26.1.14

Hreinsivörurnar mínar og meira


Þar sem ég skrifaði seinast um snyrtivörurnar mínar og gaf make up tips, þá finnst mér svo vel við hæfi að taka saman hreinsivörurnar mínar líka til gamans :)
Húðin er eitt það mikilvægasta sem ég veit og það að hugsa um hana, hún er eitthvað sem fylgir manni alla ævi og því betra að huga að henni á unga aldri fyrir framtíðina.
Eitt það leiðinlegasta sem ég veit er reyndar að þrífa förðunina af eins mikið og mér finnst gaman að setja hana á þá dreg ég þetta oftast á langinn fyrir svefnin haha
En það er líka ekki hollt að sofa með málningu, mér líður bara illa í þau fáu skipti sem það gerist, svo er það líka bara ekkert voðalega hreinlegt, né gott fyrir húðina.

Mér finnst best að þrífa hana af með hreinsivörum sem henta minni húðtýpu og hef því prufað mig áfram og fundið það sem hentar mér.
Ég get ekki notað bara eitthvað eða bara vatninð í krananum, vil ná þessu öllu af og ekki vera með leifar af gamalli förðun í andlitinu.
Ég nýt þess að eiga förðunarlausa daga og næra húðina :)

Ég hugsa ekki einungis um húðina í andlitinu heldur allan skrokkinn líka, og finnst fátt skemmtilegra en að finna ný krem með góðri lykt..
Það er því himnaríki að fara í Victorias secret og Bath and Body Works í USA og bæta í safnið.. minna en mánuður!! víjjj

Ég er með frekar viðkvæma og blandaða húð og versla því vörur fyrir sensitive skin.

Á veturnar verður hún svo enn viðkvæmari og passa ég mig þá að hugsa extra vel um hana.


Hér má sjá það sem ég nota fyrir húðina.
Ekki allt dags daglega, langaði til að sýna brúnkukremin og fleira.

LÍKAMINN
Ef ég byrja á kroppnum sjálfum þá set ég dags daglega á mig body lotion eftir sturu, oft kaupi ég með ilm og eitthverju gúrm en sem stendur er ég með body lotion frá Eucerin sem er fyrir sensitive skin og hefur reynst mér mjög vel.
Sirka þrjá daga í viku nota ég svo
bambusbursta sem ég keypti í Body Shop til þess að þurrbursta húðina.
Þurrburstun er góð að því leitinu til að hún örvar blóðrásina og húðina ásamt sogaæðakerfinu svo er hún talin draga úr appelsínuhúð og háræðaslitum en þá þarf náttúrlega hreint mataræði og annað að vera til staðar samhliða.

Ég er mjög viðkvæm fyrir sterkum ilmum en fann virkilega góða lykt frá
Victorias Secret sem heitir Kissable Fragrance mist, Berry créme.
Svitlyktareyrðirinn sem ég nota er eitt af því sem ég byrgji mig upp af í USA þar sem að hann fæst ekki hérlendis.
Hann er frá
Secret og heitir Scent expressions, hann er t.d. til með mangó, vanillu, kókos og fleirum ilmum.

ANDLITIÐ KREM

Ég og systir mín höfum báðar prufað okkur áfram hvað þetta varðar enda með mjög svipaða húð.
Við erum algjörlega búnar að komast að þeirri niðurstöðu að það eru ekki dýrustu kremin sem gera mesta gagnið og kostar kremið sem við notum litlar 900 kr í næsta apóteki, lærðum af henni móðir okkar sem elskar að skoða krem og annað í apótekjum.
Það er frá
Eucerin heitir pH 5 cream og er fyrir sensitive skin.
Á augnsvæðið nota ég svo
Clinique all about eyes rich, það er sem sagt hægt að fá létta útgáfu og svo þykkari útgáfu og er ég með þessa þykkari, feitari.
Á varinrar læt ég alltaf
Vaselin Coconut fyrir svefnin, algjör snilld svona lítil dolla sem ég fékk í CVS í Bandaríkjunum.. næra varnirar líka :)

Einstaka sinnum nota ég svo maska sem Rósa vinkona gaf mér frá
Blue Lagoon, silica mud mask til að djúphreinsa húðina inn á milli.


ANDLITIÐ HREINSIVÖRUR

Ég reyndar gleymdi að setja mynd af einu með en það eru hreinsiklútarnir sem ég kaupi frá INGLOT, eru bestu hreinsiklútuar sem ég hef prufað!
Verð ekki þurr og eldrauð í framan af, algjör snilld til að eiga og grípa í.

Ég verð alltaf að ná öllum augnfarðanum af og nota ég því
augnfarðahreinsinn frá Eucerin sem er sá besti sem ég hef prufað hingað til.
Hann heitir
DermatoCLEAN og þrífur meðal annars vatsnheldan maskara af, hann er tvískiptur og mér svíður ekki né finn til óþgæinda við að nota hann.
Til að þrífa andlitið nota ég
hreinsimjólkina frá Dr.H
auschka og einnig tónerinn frá þeim, kynntist þessum vörum hjá Katrínu en þær fást t.d. í Lifandi Markaður.

FAKE TAN

Ég er ekki mikið hrifin af því að fara í ljós en geri það einstaka sinnum til að fá smá lit á kroppinn og stundum er það gott fyrir þreyttan og lúinn líkama að liggja í hitanum.
Ég reyni því að setja á mig brúnnkukrem þegar ég fer eitthvað, hef ekki þolinmæði í það on the daily bases hehe..

Á andlitið nota ég krem frá NIVEA sem heitir Sun touch og er fínt að setja það á kvöldinu áður þegar þú ferð að sofa til að vakna eins og þú hafir smellt þér í sólbað um nóttina.
Á
kroppinn nota ég Brazillian Tan og stundum yfir það XEN Tan Scent secure gold, meðan Brazillian gefur svona meiri og þéttari lit er Xen tanið svona til að gefa fallegri áferð og smá shimmer.
Til þess að bera þetta á mig byrja ég á því að setja body lotion, leyfi því að þorna og nota svona sérstakan brúnkukremshanska sem ég kaupi á 1000 kr til að bera brúnkukremin á til þess að fá jafna og fallega áferð.

Vonandi nýtist þetta eitthverjum vel og afsakið innilega bloggleysið í síðustu viku, hef sjaldan verið jafn buguð á kvöldin og er met fyrir mig að hafa farið snemma að sofa nánast öll kvöld og lögn á þessum fallega sunnudegi haha..
Það var samt eftir að ég var búin að taka Bree hreingerningu á herbergið mitt.. kann ekki að slappa af !


Anyways stay tuned, set stefnuna á að vera dulegri þessa vikuna !
Þangað til næst
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli