29.11.17

Vikumatseðillinn minn


Ein algengasta spurningin á snappinu mínu og instagram story er hvar ég fékk skipulagið á ísskápnum mínum. Segullinn fékk ég að gjöf frá prentsmidur.is en áður en ég eignaðist hann skrifaði ég matseðilinn niður á blað (er svolítið gamaldags hehe) og festi upp með segli.



Algengasti þrætingurinn á heimilinu eftir að ég var ekki lengur ein og Arnar kom inn í líf mitt, var hvað ætti að vera í matinn. Áður fyrr var þetta sáraeinfalt og oft lítið haft fyrir kvöldmatnum enda bara fyrir mig.
Við ákváðum því að prufa eina viku þar sem að við skipulögðum matinn fyrir vikuna og mér fannst það svo þægilegt að ég hef gert það áfram.

Ég fer alltaf einu sinni í viku (föstudaga) og versla inn fyrir alla vikuna. Þannig spara ég pening og kemst hjá því að versla óþarfa eða fara oft í búð. Ástæðan fyrir að ég fer alltaf á föstudögum er vegna þess að ég vann í verslun í mörg ár og þá er nýbúið að fylla á allt ferskt fyrir helgina.

Matseðilinn skrái ég niður á fimmtudögum á blað og set því niður hlutina sem að mig vantar á innkaupalistann líka. Innkaupalistann held ég yfir vikuna og færi reglulega inn þá hluti sem að vantar en þannig kaupi ég líka bara hluti sem mig vantar. Ég tek það samt fram að ég hef matseðilinn ávallt sem viðmið, stundum hliðra ég dögunum til en það er alltaf gott að hafa góðan grunn.

Ég mæli hiklaust með að prufa þessa snilld og til gamans má geta að þú færð 20% afslátt af öllu skipulagi hjá prentsmidur.is með kóðanum mínum (alesif). Snilldar hugmynd í jólapakkann fyrir skipulagsperra hehe..

Ég mun á næstu dögum setja af stað leik í samstarfi við prentsmidur.is þannig endilega fylgist með.

Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli