27.8.14

skór, pastel, glingur tískuhugleiðingar og smá gúrm

ÓMÆ í dag er vika síðan ég kom hingað sem þýðir að einmitt í dag er vika í frí hjá mér.
Ég hef því góðan tíma til að undirbúa mig andlega í það mission haha :)
Annars eru virku dagarnir ekki ósvipaðir og heima að frátöldum tansessions sem ég er svo sannarlega að fíla í döðlur !
Seinasta vikan verður nýtt ofurvel og mögulega prufa ég að sofa út og ýmislegt annað sem ég er ekki vön að gera.

Annars lofaði ég að vera dugleg í blogginu og ég hef góðan tíma til að brainstorma hugmndir að færslum í tanmissionum dagsins.

Einn af mínum draumum hafa verið hvítir háir strigaskór.
Það góða við að versla sér skó er að þeir passa alltaf á þig, maður er ekki allt í einu búin að mjókka, stækka, fitna eða minnka í þá.. þeir eru ávallt SOLID.
Þess vegna tel ég skó nokkuð góða fjárfestinu, líka af því þeir koma nánast alltaf aftur í tísku.
Allavega aftur að þessum hvítu...
Ég var lengi að ákveða hverskonar hvítir myndu verða fyrir valinu, en ákvað að lokum að vera smá öðruvísi en flestir aðrir og kaupa mér Reebok hi tops, ekki Nike Air Force.
Það gladdi mig svo sannarlega að fá sendinguna í dag og tók ég smá spin á þeim á gólfinu hérna til að dást af þeim.. they had me at hello !


Langar líka í rauða svona en þeir voru ekki til :(

Eitt af því sem ég fæ aldrei nóg af eru naglalökk.. ég sogast alltaf að þeim þegar ég fer í búðir, þetta er stórhættulegt.. enda alltaf með þannig í körfunni.
Er með eitthvað thing fyrir pastel lökkum þessa dagana og hef alveg óvart keypt mér 3 slík lökk í þessari ferð.
Eitt þeirra er uppáhalds Helen vinkonu minnar sem mig hefur lengi langað í og annað keypti ég meira segja fyrir Rósu vinkonu seinast þegar ég var hérna.
Tvö þeirra eru frá Essie, hef komist að því að þau eru frekar endingargóð lökk og annað frá Revlon sem er sömuleiðis mjög gott.Revlon bleika : Pink lingerine
Essie mintugræna: Mint green apple
Essie hvíta: Blanc

Um daginn kom svo stelpa til mín í förðun með hárband sem var svona eins og gyllt hálsmen í hárinu, en með teygju að aftan.
Ég eeeelska gyllta skartpgripi og fannst þetta svo fallegt.
Hún sagði mér hvar hún hafði fengið þetta, svo ég lagði leið mína þangað til að fjárfesta í einu slíku, endaði þó með tvö eftir mikinn valvkíða.

Þessi hárbönd eru sem sagt hægt að fá í MOA í Smáralindinni.Valdi mér þessi tvö


Er hér með annað þeirra :)

Svo er ég búin að fara í eina góða mallferð og þá er must að koma við í Bath and Bodyworks, langaði svo í sturtusápu úr uppáhalds línunni minni.
Fann svo alveg óvart nýjan ilm (þessir hlutir verða að hætta að leita mig uppi)
Þessi ilmur er nýr hjá þeim og ég er að fíla hann í ræmur, heitir
Ohau coconot sunset og er mjög mildur og góður, fæ ekki hausverk af honum.
Hægt að lesa og skoða ilminn HÉR.


SÍÐAST og alls ekki síðst !!
Ég er ein sú nýjungagjarnasta sem til er og er alltaf spennt að prufa nýtt gúrm sem ég rek augun í stórmörkuðum bæði heima og hérlendis, sérstaklega ef það er nammi.
Það sem mig hefur lengi langað til að smakka
Oreo cookiedough en aldrei fundið.. Draumurinn rættist hinsvegar í þessari ferð og ÓMÆ það er betra en venjulegt, get svo svarið það.
Svo fann ég hvítt Oreo með súkkulaðibragði, á hinsvegar eftir að smakka það en ég læt vita hvernig fer ;)
Klárlega eitthvað sem verður keypt með heim, finnst að þeir hjá Kosti ætti að fá þetta kökudeigsdæmi inn hjá sér.


Omnommm !

Ætla láta þetta gott heita og rúlla mér út í sólina.

Þangað til næst
LOVE ALE frá SUNNY TAMPA
<3

3 ummæli:

 1. Miss Tampa leggur Blessun sína yfir þessa færslu ;) Og lofar að reyna að halda þér frá naglalökkum það sem eftir er ferðar (NOT) LOL

  SvaraEyða
 2. HAHAHAHA HLÓ SVO MIKIÐ UPPHÁTT !
  Eins gott að miss Tampa leggur blessun sína á þetta og sé tilbúin í komandi shopping með ungfrú nýjungagjörnu <3

  SvaraEyða
 3. omææ þetta oreo cookie dough verður að koma til Íslands!

  SvaraEyða