda bíð ég alltaf eftir því að fá fleiri tíma í sólahringinn!

Gleðilegan þjóðhátíðardag í gær kæru lesendur!


Svekkelsi dagsins var klárlega það að ég fékk enga blöðru!

Hefði tekið mig vel út með þessa eins og þessi krakki sem ég fann á google hehe :D



Ég fór annars um daginn og skellti mér á nýja vöru sem var að koma í perform.is sem eru tuggu aminotöflur.. þá erum við ekki að tala um eins og amino energy heldur bara venjulegar aminósýrur.
Og ég er húkkt, er eins og C-vítamín á bragðið.. ef mig hefur langað að slá á sætindaþörfina seinustu daga hef ég skellt þannig í mig..

Fékk mér með lemonade bragði.. omnomm! <3


Bjargar manni í kreivings yfir virku dagana.. á líka alltaf til ofan í skúffu 85% súkkulaði ef ég verð að fá mér eitthvað sætt.. veit það hljómar ekki vel en maður lærir að elska þetta kvikindi.. kaupi það alltaf í Hagkaup!

Sá akkúrat 90% dökkt súkkulaði úti en lagði ekki alveg í það hehe

Alltaf þegar ég er ekki að kötta á ég í love/hate relationship við hnetubarinn í Hagkaup!


Elska döðlurnar, kúlurnar með kókos inn í og valnhetuklattana.. nammmmmi :D

En svo horfi ég bara á fitness myndbönd og langar bara ekkert í þetta nammi fyrr en næsta laugardag takk fyrir :)

Fínt að horfa bara á þetta myndband þegar maður hugsar svona.. ég kemst ekki yfir hvað hún er með flotta rútínu á sviðinu!

NATHALIA MELO



Við íslensku blondínurnar með henni á mynd þar sem við rákumst á hana á expóinu á Arnold !


En læt þetta gott heita í bili og enda þetta á smá visku í boði nördsins míns..
Er með þetta efst á todo listanum mínum í tölvunni þegar ég mæti á morgnana.. er þetta alltaf það fyrsta sem blasir við mér.

Bara smá áminning fyrir sjálfa mig á hverjum degi, er að safna þeim sem mér finnst flott :)
Langar akkúrat mikið
mikiðmikið í eitt af þessum kvótum sem tattoo eeen ég tými ekki upp á sviðið að gera.. er með tvö nú þegar.
Ef maður fær sér eitt langar manni alltaf í annað!



Þangað til næst

LUV ALE :*
15.6.12

myndabloggið mikla

Smásmá!
Tók til á like síðunni minni fyrir bloggið mitt í gær og gerði hana aðeins skemmtilegri.. setti inn myndir frá mótum, make upi og ætla að vera duglegri við að uppfæra hana og setja kannski inn eitt og eitt kvót svona til gamans og hafa hana líflegri :)

Ef þig langar til að skella eins og einu like þá er síðan mín hér :)


Þetta er smá krúttlegt :)
Fór í fyrsta skipti í laaaaangan tíma þar sem ég er búin að vera í uppbyggingu og tók morgunbrennslu og var að horfa á E channel á meðan, það heldur manni vægast sagt við efnið að horfa á flestar stjörnurnar í þvílíku formi og í aðeins of flottum fötum..

Ég er ekki þessi týpa að ég held upp á mikið af leikkonum en elska að horfa a þætti til að skoða make up og fötin..
Mér finnst samt Blake Lively yfirleitt alltaf mjög flott hvort sem hún er að leika eða í raunveruleikum og svo auðvitað Kim Kardashian!..
sá svo þessa hér fyrir neðan sem er að leika í nýrri mynd Rock of ages sem er að koma út.. ekkert smá sæt og í flottum fötum

Spurning um að leyfa sweatpants að hvíla aðeins og vera duglegri að dressa sig upp og mála sig hehe!
 Hata sko ekki kósýgallan ^^

Sá fyndið sweatpants kvót sem einhver setti inn á facebook um daginn þar sem ég er alltaf í gráu Aber buxunum mínum.


Drake er með þetta!!

Ætla að láta þetta gott heita og detta í svefnin því það er lyftingaræfing um morgunin.. ekkert nema harkan sem virkar..

Megið endilega vera óhræddar að kommenta bæði hér á síðunni og á facebook síðunni finnst svo gaman að sjá að einhver er að fylgjast með..

Þangað til næst
LUV ALE :*
11.6.12

sunnudags

Jájájá smá svona sunnudags :)


Daginn sem ég gerist köttur aftur mun ég taka svona stökk..
Komið gott af því af þessu bætingartímabili.. kv ein óþolinmóð

Það var ekki að hjálpa að horfa á alla þessa kroppa á WBFF mótinu í gær úfff..!
En alltaf gaman að prufa að vera út í salnum hvetur mann til að gera enn betur næst víjj..
Það sem hvetur mig akkúrat áfram eru kvót og eitthverjar ræktarmyndir.. get stundum misst mig á netinu og farið óvart alltof seint að sofa..

Þetta hér er svo mikið satt!!


Skiptir svo geðveikt miklu máli hvernig þú nýtir tímann á milli móta í bætingar!


Ég skellti mér annars í Smárann um daginn á miðnæturopnun og þar var allt Ísland samankomið í shopping..

Fann tvennt.. Mac augnhár númer 35, var búin að heyra að þau væru uppseld og hætt að selja þau var alveg miður mín því þau eru í uppáhaldi fyrir sviðið.. svo ég smellti mér á þau og svo fallegan hálsmenastanda í Six í stíl við make up hillurnar mínar :)


Fallegt :D

Maður á aldrei nóg af skartrgipum, naglalakki, skóm og make up dóti.. endalaust verið að gera grín af mér hvað ég er naglalakkasjúk..


Nýjasta í safnið tvo bleik úr Mínu mús línunni.. by far flottasti bleiki litur sem ég hef keypt mér.

Yfir úr einu í annað þá fór ég og Dagbjört í myndatöku fyrir Under Armour um daginn og eru nú birtar myndir á hverjum degi á facebook síðunni þeirra af einni manneskju úr teaminu og vorum við öll sett saman á banner.. ég er þarna í bleika aftast til hægri :D


En ætla láta þetta gott heita í dag er farin að horfa á PLL.. alltaf jafn gaman að komast að því að maður á fleiri þætti eftir en maður hélt.. svo var nýjasta serían að byrja 

Þangað til næst

LUV ALE :*