14.9.14

Honey Im home

Það var heldur betur svekkjandi að vakna á föstudaginn og klæða mig í kraftgallan fyrir vinnudaginn (svona nánast, miðað við klæðnað síðustu þriggja vikna), en ekki bikiniið sem nú er komið ofan í skúffu og sér ekki sólina um ókomin tíma.
Það eina sem gerði mig spennta fyrir heimkomu frá Sunny Tampa var að hitta alla nánustu og á ég meira segja enn eftir að hitta alla.. heppin ég að eiga slík fagnaðarlæti eftir ! <3
Annars hefði ég mikið verið til í að vera þarna lengur, lífið er bara svo mun meira afslappað þar heldur en hér á klakanum og það kann ég sko að meta.

Markmiðið seinustu vikuna var að opna tölvuna sem minnst og njóta í botn sem ég gerði með minni bestu getu, sem útskýrir að sama sinni bloggleysið hér á krúttlegu bleiku síðunni minni.
Það var mjög skrítin tilfinning að þurfa ekki að gera neitt fyrir aðra nema sjálfa mig og slappa af.
Ég fann jafnframt að það er ótrúlega mikilvægt að prufa að stíga aðeins út fyrir rútínuna og gera bara eiginlega ekki neitt ( á samt eftir að mastera það betur).
En sko mig ég fór í bíó, horfði á bíómyndir, las bók, fór í göngutúra, tanaði, datt í dólg, borðaði yfir mig af burrito, prufaði að fara á MMA æfingu og aðra spennandi hluti sem venjulegt fólk gerir reglulega haha :)

Það sem mér þykir vænt um allar Tampa stundir og finnst alveg hreint magnað að geta verið bara eitthverstaðar í heiminum, en samt sinnt vinnunni minni jafn vel og ég geri hér heima.
Enn betra að eiga svo vinkonu sem tekur manni opnum örmum á einum besta stað sem ég hef farið á.. það er sko ekki gefið.
Kveðjustundin eru aldrei auðveldar og sérstaklega ekki þegar það eru tvo golden eintök sem eiga í hlut, sakna þeirra strax.
Takk aftur fyrir að taka mér svona opnum örmum snillingarnir ykkar Olina og Árni ! :)


Ég mun líka sakna þess að fá mér Protein Cheerios, jógúrtið mitt með hvítsúkkulaði og jarðaberjabragði, æfa í Powerhouse, BURRITO, Walmart snilldarinnar, að geta pantað mér hvað sem er á netinu og fleira gaman.

EN lífið heldur áfram og það var svo mega gott að komast í vinnuna og hugsa um allar yndislegu konurnar sem eru í þjálfun hjá okkur í Betri Árangri.. haustið er líka tíminn!
Þegar ég kom inn á skrifstofuna langaði mig helst til þess að segja ,,Honey I'm home" til Katrínar, þar sem að þetta er svona okkar annað heimili hehe..
Fullt af nýjum konum mættar til leiks og allt að gerast, hjá okkur eru alltaf spennandi tímar framundan sem gerir þetta svo gaman og að langtum meira en bara vinnu.



Það var samt ekki fyrr en í gær sem mér fannst ég virkilega komin heim þegar seinasta hlutnum upp úr ferðatöskunum var komið fyrir og ég fór á æfingu !!
Halelujah og Amen hvað það var góð tilfinning, þvílík útrás.. ég er ný manneskja :D

Svo er bara besti mánuðurinn á árinu byrjaður.. þessi september er svolítið í uppáhaldi þar sem undirrituð á einmitt afmæli þann 30.september og það að eiga afmæli er eitt það skemmtilegasta sem ég veit víjj..
Þarf að mixa einhverja spennandi köku fyrir það tilefni og deila með hér ásamt fleiri fróðleik og uppskriftum, sem ég er dugleg að pósta reglulega á leikasíðuna mína.

Þangað til næst elsku lesendur
LOVE ALE
<3

1 ummæli: