27.6.12

hvað er bulk

Eitt sinn hét ég mér því hér fyrir nokkrum árum þegar ég og vinkona mín vorum að gramsa á formspring hjá hinum og þessum.. að ég myndi sko aldrei fá mér þannig.
Þar sem margar spurningarnar vöktu þvílíkan kjánahroll!

En svo opnaði ég þessa síðu sem er btw bráðum eins árs og ég ákvað að skella því hér til hliðar svona af því það var engin valmöguleiki fyrir gestabók á blogspot.. eða ekki sem ég fann :)

Spurningarnar sem ég hef fengið eru sumar mjög fyndnar, aðrar ekki svo fyndnar og hálf glataðar, aðrar um hár, förðun, hreyfingu, fæðubótarefni og name it..!

Hef stundum samt setið ein með sjálfri mér og hlegið af því sem fólki dettur í hug að spyrja mig út í..

Spurningar eins og
:

-Hvernig ég fari að því að lita alltaf rótina svona ljósa yfir rauða hárið

-Hvort ég hafi fleiri lýtaaðgerðir planaðar

-Hvort ég sé með gervitennur 

og svo framvegis...

En svo hef ég sömuleiðis fengið falleg orð og hrós sem mér þykir endalaust vænt um og mér hefur fundist ekkert smá hvetjandi að fá <3

Það er nú samt ekki það sem mig langaði að tala um, heldur langaði mig að taka upp eina spurninguna sem ég hef svo oft fengið..

Hvað er bulk?



Það er nú kannski ekki von að venjuleg manneskja sem er ekki inn í þessum fitnessheimi fatti ekki hvað ég er að tala um þegar þetta orð kemur upp í færslu hjá mér og því langaði mig til að koma með létta útskýringu á því svona til gamans..
Þar sem það að bulka er líka oft svo misskilið.

Ég hef oft lent í því að fólk haldi að maður sé í keppnisformi allan ársins hring.. en sú er ekki raunin og það er ekki æskilegt fyrir líkamann að gera og upp á að rýrna ekki vöðvalega séð.
Þess vegna er gott að taka sér stundum pásu inn á milli og hvíla eitt til tvö mót til að ná að bæta sig eða hleypa líkamanum aðeins upp
Í niðurskurði er mjög erfitt að bæta sig og er maður í rauninni frekar að reyna halda í það sem maður hefur byggt upp milli seinustu móta.

Bulk er progress sem mjög grannar stelpur, eða fitnesskeppendur þurfa að fara í gegnum.
Það má í rauninni kalla þetta jákvæða þyngingu.. og þá erum við ekkert að tala um pizzur og nammi í hvert mál, heldur holla og próteinríkafæðu í meira magni.
Og ásamt því lyfta þungt,þungt,þungt og minnka alla brennslu :)

Það er alveg hægt að fara með svona ferli út í öfgar með óhollu mataræði en þá nýtist það líka ekki eins vel og hreina fæðan.

Stelpur þurfa ekki að gera þetta eins hrikalega og kannski karlmenn í vaxtarrækt en það er mjög gaman að sjá hvað margar stelpur sem hafa verið/eru grannar eru að fatta hvað þetta gerir mikið og eins og má sjá á nokkrum árangursmyndum hjá okkur Betri árangri :) 

Það þarf að vera eitthvað til staðar til þess að bæta smá kjöti á kroppinn ;)

Þetta er án efa eitt það erfiðasta sem ég hef gert.. enda hef ég alltaf verið að kötta (í niðurskurði) eða bulka í tvö ár núna.. aldrei bara verið venjuleg og haldið mér..

Það er stórt stökk að fara úr því að vera köttuð í ræmur í það að fita sjálfan sig viljandi og komast ekki í venjulegu fötin sín.
Þegar ég gerði þetta fyrst treysti ég bara Katrínu algjörlega fyrir mínu og það var lokaútkoman sem hélt mér gangandi sem og núna.
Enda myndi ég langt því frá vilja vera litla rækjan sem ég var áður en ég byrjaði.


Það er svo innilega gaman að uppskera það sem maður sáir :)




Er með mjög svipað kvót framan á desktopinu á símanum mínum.. smá áminning þegar neikvæðar hugsunar ætla að reyna koma sér að!

Byrjaði að horfa á The Secret um daginn, þarf að klára að horfa á hana :)

Er allavega farin í háttin.. ætla taka smá brennslu í fyrramálið með honum Óla.. eða ræktarmixinu sem hann var að græja fyrir júní mánuð !
Við vinkonurnar búnar að bíða spenntar eftir mixi frá honum, alveg að bjarga okkur þegar við vorum í morgunbrennslum fyrir seinasta mót.
Algjör snilld að þurfa ekki að skipta um lag :D

Þangað til næst

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli