3.12.17

1.desember


Loksins kom 1.desember! 🎅

Ég er búin að bíða ansi spennt eftir að 1.desember komi þetta árið en ég og Arnar ákváðum í sameiningu að þann dag yrði jólaskrautið sett upp.
Hér áður fyrr var ég ein um þessar ákvárðanir á heimilinu en mér finnst mjög mikilvægt að við Arnar gerum þær í sameiningu þar sem við erum nú tvö.


                                                   *Seríuna keypti ég í Garðheimum þegar það var 20% af seríum
                              *Hreindýrin og kertastjakann í ILVU fyrir 2 árum
                     *Stjörnuna keypti ég einnig í Garðheimum

Ég er ef til vill örlítið meira jólabarn heldur en Arnar og hefði verið til í að skreyta viku fyrr en fyrsti í aðventu er frekar seint þetta árið, í dag sunnudaginn 3.desember þannig við fórum milliveginn.

Ég er það mikið jólabarn að þegar ég var lítil fór ég með afa mínum að kaupa seríur og skreytti heimilið hjá okkur fjölskyldunni án þess að spyrja mömmu og pabba. Ég var líka í skýjunum þegar við keyptum seríu á eitt tréið í garðinum.
Ég náði þó aldrei að sannfæra mömmu og pabba til þess að kaupa grýlukertaseríu á húsið þannig að núna eftir að ég eignaðist mitt eigið heimili er það komið í hefð að setja slíka seríu upp.


Þar sem að ég set upp jólatré þrátt fyrir að halda ekki jólin heima þá set ég ekki upp meira skraut en þetta svo að tréið fái að njóta sín. Ég vil einnig hafa þetta stílhreint og í takt við annað í íbúðinni en ætli það breytist ekki ef ég eignast börn í framtíðinni.

Næst á dagskrá er bara ofur Sörubakstur og setja jólatréið upp en ég hugsa að ég setji jólatréið upp viku fyrir jól.
Sörubaksturinn er ég að peppa mig í en ég hef gert það í vana að baka og gefa með jólagjöfunum. Seinustu jól bakaði ég um 300 stk og því smá vinna en ég stefni á það næstu helgi. Það eru einfaldlega ekki jól nema að ég baki Sörur.

Hvenær ætlar þú að setja tréið þitt upp?

Jóla aðventukveðjur
Ale Sif 

0 ummæli:

Skrifa ummæli