5.12.17

Uppáhalds snyrtivörurnar mínar í nóvember


Ég var byrjuð að vinna með uppáhalds snyrtivörurnar mínar á likesíðunni en það er svo miklu skemmtilegra að setja þetta inn hér og langar mig að hafa slíka færslu mánaðarlegan lið hér inni. Mér finnst einstaklega gaman að prufa nýjar snyrtivörur og geri það reglulega.

Þær vörur sem birtast hér eru bæði vörur sem ég hef fengið að gjöf eða keypt mér sjálf.

1. OPI jólalakk My Wish List is You: 

Ég fékk jólalínu OPI að gjöf mér til mikillar gleði því ég var á leiðinni að kaupa mér hana sjálf því mig langaði í fallegt jólalakk við jólakjólinn. Ég er yfir mig hrifin af þessum lit sem er hinn fullkomni hátíðar rauði að mínu mati og klárlega jólalakkið mitt í ár. OPI fæst meðal annars í Hagkaup og flestum apótekum.

2. Ethiopian Honey & Japanese Matcha frá Body Shop:
Ég hafði ekki prufað maska frá Body Shop en var búin að sjá nokkrar tala um þennan seinni á Snapchat og ákvað að kaupa mér hann og prufa. Þá rak ég augun í hunangsmaskann og langaði að prufa hann líka því hann er fyrir þurra húð og ég er einstaklega slæm í frostinu. Ég er búin að setja þá á mig tvisvar í viku núna í tvær viku og er mjög hrifin. Ég byrja á að setja Japanese Matcha í 5-10 mín og er svo með hungangs í 10 mín, stundum smá lengur og húðin verður endurnærð. 

Það sem mér fannst algjör snilld af því ég er með mjög viðkvæma húð og get stundum brunnið af hreinsimöskum að ég fékk litla prufu af maskanum til þess að prufa áður en ég opnaði pakkann.


3. Soft light blurring powder frá Becca í litnum golden hour:
Ég gæti eiginlega bara skrifað heila færslu um þessar vörur þar sem ég er algjör Beccu perri og mér finnst húðin mín aldrei hafa verið jafn flott síðan að ég byrjaði að nota þær. Þetta púður keypti ég mér eftir að hafa séð förðunarsýnikennslu á Becca vörunum. Púðrið er mjög létt setting powder sem ég set yfir farðann minn sem er einnig frá sama merki og gefur fallegan ljóma og jafnar húðina án þess að láta mann glansa.

Ef mig langar að vera mjög létt förðuð þá blanda ég primernum mínum frá Becca við þetta púður létt á hendinni og set yfir andlitið með duo farðabursta. Það kemur mjög náttúrleg, létt og jöfn áhrif á húðina.

Becca vörurnar fást í Hagkaup Smáralind og Kringlunni og Lyf og Heilsu Kringlunni.


4. Born Again frá Kevin Murphy:
Ég hafði aldrei prufað Kevin Murphy vörurnar þegar mér bauðst að prufa nýjasta spreyið þeirra Bedroom Hair sem er núna mitt uppáhalds. Áður en ég svaraði boðinu las ég um Kevin Murphy og vörurnar og varð yfir mig heilluð af merkinu án þess að hafa prufað en ég varð alls ekki svikin þegar ég svo prufaði þær.
Í uppáhaldi þessa dagana er Born Again sem er næring eða djúpnæring eftir því hversu lengi þú ert með hana og hárið verður silkimjúkt án þess að verða þungt og líflaust. Mæli með að lesa nánar um næringuna hér HÉR og HÉR getur þú séð hvar vörurnar fást.


5. Rapidbrow:
Ég keypti mér þessa vöru fyrir sirka tveimur árum því þegar ég var mjög þurr í húðinni og á húðlyfjum þá urðu augabrúnirnar frekar holóttar því hárin duttu af í þurrkinum og þetta bjargaði mér alveg. Ég fékk gat í augabrúnina um daginn og ákvað að splæsa í Rapidbrow og það er alveg hreint magnað hvað augabrúnirnar verða fylltar við að nota þessa vöru, var búin að gleyma hvað þetta er mikil snilld.

RapidBrow er selt í Hagkaup og flestum apótekum.

6. Playing With Koi - varalitur frá MAC:
Þessi varalitur fylgdi í gjafapakka sem ég fékk. Ég fæ alltaf svona æði fyrir einum varalit og er þá með hann þangað til ég finn annan til að hafa æði fyrir.
Þessi litur er úr Nicki Minaj línunni og er fallega ferskju bleikur. Varalitinn nota ég með örlítið dekkri varablýant ( t.d. Whirl frá Mac) og svo léttum gloss. Er ótrúlega bjartur og fallegur.


Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli