7.12.17

Jólagjafa skipulag, hugmyndir og fleira gamanVerandi sá skipulagsperri sem elskar að gera lista þá eru jólagjafirnar engin undantekning. En ég er svo gamaldags að ég skrifa þetta bara niður á blað.
Mér finnst mjög gaman að gefa gjafir og hugleiði mikið áður en ég fer í jólagjafamission hvað mig langar að gefa hverjum því að mér finnst hugurinn skipta mestu máli.
Ég byrja yfirleitt rétt fyrir desember að skrifa niður þá aðila sem ég ætla gefa gjafir og er reglulega að fylla inn þær hugmyndir sem ég fæ. Listann hreinskrifa ég svo nokkrum sinnum en ég versla svo oftast nær í nokkrum hollum. Með því að gera listann veit ég líka nákvæmlega hvað það er sem ég ætla að kaupa og er ekki að eyða tíma í að labba á milli búða með engar hugmyndir.*ATH - listinn er sviðsettur ;)

Mér finnst mjög gaman að spá í gjafapappírnum og föndra smá með hann en stundum þarf ég að halda aftur af mér því að annars myndi það enda þannig  að pappírinn og skrautið kosti meiri pening en gjafirnar sjálfar.
Ég hef yfirleitt þema og vel pappírinn fyrst og þemað út frá því. Ég hef seinustu tvö ár keypt borða frá Søstrene grene sem mér finnst koma mjög vel út í staðinn fyrir týpísku gjafaböndin og oftar en ekki kaupi ég svo jólastafi til að skreyta pakkana líka eða jólaskraut sem hægt er að hengja svo á tréið.

Ég kaupi bæði lítil gjafakort og stærri kort. Mér finnst kortin skipta mjög miklu máli og skrifa oft örlítið meira til þeirra sem eru mjög nánir mér.Pakkarnir í fyrra - keypti pappírinn í Søstrene greneÉg keypti gjafapappírinn,jólastafina og bambakortin í Hagkaup
Kortin, borðana og jólakúlurnar í Søstrene grene

Ég ætlaði að koma með skemmtilegar hugmyndir hér fyrir jólagjafir en mundi þá eftir grein sem ég skrifaði hér áður og mér finnst hún eiga ansi vel við í dag þó svo að hún sé skrifuð fyrir áttavillta kærastann þá er hægt að færa hann yfir á karlmenn, vini eða vinkonur (fyrir utan kannski makeup dótið hehe). Set tengil á þessa grein HÉR.

Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli