19.1.14

Makeuptips í boði Ale

Mér þykir alltaf svo gaman og það gleður mig svolítið mikið þegar ég fæ komment á bloggið, hef tekið eftir því að það eru ekki margar sem þora því.
Ég fæ líka pósta á facebook og eru stelpur farnar að spyrja mig hvort ég geti sett inn færslur um hitt og þetta.. mér finnst það bara  virkilega skemmtilegt !
Megið endilega vera óhræddar við þetta, ég lofa að ég er voða ljúf :)

Það sem ég ætlaði að taka fyrir í þessu bloggi er svona daglega makeup rútínan mín.
Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé förðunarfræðingur er ég virkilega löt við að mála mig, af því að ég sit oft í tölvunni 12 tíma á dag og hitti í mesta lagi Katrínu og svo er eitt leiðinlegasta sem ég geri að þrífa þetta af mér.
En ég er öll að koma til af því ég mæti á æfingar eftir vinnu og þetta var eitt af mínum markmiðum fyrir nýtt ár..
Að vera duglegri að taka mig til, hef staðið mig þokkalega vel! :)

Allavegana að máli málanna hehe..
Þá finnst mér virkilega gaman að kynna mér helling í kringum þetta, skoða á netinu, myndir til að fá inspiration og lesa hvað er vinsælt og talið gott.
Til að mynda er ég að fara til USA eftir mánuð og var því að skoða bestsellers og top rated á Sephora, sem er ein stærsta snyrtivörukeðjan þar og í heiminum.. hafa þetta allt under control þegar ég mæti á svæðið.

Að sama sinni hefur stílinn minn svolítið breyst í gegnum árin og finnst mér fallegast að vera bara svona létt förðuð og sem náttúrulegust, allavega svona dags daglega.
Svo þegar ég fer eitthvert finnst mér mjög skemmtilegt að taka mig fínt til og vera aðeins meira máluð og ýktari.

Þetta er alveg heildarlúkkið og því ekki bara förðunin sem skiptir máli.
Ég er t.d. búin að vera langan tíma að finna hárlitinn sem mér finnst vera fallega ljós en samt svona eðlilegur og ljómandi.
Svo fíla ég ekki að hafa dökkar augabrúnir.. mín elskulega vinkona Rósa fær því bara að sjá um þær.
Hún setti aflitunarlit í þær um daginn til þess að lýsa þær og setur alltaf bara ljósbrúnt í þær einstaka sinnum, sem tónar vel við hárið.
Ég er því komin á þannig stað að vera mjög sátt með þetta tvennt.. tala nú ekki um eftir að ég byrjaði að setja Laxerolíu á augnhárin (skrifaði um það um daginn, getur lesið HÉR), þá eru þau allt önnur og skemmtilegra að maskara sig fyrir vikið.


Sést smá á þessari mynd ef ýtt er á hana

HÉR má svo sjá nokkrar af þeim vörum sem ég nota dags daglega, myndin til hliðar er svo mynd sem ég tók áður en ég fór að kynna nýjustu réttina mína hjá Culiacan og sýnir svona nokkuð létta förðun eins og ég er vön að vera :)


ANDLITIÐ græja ég alltaf fyrst...
*Andlitskremið sem ég nota er frá Eucerin, kostar um 1000 kr í næsta Apóteki, algjör snilld
*Kanebo glow gel nota ég sem farða, það ber ég á með DUO foundation brush frá Make Up Store.
Hann er þannig að hann gefur fallega og létta áferð, ekki of mikla þekju.
*Yfir það set ég örlítið af Bare Minerals Matt foundation sem er steinefnapúður, það set ég á með sama bursta til að fá fallegan ljóma.
Steinefnapúður eru þannig að þau bráðna og aðlagast húðinni, gefa þetta náttúrulega lúkk og setjast ekki svona í húðina eins og þurr púður, þannig hún fær anda almennilega.
*Undir augun set ég Reflex Cover frá Make Up Store og nota ég það sem hyljara.
Það gefur fallegan highlight og skerpir á augnsvæðinu Kim Kardashian style !
*Uppáhalds sólarpúðrið mitt er frá Make Up Store og heitir Shimmer, það nota ég til að skyggja andlitið.
*Að lokum set ég kinnalit til að gefa húðinni lit og vera frísklegri.
Ég ætla alltaf að vera með hinn og þennan lit en ég get ekki hætt að nota Pink Reef frá Make Up Store, fallega bleikur með sanseringu :)

AUGUN græja ég svo næst..
*Yfirleitt sett ég smá augnskugga á augun, bara rétt til svo til að líta betur út fyrir mig.
Þá er NAKED 3 palletan mín uppáhalds, því í henni eru einstaklega fallegir tónar sem ýkja upp bláa augnlitin og þeir eru líka mjög léttir og náttúrulegir.
NAKED palletuna er einungis hægt að fá erlendis :(
*Ef ég er í fíling set ég á mig eyeliner en aldrei alveg meðfram augnhárunum, fyrir mig finnst mér klæða mig best þegar ég byrja frá miðju og set smá cat eye á endan.
Eyelinerinn sem ég nota kynntist ég í Sephora, er frá STILA og er svona tússpenni og sá besti sem ég hef prufað hingað til, þarf að kaupa lager í Boston.
*Maskarakombóið mitt klikkar ekki, en ég hef mjög gaman að prufa mig áfram í þeim málum, ég hef enst lengst með þessa tvo frá Maybeline.
Nota þennan gula Colossal very black mest og svo þennan fjólubláa Falsies til þess að skerpa aðeins meira á augnhárunum og gera þau þéttari.

VARINRAR..
*Mér finnst alltaf flott að hafa smá lit á vörunum svona dagsdalega.
Ég set yfirleitt tvö kombó á mig til skiptis.
*Annars vegar er það varalýtablýanturinn Gum frá Make Up Store og gloss nr 56 frá INGLOT.
*Eða varablýanturinn Pink Soda frá Make Up Store og gloss frá þeim yfir sem heitir Orchid.
Blýantana set ég svona létt yfir allar varnirnar og dumpa svo glossinu ofan á :)

AÐ LOKUM...
Verð nú að leyfa þessu að fljóta með..
Þá er ég alltaf með naglalakk, því annars líður mér eins og ég sé nakin.
Mér finnst það líka vera svo snyrtilegt þegar það er vel gert og maður er duglegur að breyta til, finnst svo subbulegt þegar naglalakkið er farið að flagna af.
Uppáhaldslitirnir mínir eru svart, ljósbleikt, rautt og flest svona mött lökk.. svo er alltaf hægt að blinga baugfingurinn upp og leika sér að þessu.
Elska að naglalakka mig á kvöldin og skoða Pinterest meðan ég leyfi því að þorna.. prinsessutrít á kvöldin hehe..

Já þetta er svona BASIC eins og ég geri í dag.. virkar kannski mikið við lestur en tekur enga stund og er allt mjög létt og fínt.
Vonandi kom þetta að góðum notum elsku stelpur (væntanlega bara stelpur sem lesa þessa færslu hihi) og þið megið sko endilega kommenta undir ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja enn frekar um.

Þangað til næst
LUV ALE :*

12 ummæli:

  1. Katrín Edda19/1/14 19:34

    Vei, takk fyrir þetta Ale, mun sko heldur betur nýta mér öll þessi ráð!!
    Kv. Makeuplærlingurinn :)

    SvaraEyða
  2. Kristín Gunnþóra19/1/14 19:35

    Takk fyrir færsluna, eitthvað sem mig vantaði! :*
    En væriru einhverntímann til í að setja inn makeup lúkk step by step eins og þú farðar þig fyrir djamm og svoleiðis, þannig þú sért aðeins ýktari? :D

    SvaraEyða
  3. Vá frábært blogg, þessi tips munu sko nýtast mér vel:-) En ein spurning hvort varacomboið ertu með á neðri myndinni?

    Ps ég er ein af þeim sem þori aldrei að commenta en les alltaf bloggið þitt:-)

    Kveðja
    Íris

    SvaraEyða
  4. Víjjjj snilld að þetta nýtist ykkur elskurnar, skal vera duglegri að smella inn ráðleggingum hvað þetta varðar þegar ég finn eitthvað sniðugt :)
    Ég skal peppa mig upp i þannig ofurfærslu Kristín mín, ég kann ekki að taka svona skref fyrir skref myndir hihi..

    En varakombóið er gum og inglot glossinn :D
    Stundum set ég varalitinn Creme sheen cup frá Mac með.

    Takk innilega fyrir kommentin <3

    SvaraEyða
  5. Nú fer ég að versla! Takk;)

    SvaraEyða
  6. Geggjað :D vantaði einmitt smá tips um svona létta dagförðun :D
    Þúrt snillingur Ale ;)

    SvaraEyða
  7. helga lind20/1/14 13:41

    Hæhæ
    hvaða hárlit notaru s.s hvað tegund og nr hvað? er alltaf í vandræðum með minn :)

    SvaraEyða
  8. Víjjj snilld og takk fyrir það stelpur mínar ! :D
    Gott að ég gat gefið ykkur góðar ábendingar.

    Með hárið mitt þá fer ég alltaf í litun á stofu til Auðar á Hárhönnun og Kristínar á Zoo.is.. báðar snillingar í því sem þær gera :D

    SvaraEyða
  9. hæhæ, flott blogg! :) Notaru fljótandi farða þegar þú ferð á djammið? Ef svo er, hvernig? :0)

    SvaraEyða
  10. Já þá nota ég yfirleitt kanebo glowið og svo smá Make Up Forever Invisible cover farðann, þar sem ég vil rétt svo meiri þekju :)

    SvaraEyða
  11. Hæhæ! Takk fyrir flott blogg :) ég er alltaf að leita að möttum naglalökkum, hvar hefur þú fundið svoleiðis? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæhæ takk innilega fyrir það :)
      Hef t.d. fundið þannig í Inglot og Make Up Store.

      Eyða