14.11.13

kötturinn kvaddur á ný og nú til lengri tíma

Eins og sjá má ákvað ég að sleppa því að skrifa inn færslu seinustu vikuna fyrir mót þar sem að ég ákvað loksins að gefa sjálfri mér tíma fyrir þetta mót og einbeita mér af því að hvíla og hafa næga orku fyrir komandi átök.. 
Hvíld er eitt af þeim orðum sem ég þarf að læra upp á nýtt, datt út úr orðabókinni minni einhverstaðar á förnum vegi :)

Ég tek það fram að ég hef mikið að segja þannig þetta verður ekki stutt lesning, enda skrifuð í nokkrum hollum, og það gætu verið örfáar stafsetningarvillur eða annað ekki nægilega vel orðað.
Ég hætti að taka eftir villunum því oftar sem ég les yfir :)

Þegar ég set stefnuna á mót er ég ávallt grjóthörð við sjálfa mig enda keppnismanneskja frá A til Ö og get því verið aðeins of grimm og dómhörð í minn eigin garð.
Ég fer ávallt með það markmið fyrst og fremst að toppa sjálfa mig og fyrra form, svo er allt aukalega við það mikill bónus.
Ég hef nokkurn vegin toppað formið mitt frá því áður öll þau skipti sem ég hef keppt og er það svo sannarlega sigur fyrir sig sem og árangurinn sem ég hef náð frá upphafi.

Verandi þessi keppnismanneskja sem ég er og alltaf stutt í keppnisformið þá hef ég gott sem keppt á öllum mótum hér heima seinustu þrjú árin, nema einu (Íslandsmótið 2012), ásamt nokkrum erlendum mótum á milli.. það er alveg slatti, sérstaklega í ljósi þess að meðalundirbúningur fyrir hvert mót er í kringum 8 vikur.
Samhliða því hef ég komið fjöldanum öllum af svaðalegum skrokkum úr skrokkabúðum Betri Árangurs með Katrínu Evu upp á svið, haldið pósunámskeið, unnið eins og brjálæðingur sem fjarþjálfari sen er mín helsta vinna og þegar ég er í fríi frá þeirri vinnu er ég oft að farða um helgar.
Ég held greinilega að ég sé Wonderwoman og geti allt í heiminum og gleymi í allri gleðinni að gera eitthvað gaman fyrir sjálfa mig eða setja mig í fyrsta sæti, finnst svo gaman að gera eitthvað fyrir aðra :)

Þessi rússíbani hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur enda mikil vinna búin að fara í bætingar frá því að ég steig fyrst á svið sem litla spaghettireimin Ale árið 2010 og síðan þá má segja að ekkert hefur verið gefið eftir, enda hefur það líka skilað mér þeim árangri sem ég hef náð í dag...
Og ég tek fram að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það er engin sem segir mér að gera þetta, hefur ávallt verið mitt eigið val af því að mér finnst þetta svo gaman og mér finnst alveg magnað hversu mikið er hægt að gera með mannslíkaman.
Lít aldrei á þetta sem kvöð ..

(nema kannski þegar ég er últramegasvöng og þreytt í bugun)
Ég lít fyrst og fremst á þetta sem áhugamal og eitthvað sem mér finnst gaman.

Vinkona mín spyr mig oft hvenær ég ætli nú að hætta þessu fitnessrugli og svara ég henni alltaf sama svarinu;

Þegar mér finnst þetta ekki lengur skemmtilegt og ég nýt þess ekki lengur þá skal ég hætta :))

Meðan ég hef verið í niðurskurði, verið að þyngja mig og þar á milli hefur Katrín fengið að fylgja með með litla óléttukúlu í hvert skipti og höfum því lítið hvílt okkur frá mótum og öllu því sem þeim tengist, en það tekur svolítið öðruvísi á að þjálfa fyrir mót þar sem þú þarft virkilega að gefa mikið af þér, þetta spilar svo mikið á andlega hlutan.
Á meðan ég hef gengið með henni í gegnum tvær meðgöngur hefur hún gengið með mér minn keppnisferil í gegnum súrt og sætt... sem er alveg ómetanlegt og ég mun koma að nánar hér fyrir neðan.
Þar sem hún á von á sínu þriðja barni á þriðja árinu ákváðum við því að loka keppnisþjálfun í bili og munum við því EKKI þjálfa fyrir mót á komandi ári og einungis einbeita okkur að upprunalegu þjálfuninni enda er líka mest að gera í henni :)

EN eins og ég sagði þá hef ég algjörlega gleymt því að stoppa bara í smá stund fyrir utan skamman tíma í sumar og virkilega notið þess að vera í formi, borða hollan mat (ekki alveg eins hreinan og niðurskurðsmataræðið) og hreinlega bara notið þess innilega að vera til án þess að hafa eitthvað mót innan seilingar, um leið og það gerist fer ég strax að setja pressu á sjálfa mig og huga að því.
Ég viðurkenni að eftir að hafa fengið aðeins smjörþefinn af því að lifa bara lífinu í sumar þá var frekar erfitt að koma sér í gírinn og setja stefnuna á komandi mót og var undirbúningurinn langt því frá auðveldur þar sem ég missti meðal annars hundinn minn, var í nýju umhverfi og annað.
En ég hélt áfram á þrautseygjunni :)

Ég mætti á þetta mót með ágætis bætingar og loksins var markmiði náð sem hefur reynst mér erfitt fyrir mót, en það er að halda svokallaðri fyllingu í vöðvunum á keppnisdegi.. Nú hugsar venjuleg manneskja hvað ég eigi við með því !?
Bakvið keppnisformið eru svo mikilar hugleiðingar, pælingar og speki..
Það er ekki bara einn undirbúningur réttur fyrir alla.. ekki bara eitt matarplan og eitt æfingaplan.

Það er akkúrat með þetta sport að maður getur stöðugt unnið að bætingum, þannig í rauninni á þetta sér engan enda og mögulega er það hluti af því sem gerir þetta svolítið spennandi fyrir fólk með gífurlegan metnað, þrautseygju og ástríðu fyrir því sem það gerir, og já  smá vott af fullkomnunaráráttu.


Fyrir þetta mót var ég eitthvað skrítið stemmd og ég held ég hafi sjaldan upplifað jafn oft mikla bugun, mér fannst eins og hlutirnir myndu ekki ganga upp og mig langaði bara til að vera í formi og fá mér burrito þegar mig langar til hehe..
En með þennan undirbúning eins og alla mína keppnisundirbúninga lærðum við Katrín hellings sem mun nýtast okkur í náinni framtíð sem er altaf gott eftir á.
Ég lét slag standa þrátt fyrir að hafa hætt við fimmtudeginum viku fyrir mótið og ákvað að klára þetta alla leið.. !

Ég vil aldrei hafa of miklar væntingar þar sem að þetta er dómarakeppni og fer því eftir mati þeirra og stöðlum sem þeim hafa verið settir fyrir.
Auðvitað setur maður stefnuna alltaf á toppinn annars er ekkert gaman að keppa, það vilja flestir vinna ekki bara vera með...
Þá má samt ekki gleyma að maður getur bara gert sitt besta, það er ekki hægt að gera betur en það, restin er svo í höndum þeirra sem dæma.


Sætið sem ég fékk í þetta skiptið var þriðja líkt og seinast, auðvitað langaði mig lengra, ég er bara mannleg eins og við öll hin, en það eitt að komast í topp sæti er auðvitað alltaf ljúf tilfinning.
Ég var smá svekkt,en út í engan annan en sjálfa mig því eftir á fannst mér ég geta gert mun betur.
Eftir að hafa skoðað myndir fann ég ýmislegt sem mig langaði til að breyta og bæta og sá kannski eftir að hafa ekki gert í undirbúningnum.
En ég leyfði mér nú ekki að svekkja mig á þessu lengi heldur smellti mér heim með bikarinn og fékk mér
LANGÞRÁÐ jólajógúrt eftir mótið.


Ég var líka svo vel séð baksviðs og smellti ískaldri kók og vatni í kælinn baksviðs sem ég gat teigað ofan í mig beint eftir sviðið... ekki búin að drekka neitt allan daginn.Þess vegna var þetta var besta kókdós sem ég hef smakkaðððð..

Ég var smá að svekkja mig á sjálfri mér daginn eftir á og skoðaði hvað ég vildi bæta, eins og ég hef áður nefnt þá skoðum við Katrín það líka alltaf saman.. þrátt fyrir að við erum bestu vinkonur þá erum við náttúrlega þjálfarar líka og því grimmastar í að dæma mig haha..
Það tók á og voru miklar tilfinningar í gangi.. ég felli aldrei tár en stuttu eftir að við vorum búnar að ræða þetta las ég status sem mín elskulega litla systir setti inn og þá gat ég ekki annað en tárast.
Virkilega fallegur og vel orðaður hjá þessum litla naggi
<3

Hann er opinn á facebookinu hennar HÉR.

Yfir úr þessu í annað.. mér fannst allavega skemmtilegt að breyta aðeins til og prufaði ég nýtt lúkk hvað förðunina fyrir sviðið varðar, málaði mig aðeins bjartara og leyfði rauða varalitnum að fjúka fyrir ljósan, hef alltaf verið með rauðan síðan ég byrjaði að keppa í fitnessflokki 2011.
Og bikiniið mitt fallega, vil þakka henni Freydísi fyrir að vera hreint út sagt mögnuð !!
Áður fyrr hefur verið samanburður verið fyrr um daginn í svörtu bikini, sem sagt allar eins, en í ár var hann tekin út og átti ég því þetta fallega sniðna bikini inni í skáp..
Það kom ekki annað til greina en að blinga það upp.
Var virkilega sátt með útkomuna :)

Make upið eftir mig og hárið sá Auður vinkona um.


Ef smellt er á myndina er hægt að sjá detailana í bikniniinu svo vel í stíl við eyrnalokkana sem ég er með, bikiniið var blingað út frá munstrinu í þeim :)
Ég er of mikið nörd ég veit!


Eins og ég segi er þessi færsla skrifuð í hollum eftir miklar pælingar og hugsanir, það er svo mikið sem mig langar til að skrifa að ég gæti bara ætt bara úr einu yfir í annað..

Eftir mínar pælingar hef ég komist að því að ég þarf tíma til þess að setja mig í fyrsta sæti og vinna að bætingum að innan sem og utan.. því þetta spilar svo sannarlega saman.
Þeim bætingum get ég ekki náð ef ég er stanslaust að keppa og gef mér ekki tíma í hvíld og lifa lífinu.
Ég á það til að leyfa sjálfri mér að sitja á hakanum og hvíla mig ekki nægilega mikið..
Eins og ég segi held ég sé Wonderwoman.. mæti veik í vinnuna, tek hana með mér til útlanda af því mér þykir svo vænt um allar konurnar og stelpurnar í þjálfun og svo vil allt fyrir alla gera þegar ég get það og hef tíma til.
Enda eeelska ég að hafa mikið fyrir stafni, þannig finnst mér ég virka best.

Ég hef því ekki sett stefnuna á neitt í rauninni hvað mót varðar... næstkomandi ár verður
HVÍLD frá keppniskisanum fyrir mig.
Ég mun samt langt því frá hætta að lifa þessum lífsstíl og hef það alltaf sem markmið að vera í formi, það skemmtilega er að það er líka viss partur af vinnunni minni að vera í formi.
Elska að vera í formi og finnst svo gaman að sýna að þarf ekki endilega að vera kötta til þess og að kennum við öðrum það í þjálfuninni okkar.
Finnst fátt skemmtilegra en að mæta á æfingar og ræktarurgast.. Stundum væri ég til í að mæta bara í ræktarfötunum upp á svið :D

Mig langar til að vera áfram dugleg að blogga, pósta á likesíðuna mína og instagram.
Enda er það sem viðkemur keppnum einungis hluti af því sem ég skrifa inn.

Þetta var í fyrsta sinn sem ég skrifaði blogg um undirbúning fyrir mót og ég fann hversu margar stelpur&konur á öllum aldri eru að fylgjast með mér og er það
ómetanleg tilfininning en að sama sinni svo óraunverulegt...
Fékk meira segja pósta frá konum í þjálfun sem voru spenntar að fylgjast með gangi mála..
Vonandi get ég því hadið áfram að hvetja ykkur áfram með mínum fróðleik og skemmtilegu í bland... núna mun ég hafa nægan tíma til þess :D


Af því að það eru einmitt þrjú ár liðin núna síðan ég byrjaði fyrst, langaði mig að hvetja sjálfa mig til enn frekari bætinga og setti saman árangursmynd frá spagó Ale til dagsins í dag..
Markmiðið er svo að bæta annari mynd við hliðin á í náinni framtíð, hvenær svosem það verður.

En þessar myndir segja allt sem segja þarf og það skemmtilega er að öll ummál og þyngdin hafa rokið upp, alt nema ummálið um mittið frá fyrstu mynd til þeirrar nýjustu.


2010 vs. 2013
Svo má ekki gleyma þessari hér.. hún fær að fylgja mér til hvatningar og áminningar.
Að ég skuli hafa lagt í þetta í þetta mission..


 Hér fyrir neðan fylgja nokkrar færslur eftir mót hjá mér, fannst gaman að lesa þær yfir áður en ég skrifaði þessa færslu:

Íslandsmót 2013

Bikarmót 2012
Bikarmót 2011

ÞAKKIR verð ég nú að færa til allra þeirra sem hafa staðið mér við hlið í gegnum þetta allt saman.
Án þeirra væri ég svo sannarlega ekki hér í dag :)

Til að byrja með og fremst í flokki.. manneskjan sem á nú alveg helmingin í öllum mínum árangri er
Katrín Eva, ég get sagt svo ótrúlega mikið til þín að það hálfa væri nóg.
Ég gæti skrifað heilt blogg til þín en það yrði nú bara vandræðalegt, þannig þú mátt vita að þú átt sko hluta í hjarta mínu og þykir mér endalaust vænt um þig
<3
Þú og Maggi eru ein mestu yndi sem ég veit.
OG þegar þú ert búin að eiga áttu það svo mikið inni hjá mér að ég aðstoði þig við að komast í form á nýjan leik, bannað að verða ólétt aftur hehe..


Ísabel naggur með meiru og litlastórasystir mín.. hún hefur ALLTAF staðið við bakið á mér í gegnum þetta, hvatt mig áfram, hlustað á mig væla og efast og bara name it.
Fáir sem hafa jafn mikla trú á mér og hún.
Að eiga þig sem systir en jafnframt bestu vinkonu líka er ómetanlegt
<3


Fjölskyldan mín hefur alltaf stutt mig og hvatt mig áfram, þrátt fyrir að hún skilji kannski ekki neitt í því sem ég er að gera þá reyna þau það á sinn besta máta og vilja allt fyrir mig gera.. það er svo sannarlega ekki gefið.

Rósa vinkona mín fyrir að hafa alltaf verið til staðar þrátt fyrir að hún sakni spaghettireimarinnar sem fór með henni í spinning villt og galið og fékk sér snúlla á hverjum degi frá Jóa Fel í vinnunni.. hehe
Hún hefur líka alltaf hugsað um að ég mæti vel snyrt upp á sviðið sem er bara plús fyrir alla þá þolinmæði og ást sem þessi dúlla hefur sýnt mér sem vinkona.

Allar hinar vinkonur mínar í kringum mig fyrir að standa við bakið á mér og hvetja mig áfram og vera til staðar.. þið vitið hverjar þið eruð.
Siggi fyrrverandi kærastinn minn fyrir að gagna með mér í gegnum þetta með mér.
Án hans hefði ég líka aldrei lært að lyfta almennilega.. ekki sjénsin að spaghettireimin hefði þorað ein í lyftingarsalinn á sínum tíma :)

Þið sem lesið bloggið mitt eða fylgist með mér á einn eða annan hátt.
Þið hvetjið mig áfram til að vera duglegri og betri í því sem ég geri og póstarnir sem ég hef fengið frá fullt af stelpum og konum hvaðan af seinustu daga, virkilega fallegt.
Þykir svo innilega vænt um að vita af ykkur þarna og finnst ekkert skemmtilegra en að fá komments og like á þessa litlu hluti sem ég set inn.

Sunna og Dóri í Perform.is hafa stutt mig frá því ég labbaði fyrst inn í lyftingarsal og þykir mér óendanlega vænt um það og þykir mér virkilega vænt um þann stuðning sem ég hef fengið frá þeim og að þau hafi haft trú á spaghettireiminni hehe..

Under Armour á Íslandi sér um að ég sé alltaf í  góðum búnað og nýjustu tísku í ræktinni, elska fötin frá þeim og litina.
Þakka þeim svo sannarlega fyrir að leyfa mér að vera meðlimur Team Under Armour.

Ég læt þetta gott heita í bili og þakka þér innilega fyrir lesninguna <3
Hlakka til komandi tíma og vera dugleg að blogga..

SVO MIKIL ÁST og HAMINGJA frá mér til ykkar.
Ykkar einlægi fitnessnaggur með meiru.

ALE
<3
27 ummæli:

 1. Flott blogg hjá þér Ale mín :) ! Sjúkar bætingar á þér stelpa & þú átt það skilið að fá þér VERÐSKULDAÐA Hvíld! Mér finnst samt svo mikið þú að taka að þér eitthvað mót á næsta ári haha :) ! En ég las ALLT & til hamingju með árangurinn þinn mús! Fyrirmynd fyrir allar stelpur & konur!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk innilega fyrir falleg orð Ingibjörg mín er bara upp með mér svo fallega orðað :*

   Eyða
 2. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt! Ég er bara random dama sem er að taka mig á en ég hef fylgst með blogginu þínu þar sem hvatningin er svo sannarlega til staðar! :) Ég fylgdist spennt með keppninni ! Þú ert frábær og haltu áfram að vera frábær!
  Bestu kveðjur,
  Katrín

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkk svo mikið fyrir fallegu orðin og fylgjast með Katrín, kann virkilega að meta það.. :* <3

   Eyða
 3. wonderwoman og ekkert minna en það ;) <3

  SvaraEyða
 4. Anna Margrét14/11/13 22:22

  Til hamingju með sjálfa þig Ale! Þú ert stórglæsileg og toppar þig samt alltaf á hverju einasta móti! Svo sannarlega risastór fyrirmynd :) Þið Katrín Eva eruð svo miklir snillar! Áfram þið!

  SvaraEyða
 5. Þú ert svo langflottasta í bænum Ale og þú veist það! <3
  Ert ein af mínum stærstu fyrirmyndum! Ég elska spagó Ale, Durgs Ale og mest af öllu elska ég mjúku bangsa Ale! :)

  xx
  Þórunn

  www.double-pizzazz.com

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk elsku Þórunn mín <3 haha bangsarassinn hann er þarna einhverstaðar á milli :D

   Eyða
 6. Las alla færsluna :) þú ert stórglæsileg stelpa. Gaman að fylgjast með
  Mbk,Sunneva

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk kærlega fyrir að lesa og fylgjast með mér, svo ótrúlega gaman og ómetanlegt:*

   Eyða
 7. Ji ég fór nú bara að skæla yfir þessu öllu saman.

  Innilega til hamingju með frábæran árangur, þú ert eina manneskjan à jörðinni sem hefur peppað mig til að drulla mér í ræktina og gerðir það án þess að vita af því einu sinni. Ég er aðeins eldri en þú en þú hefur lengi verið fyrirmyndin mín í líkamsrækt og það breytist ekki í bráð, enda skellti eg myndinni af þér frá mótinu um síðustu helgi á desktop-inn minn, svona til að koma mér aftur í gírinn. ;) (fór svo í buttlift í dag og búin að vera rúmliggjandi síðan með krampa í haminum, spennt að bæta mig!)

  Ég fylgist vel með öllum fitness-keppnum kvenna hérlendis og verð bara að segja eins og er, með fullri virðingu fyrir öllum hinum duglegu og flottu stelpunum, að engin hefur tærnar þar sem þú hefur hælana í þessu sporti.

  Haltu áfram að posta myndum og blogga, ég held áfram að fylgjast með!

  Kv.

  Inga, fyrrverandi viðfangsefni í skrokkavæðingu landans

  SvaraEyða
  Svör
  1. VÁVAVÁ ég fékk bara tár og gæshúð (engin hár samt eftir allt vaxið) við að lesa þetta virkilega fallega komment!
   Það að ég geti hvatt aðrar áfram gleður hjartað mitt svo innilega og segir mér að gefast ekki upp.

   Og svo hló ég líka upphátt við að lesa kommentið um buttlift tímann.. haltu áfram að vera dugleg.
   Takk kærlega fyrir fallegu orðin <3

   Eyða
 8. Er búin að bíða spennt eftir bloggi, finnst ótrúlega gaman að lesa um undirbúninginn og þína upplifun af öllu og ert svo mikill innblástur og kemur manni í ræktardurgar gírinn þegar maður er stundum andlaus og nennir ekki neinu:) er orðin vandræðalega mikill stokker hjá þér, læka allt og fylgist vel með hvort þú sért búin að öppdeita insta eða bloggið :)
  Innilega til hamingju með allann árángurinn þinn

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkk svo mikið elsku Bylgja.
   Bara gaman að vita að einhver hefur virkilega áhuga á að fylgjast með því sem ég er að gera :D
   Það er það sem hvetur mig áfram !

   Takk svo mikið fyrir falleg orð <3

   Eyða
 9. Katrín Eva15/11/13 00:26

  Þú ert mesta yndi í heimi Ale mín, pældí hvað þú hefur verið margar týpur þessi þrjú ár eins og Þórunn minntist á...
  spagó Ale, Durgs Ale og bangsa Ale .. hahaha .. það er einn karakter sem þú hefur náð að púlla allan tímann og það er ROBOT Ale ..

  ... Árið 2014 verður chilluð útgáfa af Robotnum, þar sem þú ætlar aðeins að róa þig í að vinna allan sólarhringinn, æfa alla daga og taka þér aldrei frí ! .. Náði ekki einu sinni að pína þig í sumarfrí ....

  ... Það er geggjað gaman að hafa tekið þátt í þessu öllu með þér og nú hlakka ég bara til að njóta 2014 með engar keppnir í sigtinu það árið ... bara hafa stuð og gaman og kenna þér smá meira af kæruleysi ..haha :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahaha ég hef verið allt en robotið er allsráðandi!
   Hvað er næst??
   Hlakka til að læra meira kæruleysi með þér og til komandi tíma þú ert BEST <3

   Eyða
 10. Ég elska að fylgjast með því sem þú ert að gera, og systir þín hehe.. það er bæði hvetjandi og skemmtilegt en fyrst og fremst því þú virkar svo heiðarleg, einlæg og alveg sama hvað fólki finnst og það er klárlega fyrirmynd sem er vanþörf á fyrir margar stelpur :) ég er allvega búin að refresha blogginu þínu síðan síðasta föstudag til að fylgjast með :) kv ekkikrípístalker, bara aðdáandi eiginlega !

  SvaraEyða
  Svör
  1. VÁ takkk þvílík hrós.. ég fer bara hjá mér <3
   Takk svo innilega mikið og gaman að einhver sé svona spenntur að fylgjast með mér.. það sem mér þykir vænt um það.

   TAKK <3

   Eyða
 11. Svo vel skrifað hjá þér elsku bestasta systir mín! <3 elska þig!

  SvaraEyða
 12. Þú ert frábær fyrirmynd! Rosa gaman að fylgjast með blogginu þínu og enginn smá flottur árangur hjá þér :)
  Anna

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkk innilega fyrir falleg orð og að fylgjast með :*

   Eyða
 13. Ég er í þjálfun hjá þér og þrátt fyrir að öll okkar samskipti fara fram netleiðis og án eiginlegra samskipta þá finnst mér eins og ég þekki þig því þú gefur mikið af þér og ert svo yndisleg eitthvað;) Þú ert gordjöss og flott stelpa!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Æjjjj vá hvað þetta hlýjar mér um hjartaræturnar takktakktakk endalaust <3

   Eyða
 14. Ótrúlega flott stelpa og virkilega hvetjandi
  haltu áfram að vera þú !! :)

  SvaraEyða