10.12.17

Jólagjafa óskalistinn minn


Ég gerði alltaf jólagjafalista hér inn á síðuna mína í gamla daga. Efst á lista öll þessi ár var bleik Kitchen Aid sem mér fannst mjög fjarlægt að eignast. Amma mín fylgist með blogginu mínu og hringdi ein jólin og sagði að hún hafi séð að mig langaði svo í Kitchen Aid vél. Hún fékk pabba í lið með sér og ég borgaði restina, bleika Kitchen Aid vélin stendur núna í eldhúsinu mínu 💖

Ég elska að láta mig dreyma um hluti og er alltaf með lista í notes í símanum sem ég set inn hluti sem mig langar í og jafnvel vantar ef ég myndi kannski hafa tækifæri að eignast þá. Listinn á það til að verða svolítið langur en ég ætla deila honum með ykkur hér og nokkrar myndir með.
Sá þennan fallega bleika á Instagram hjá Aimn og vona að hann komi í Wodbúð


Þessir væru svo mikil snilld við sloppsa - fást í Bianco
Föðurlandið frá 66 norður - bolur og buxur, sjá HÉR

Er búið að langa í svona Kríu gull hálsmen lengi svo fallegt
Er með "thing" fyrir hringum í eyrun, á mjóa litla en langar í þykkari og stærri

Gaf systrum mínum svona í afmælisgjöf og langar líka í Vogina þar sem við Arnar erum bæði vogir. Hægt að kaupa HÉR.


Þessir fílar eru bara það sætasta, fást í Snúrunni


Sá þessa í herradeildinni hjá Adidas, nett við gallabuxur og strigaskó


Á svona svartan og gráan og elska þá - finnst hvíti líka svo flottur. Fæst í Wodbúð

Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli