3.9.14

FRÍ

Time flies when you are having fun !!

Það eru orð að sönnu og á svo sannarlega við hér :)
Seinustu tvær vikur eru búnar að vera yndislegar, frábærar og umfram allt slakandi og róandi fyrir mig sem elskar að vera alltaf á fullu.
Það sem ég dýrka að vera hérna í Sunny Tampa Florida
<3
Það kæmi mér svo sannarlega ekki á óvart að ég myndi flytja hingað einn daginn!

Olina er svo sannarlega að kenna ungfrúnni að slaka á og njóta.
Eitt mesta yndi sem ég veit, hún er búin að gera mig Tampa húkt.
Reykjavík bíður bara ekki á þessa afslöppun !

Fyrstu tíu dagana var svo fjölskyldan hans Árna með sem eru ein mestu yndi og snillingar sem ég veit um.

Þykir svo vænt um þessa mynd af Olinu og mér frá því um helgina
<3


Hér æfum við Í Powerhouse þar sem Erin Stern æfir (margfaldur fitness winner), förum á ströndina, borðum góðan og hollan mat, smá óhollan líka, tönum í döðlur (samt mest ég eins og sjá má á myndunum), elskum að vera til, höfum gamansaman, smá shopping og fyrstu tvær vikurnar hef ég svo verið að vinna..

Seinustu tvær vikurnar í hnotskurn #what a life <3


En ég hef sjaldan upplifað jafn miklar blendnar tilfinningar og í gær !!! VÁ

Ég er svo mikill naggur að þegar Katrín hefur sagt mér að fara í frí hef ég ekki tímt því að fara frá þjálfuninni, af því að mér þykir svo innilega vænt um allar konurnar þar og þekki þær svo vel og persónulega.
Þar af leiðandi hef ég alltaf tekið vinnuna með mér þegar ég fer erlendis í "frí", þrátt fyrir að Miss Katrín Bess hafi ítrekað reynt að fá mig til þess að vera alveg í FRÍI, þá hef ég ekki tekið það í mál.

Þangað til núna og ákvað ég að fara ekkert of geyst í þetta.. ein vika og einn dagur í frí framundan hjá mér vúhú.
Ég ætlaði einmitt bara að vinna til miðnættis í gær og var á fullu að svara þegar Katrín tók mig á teppið og sagði mér að fríið væri hafið og vinnudagurinn búinn.
Ég fékk svo mikla geðshræringu og trúði ekki að það væri komið að þessu að ég táraðist og hló í leiðinni hahaha !
Mitt fyrsta verk var svo að taka til hjá henni Olinu og ryksuga.. eðlilegt :D

Er spennt og stressuð fyrir komandi viku, svekkjandi líka að eiga bara viku eftir í þessari Paradís.
Stefnan er sett á að nýta komandi viku vel og njóta!
Það er svo mikill söknuður til minna uppáhalds á klakanum að það er eina ástæðan fyrir að mig langar heim, myndi helst bara vilja fá alla hingað.

Veit ekki hversu mikið ég mun opna tölvuna þessa vikuna, en mér þykir svo vænt um bloggið mitt að ég efa ekki að ég smelli einhverju hér inn.

Þangað til næst from Sunny Tampa Floriiiida
LOVE ALE
<3


0 ummæli:

Skrifa ummæli