Jæja það er tími til kominn á blogg eftir góða pásu!
Er búin að ætla skrifa færslu hingað inn í meira en viku en mér fallast alltaf hendur þar sem ég veit í rauninni ekki hvar ég á að byrja, þar sem mikið hefur gengið á frá seinustu færslu og ég hef sömuleiðis mikið velt fyrir mér hvort ég ætti að skrifa eitthvað!?
Hef mikið spáð í því hvort ég eigi að halda áfram með þessa síðu þar sem önnur hvor manneskja virðist vera blogga um leiðangur sinn í fitness..
En það var aldrei meiningurinn með minni síðu.. heldur einungis að blogga um það sem mér finnst áhugavert hverju sinni eins og förðun, fitness, tísku, bakstri og slíku.. þar sem ég elska að skrifa..
Svo ætli ég haldi ekki áfram í bili :)
Svo ætli ég haldi ekki áfram í bili :)
Það hefur kannski ekki farið framhjá mörgum sem lesa hér... en ég sem sagt tók mjög stóra ákvörðun um daginn og hún var ótrúlegt en satt tekin daginn fyrir keppnisdaginn á Arnold eða í rauninni tók Katrín Eva hana fyrir mig haha :)
Áður en ég fór út hafði Katrín bent mér á að ég væri eiginlega komin úr módelfitness flokki og ætti að keppa í Body fitness, eða Figure eins og það er líka kallað..
ég spáði ekki meira í því fyrr en mér er bent á það daginn fyrir keppnina á Spáni..
Það komment fékk mig til að hugsa það sem hafði áður hvarlað að mér.. því ég var engan vegin með góða sviðsframkomu í bikini pósunum og fannst mér Body fitness mikið meira spennandi.. því þó ég sé algjör stelpu stelpa þá elska ég að pósa með latzana út og að vera algjör ræktardurgur.. þannig það hentaði kannski betur eða hvað!?
.. að sjálfsögðu ræddi ég þetta við Katríni og var stefnan því sett á mótið hér heima í nóvember.. án þess að nokkur maður vissi og vildum við halda þessu fyrir okkur og ætlaði ég ekki að skrá mig til leiks fyrr en rétt undir lokin til að vera viss um að ég væri sátt með mitt.
Ég hélt áfram mínu striki þegar heim var komið og fékk smá tíma til að borða vel og var að sjálfsögðu dugleg í ræktinni sömuleiðis, held að ég kunni ekki annað hehe..
Þetta var ekki það auðveldasta sem ég hef gert því ég hafði 0 trú á sjálfri mér í þetta verk og við skulum ekki ræða öll þau skipti sem ég ætlaði alls ekki að láta verða af þessu..
En Katrín hafði alla sína trú á mér ásamt öllum í kringum mig.. takk öll fyrir að hlusta á vælið í mér og hafa trú á mér:*
En Katrín hafði alla sína trú á mér ásamt öllum í kringum mig.. takk öll fyrir að hlusta á vælið í mér og hafa trú á mér:*
Þannig rétt undir lokin skráði ég mig til leiks og ákvað sömuleiðis að sleppa því að skrifa hér inn og tók mér pásu frá facebook..
Held að margir hafi líka haldið að þeir væru að lesa vitlaust þegar keppendalistinn kom út og nafnið mitt var undir fitness kvenna hehe..
Held að margir hafi líka haldið að þeir væru að lesa vitlaust þegar keppendalistinn kom út og nafnið mitt var undir fitness kvenna hehe..
Seinasta vikan fyrir mót var eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað enda búin að skera niður í langan tíma og ég með enga trú á að ég myndi meika eitt né neitt en ég var í mínu besta formi hingað til og langaði til að sjá hvar ég stæði í þessum flokki :)
Ég ákvað að prufa nýtt lúkk, sléttaði því hárið og málaði mig öðruvísi til að vera ekkert líkt því sem ég var búin að gera áður..
Ég og Auður duglega vinkona mín tilbúin í slaginn!
Leiðin lá því upp á svið í Háskólabíói þann 19.nóvember akkúrat ári eftir að spaghettireiminn litla steig fyrst á svið en nú keppti ég í hærri fitness flokki kvenna og ég get svo svarið það.. á öllum mínum ferli sem er nú ekki langur og mikill, en samt sem áður alveg dágóður miðað við að hafa verið svo stutt í þessum bransa.. þá hef ég aldrei skemmt mér jafn vel upp á sviði og þá!
Mig langaði helst aftur upp á sviðið eftir forkeppnina um morgunin en þá komum við fram í svörtu bikinii..
RAGGIH ljósmyndun
Ég er þarna fyrir miðjunni í samanburði um morgunin..
Eftir það lá leiðin heim þar sem ég slakaði á með uppáhalds og náði mér niður eftir adrenalínkikkið sem ég fékk við að stíga upp á svið daginn áður..
Um kvöldið voru svo úrslitin og keppnin gekk mjög vel.. módelfitness kláraðist fyrr um kvöldið og eftir það var það fitness og vaxtarrækt!
Um kvöldið komum við fram í lituðu bikini í samanburði - svo koma top 6 fram í svokallaðri T-göngu.. það var svo gaman að ég og Auður vinkona mín komumst báðar í top 6 og því var smá pósað á baksviðs meðan hinir flokkarnir fóru upp á svið.
Um kvöldið komum við fram í lituðu bikini í samanburði - svo koma top 6 fram í svokallaðri T-göngu.. það var svo gaman að ég og Auður vinkona mín komumst báðar í top 6 og því var smá pósað á baksviðs meðan hinir flokkarnir fóru upp á svið.
Fitness stelpurnar hennar Katrínar..
Dóra Sif í unglingafitness, Auður og ég :)
Dóra Sif í unglingafitness, Auður og ég :)
Ég, Adda í unglingafitness og Auður
Topp sex í mínum flokki
Við stelpurnar vildum fá eitthvað hressandi lag í T-göngunni og báðum því um óskalag og fengum þetta á blast yfir salinn.. og fór ég því dansandi inn á sviðið í fíling!
Að lokum var komið að verðlauna afhendingunni og ég fór með því markmiði að reyna að komast allavega vonandi í top 3 en það óraði aldrei fyrir mér að ég myndi taka fyrsta sætið enda sést það kannski á myndinni hér fyrir neðan..
Guffa svipurinn minn mættur!
Þessi tilfinning er án efa sú besta sem ég hef fundið.. enda var ég í algjöru sjokki og vissi varla hvar á stóð veðrið þegar það var tilkynnt að ég væri sigurvegari.. eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður..
Kötturinn var kvaddur með óvæntum sigri þetta kvöld <3
Mynd: Kristján Freyr
Ég er enn ung svo ég er bara rétt að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman.
Fyrsta sæti í mínum flokki í fyrsta skipti sem ég keppi í honum og 3.sæti í overall.. ég er ekki enn að gera mér grein fyrir þessu...
Fyrsta sæti í mínum flokki í fyrsta skipti sem ég keppi í honum og 3.sæti í overall.. ég er ekki enn að gera mér grein fyrir þessu...
Gott má alltaf gera betur og ég held áfram í ræktinni eins og sönnum ræktardurgi sæmir! híhí
Mig langaði til að þakka öllu því góða fólki sem er í kringum mig sem styður við bakið á mér í þessu öllu saman og hefur trú á mér..
Katrín Eva, Siggi kæró, Maggi Bess, Rósa, Ísa systir, Sunna Hlín, fjölskyldan mín og nánar vinkonur <3
Án ykkar væri ég ekki hér!!
Svo vil ég einnig þakka sponserunum mínum fyrir:
*Perform.is þar sem ég fæ öll mín fæðubótaefni
*Ginger mínum uppáhalds veitingastað
*Under Armour þar sem ég fæ flottustu íþróttafötin
Þangað til næst...
LUV ALE:*
Hvenær ætlaru að setja jóa fel lagið inná þetta blogg ! þú ert ekki aðeins flottasta fitness gella landsins heldur líka svakalegur rappari og textasmiður ;)
SvaraEyðaHahaha aldrei!
SvaraEyðainnilega til hamingju!! magnaður árangur á stuttum tíma!
SvaraEyðakv. ókunnug
takk kærlega fyrir það:)
SvaraEyða